Íbúar vanir skjálftum en þeir séu alltaf jafn óþægilegir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júlí 2023 11:47 Formaður bæjarstjórnar fylgist vel með gangi mála. Vísir Það er erfitt að venjast sífelldum jarðskjálftum segir formaður Bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Nú sé góður tímapunktur fyrir íbúa að fara yfir öll öryggisatriði sem þurfa að vera í lagi í skjálftahrinu. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum er einn þeirra sem náði að sofa af sér skjálftahrinuna í nótt og líka þann stóra. „Ég heyrði af fólki sem vaknaði við hann og hann var nú víst nokkuð öflugur. Síðan höfum við fundið skjálfta og það var í morgun, við fundum vel fyrir honum og þessum tveimur í morgun.“ En hvernig er tilfinningin að vera í miðjunni á svona hrinu? „Nú, það er ekki hægt að segja annað en að við séum orðin aðeins vön þessu en þetta er alltaf óþægilegt. Við vorum svo alsæl þegar við vorum orðin laus við þessa jarðskjálfta en við sjáum til hvað verður. Það verður að koma í ljós hvað muni gerast. Nú, ef það kæmi gos upp á svipuðum slóðum þá er það nú bara í samræmi við það sem vísindamenn hafa sagt þannig að ég held við þurfum bara að bíða og sjá.“ Íbúar á suðvesturhluta landsins eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við skjálfta og huga sérstaklega að því að munir geti ekki fallið á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur þá einnig varað fólk við bröttum hlíðum á svæðinu vegna mögulegs grjóthruns. „Það er gott að brýna þetta svolítið fyrir fólki vegna þess að það er orðið svo langt síðan síðast. Það er bara um að gera að ganga vel frá öllum hlutum.“ Það sé erfitt að venjast því að stórir skjálftar ríði yfir í sífellu. „Það er erfitt að venjast því en þetta er náttúrulega mjög einstaklingsbundið, sumir kippa sér lítið upp við þetta og aðrir eru mjög hræddir og það er bara skiljanlegt, það er nú bara mannskepnan í raun.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum er einn þeirra sem náði að sofa af sér skjálftahrinuna í nótt og líka þann stóra. „Ég heyrði af fólki sem vaknaði við hann og hann var nú víst nokkuð öflugur. Síðan höfum við fundið skjálfta og það var í morgun, við fundum vel fyrir honum og þessum tveimur í morgun.“ En hvernig er tilfinningin að vera í miðjunni á svona hrinu? „Nú, það er ekki hægt að segja annað en að við séum orðin aðeins vön þessu en þetta er alltaf óþægilegt. Við vorum svo alsæl þegar við vorum orðin laus við þessa jarðskjálfta en við sjáum til hvað verður. Það verður að koma í ljós hvað muni gerast. Nú, ef það kæmi gos upp á svipuðum slóðum þá er það nú bara í samræmi við það sem vísindamenn hafa sagt þannig að ég held við þurfum bara að bíða og sjá.“ Íbúar á suðvesturhluta landsins eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við skjálfta og huga sérstaklega að því að munir geti ekki fallið á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur þá einnig varað fólk við bröttum hlíðum á svæðinu vegna mögulegs grjóthruns. „Það er gott að brýna þetta svolítið fyrir fólki vegna þess að það er orðið svo langt síðan síðast. Það er bara um að gera að ganga vel frá öllum hlutum.“ Það sé erfitt að venjast því að stórir skjálftar ríði yfir í sífellu. „Það er erfitt að venjast því en þetta er náttúrulega mjög einstaklingsbundið, sumir kippa sér lítið upp við þetta og aðrir eru mjög hræddir og það er bara skiljanlegt, það er nú bara mannskepnan í raun.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31
Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08