Aftur mistókst Sante að fá nafni Fríhafnarinnar breytt Eiður Þór Árnason skrifar 5. júlí 2023 13:10 Arnar Sigurðsson, eigandi Sante sem hefur flutt inn og selt vín undir merkjum Santewines. Samsett Fríhöfnin braut ekki gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með notkun sinni á heitunum Duty Free og Fríhöfn í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem tók málið fyrir í annað sinn eftir að áfrýjunarnefnd neytendamála felldi úr gildi eldri samhljóða úrskurð stofnunarinnar. Málið hófst með kvörtun Sante ehf., víninnflytjanda og vínsöluaðila, og ST ehf., sem flytur inn tóbak og selur á netinu. Árið 2021 fóru fyrirtækin fyrst fram á að Neytendastofa myndi stöðva notkun Fríhafnarinnar á heitunum Fríhöfn og Duty Free í ljósi þess að félagið hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem það hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Með þessu hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning. Neytendastofa hafnaði þessari kröfu, meðal annars á grundvelli þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu Skattsins. Taldi Neytendastofa því ekki ástæðu til að aðhafast í málinu. Fríhöfnin þarf ekki að gera neinar breytingar á hugtakanotkun sinni.vísir/vilhelm Taldi Neytendastofu ekki hafa kannað málið nógu vel Sante og ST vísuðu málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem felldi ákvörðunina úr gildi og beindi því til Neytendastofu að taka málið aftur til meðferðar. Byggði niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar á því að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst áður en ákvörðun var tekin í því að því er varði upplýsingagjöf til neytenda um opinberar álögur á vörur úr verslunum fyrirtækisins um það að hvaða leyti opinberar álögur vegna sölu á vörum úr verslunum fyrirtækisins væru frábrugðnar því sem gilti almennt um verslun innanlands. Skýrara en áður að gjöld séu lögð við vöruverð í komuverslun Í nýrri ákvörðun Neytendastofu sem birt er á vef stofnunarinnar segir að neytendur séu upplýstir um áfengis- og tóbaksgjald á vefsíðu Fríhafnarinnar og þá hafi uppsetningu á vefsíðu hennar verið breytt til að endurspegla að hluti áfengis- og tóbaksgjalds sé lagt við vöruverð í komuverslun félagsins. Einnig lítur Neytendastofa ekki svo á að í staðhæfingum um að verslanir Fríhafnarinnar séu duty free og fríhöfn felist að engar opinberar álögur séu lagðar á sölustarfsemi Fríhafnarinnar enda ljóst að orðið fríhöfn eitt og sér sé ekki svo skilyrðislaus staðhæfing. Ekki sé að finna í lögum eða reglugerðum ríkari skyldur á Fríhöfnina til þess að upplýsa um álögur eða gjöld umfram aðrar verslanir. Neytendastofa taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu.vísir/vilhelm Neytendur telji ekki að vörurnar beri engar álögur eða gjöld Neytendastofa segir sömuleiðis að ekki sé lagaskylda til að gera grein fyrir opinberum gjöldum samhliða söluverði að öðru leyti en því að skylt sé að gefa upp endanlegt verð sem inniheldur öll opinber gjöld. Þá sé áfengis- og tóbaksgjald líkt og fyrr segir ekki tollur og þar með séu verslanir Fríhafnarinnar tollfrjálsar í skilningi þess orðs. Að endingu er það álit Neytendastofu að hinn almenni neytandi leggi þann skilning í orðin duty free og fríhöfn að í þannig verslunum sé vöruverð almennt lægra en gengur og gerist en séu ekki endilega óháðar öllum álögum eða gjöldum. Var það því aftur mat Neytendastofu að ekki væri tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu. Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Skattar og tollar Neytendur Verslun Tengdar fréttir Krafa um bann við notkun „fríhafnar“ náði ekki flugi Neytendastofa hafnaði kröfu Sante ehf. og ST ehf. um að Fríhöfninni yrði bannað að nota heitin „Duty Free“ og „Fríhöfn“ í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. 13. október 2021 16:57 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem tók málið fyrir í annað sinn eftir að áfrýjunarnefnd neytendamála felldi úr gildi eldri samhljóða úrskurð stofnunarinnar. Málið hófst með kvörtun Sante ehf., víninnflytjanda og vínsöluaðila, og ST ehf., sem flytur inn tóbak og selur á netinu. Árið 2021 fóru fyrirtækin fyrst fram á að Neytendastofa myndi stöðva notkun Fríhafnarinnar á heitunum Fríhöfn og Duty Free í ljósi þess að félagið hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem það hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Með þessu hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning. Neytendastofa hafnaði þessari kröfu, meðal annars á grundvelli þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu Skattsins. Taldi Neytendastofa því ekki ástæðu til að aðhafast í málinu. Fríhöfnin þarf ekki að gera neinar breytingar á hugtakanotkun sinni.vísir/vilhelm Taldi Neytendastofu ekki hafa kannað málið nógu vel Sante og ST vísuðu málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem felldi ákvörðunina úr gildi og beindi því til Neytendastofu að taka málið aftur til meðferðar. Byggði niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar á því að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst áður en ákvörðun var tekin í því að því er varði upplýsingagjöf til neytenda um opinberar álögur á vörur úr verslunum fyrirtækisins um það að hvaða leyti opinberar álögur vegna sölu á vörum úr verslunum fyrirtækisins væru frábrugðnar því sem gilti almennt um verslun innanlands. Skýrara en áður að gjöld séu lögð við vöruverð í komuverslun Í nýrri ákvörðun Neytendastofu sem birt er á vef stofnunarinnar segir að neytendur séu upplýstir um áfengis- og tóbaksgjald á vefsíðu Fríhafnarinnar og þá hafi uppsetningu á vefsíðu hennar verið breytt til að endurspegla að hluti áfengis- og tóbaksgjalds sé lagt við vöruverð í komuverslun félagsins. Einnig lítur Neytendastofa ekki svo á að í staðhæfingum um að verslanir Fríhafnarinnar séu duty free og fríhöfn felist að engar opinberar álögur séu lagðar á sölustarfsemi Fríhafnarinnar enda ljóst að orðið fríhöfn eitt og sér sé ekki svo skilyrðislaus staðhæfing. Ekki sé að finna í lögum eða reglugerðum ríkari skyldur á Fríhöfnina til þess að upplýsa um álögur eða gjöld umfram aðrar verslanir. Neytendastofa taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu.vísir/vilhelm Neytendur telji ekki að vörurnar beri engar álögur eða gjöld Neytendastofa segir sömuleiðis að ekki sé lagaskylda til að gera grein fyrir opinberum gjöldum samhliða söluverði að öðru leyti en því að skylt sé að gefa upp endanlegt verð sem inniheldur öll opinber gjöld. Þá sé áfengis- og tóbaksgjald líkt og fyrr segir ekki tollur og þar með séu verslanir Fríhafnarinnar tollfrjálsar í skilningi þess orðs. Að endingu er það álit Neytendastofu að hinn almenni neytandi leggi þann skilning í orðin duty free og fríhöfn að í þannig verslunum sé vöruverð almennt lægra en gengur og gerist en séu ekki endilega óháðar öllum álögum eða gjöldum. Var það því aftur mat Neytendastofu að ekki væri tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu.
Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Skattar og tollar Neytendur Verslun Tengdar fréttir Krafa um bann við notkun „fríhafnar“ náði ekki flugi Neytendastofa hafnaði kröfu Sante ehf. og ST ehf. um að Fríhöfninni yrði bannað að nota heitin „Duty Free“ og „Fríhöfn“ í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. 13. október 2021 16:57 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Krafa um bann við notkun „fríhafnar“ náði ekki flugi Neytendastofa hafnaði kröfu Sante ehf. og ST ehf. um að Fríhöfninni yrði bannað að nota heitin „Duty Free“ og „Fríhöfn“ í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. 13. október 2021 16:57