Facebook hyggst setja Twitter klón í loftið á fimmtudag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 08:30 Threads forritið þykir keimlíkt Twitter. Meta Bandaríska samfélagsmiðlafyrirtækið Meta sem rekur Facebook og Instagram hefur tilkynnt að það muni setja nýjan samfélagsmiðil sinn, Threads, í loftið næsta fimmtudag. Miðlinum er ætlað að eiga í beinni samkeppni við samfélagsmiðilinn Twitter. Í umfjöllun BBC um miðilinn kemur fram að hann verði tengdur við Instagram og verði frír í notkun. Af skjáskotum að dæma af hinum nýja miðli verður hann keimlíkur Twitter en rekstur þess miðils hefur gengið erfiðlega upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringurinn og eigandi Twitter, tilkynnti til að mynda síðastliðinn laugardag að hann hefði takmarkað aðgengi notenda þess að tístum. Almennir notendur sem ekki hafa greitt fyrir ákveðin fríðindi á miðlinum fengu þannig einungis að skoða 600 tíst. Bar Musk fyrir sig að það væri til þess að stemma stigu við gagnasöfnun gervigreindarforrita en Musk sagði hundruð fyrirtækja stunda slíka söfnun og sækja þannig hart að samfélagsmiðlinum. Á sama tíma hefur Musk gert notendum Twitter að greiða fyrir ýmsa þjónustu sem áður var frír, svo sem eins og TweetDeck notendaviðmótið sem gerir notendum kleyft að skoða tugi og jafnvel hundruð tísta á sama tíma. Mark Zuckerberg, eigandi Meta og Elon Musk hafa átt í misalvarlegum orðaskeytingum á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Hafa miðlar líkt og BBC rekið það til ákvörðunar Zuckerberg og félaga í Meta að ýta úr vör Threads samfélagsmiðlinum. Þeir Zuckerberg og Musk hafa meðal annars samþykkt að mætast í slag í boxhring í Las Vegas, en svo virðist vera sem að lítil alvara sé þar á ferð. Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Meta Bandaríkin Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Í umfjöllun BBC um miðilinn kemur fram að hann verði tengdur við Instagram og verði frír í notkun. Af skjáskotum að dæma af hinum nýja miðli verður hann keimlíkur Twitter en rekstur þess miðils hefur gengið erfiðlega upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringurinn og eigandi Twitter, tilkynnti til að mynda síðastliðinn laugardag að hann hefði takmarkað aðgengi notenda þess að tístum. Almennir notendur sem ekki hafa greitt fyrir ákveðin fríðindi á miðlinum fengu þannig einungis að skoða 600 tíst. Bar Musk fyrir sig að það væri til þess að stemma stigu við gagnasöfnun gervigreindarforrita en Musk sagði hundruð fyrirtækja stunda slíka söfnun og sækja þannig hart að samfélagsmiðlinum. Á sama tíma hefur Musk gert notendum Twitter að greiða fyrir ýmsa þjónustu sem áður var frír, svo sem eins og TweetDeck notendaviðmótið sem gerir notendum kleyft að skoða tugi og jafnvel hundruð tísta á sama tíma. Mark Zuckerberg, eigandi Meta og Elon Musk hafa átt í misalvarlegum orðaskeytingum á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Hafa miðlar líkt og BBC rekið það til ákvörðunar Zuckerberg og félaga í Meta að ýta úr vör Threads samfélagsmiðlinum. Þeir Zuckerberg og Musk hafa meðal annars samþykkt að mætast í slag í boxhring í Las Vegas, en svo virðist vera sem að lítil alvara sé þar á ferð.
Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Meta Bandaríkin Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira