Fyrst var tilkynnt klukkan 15:40 að um einn bíl væri að ræða en ljósmyndir sem náðust af vettvangi benda til þess að tveggja bíla árekstur hafi átt sér stað við umferðareyju á gatnamótunum.
Sjúkrabíll og dælubíll voru sendir á vettvang, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um eðli eða alvarleika óhappsins að svo stöddu en önnur bifreiðin hefur verið flutt af vettvangi.