„Allar fullyrðingar um að við séum að skilja eru ósannar,“ segja hjónin í yfirlýsingu sem þau birtu bæði á Instagram-síðum sínum.
Þrátt fyrir að þau séu ekki að skilja þá hefur undanfarið ár tekið á þau. „Við höfum átt erfitt ár. Það erfiðasta í hjónabandinu okkar,“ segja þau.
„En við elskum og virðum hvort annað gífurlega mikið.“
Þá segja hjónin að hvorugt þeirra hafi gert eitthvað rangt. Þó svo að þau séu í sviðsljósinu þá biðja þau um að fá að vinna sig í gegnum vandamálin í einrúmi.
„Þó svo að það geti verið skemmtilegt að velta steinum þá biðjum við vinsamlegast um að ekki séu gerðar lygasögur um okkur.“