Ekki hefur mælst jafn lítill stuðningur við sitjandi ríkisstjórn síðan í júlí árið 2017. Það er í takt við niðurstöður könnunar Maskínu frá því í síðustu viku. Þar sögðust einungis átján prósent vera ánægð með störf ríkisstjórnarinnar.
Í niðurstöðum Gallup lækkar Framsóknarflokkurinn um eina og hálfa prósentu í fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu striki en Vinstri græn taka kipp upp um hálfa prósentu.
Þá lækkar fylgi við Pírata og Sósíalistaflokkinn lítillega. Viðreisn, Flokkur fólksins, og Miðflokkurinn fara á móti upp um prósentubrot, sá síðastnefndi þó um tæpt prósentu stig.

Í könnuninni, sem fór fram frá 1. júní til 2. júlí, voru þrjár spurningar:
- Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
- En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
- Styður þú ríkisstjórnina?
Heildarúrtaksstærð var 11.331 og þáttökuhlutfall var 48,8 prósent. Vikmörk á fylgi við flokkar eru 0,6-1,4 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.