Franska félagið staðfesti fyrr í dag að Christophe Galtier myndi hætta með liðið og nú er ljóst að eftirmaður hans verður Enrique.
BREAKING: PSG have appointed Luis Enrique as head coach on a two-year contract pic.twitter.com/grKumyyr2b
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 5, 2023
Luis Enrique er fyrrum þjálfari Barcelona og spænska landsliðsins. Hann fær nú það krefjandi verkefni að ná langþráður Evrópumeistaratitli í hús í París.
Undir hans stjórn vann Barcelona Meistaradeildina, deildina og spænska bikarinn á hans fyrsta tímabili á Nývangi. Enrique vann spænsku deildina aftur og bikarinn tvisvar til viðbótar áður en hann hætti með Barcelona.
Lionel Messi spilaði undir hans stjórn hjá Barcelona en Argentínumaðurinn hætti hjá liðinu í sumar og fór á frjálsri sölu til Inter Miami í Bandaríkjunum.
Síðasta þjálfarastarf Enrique var með spænska landsliðið á HM í Katar 2022.
PSG varð franskur meistari undir stjórn Galtier en datt úr út sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Bayern München.
PSG hóf viðræður við Julian Nagelsmann en ekkert varð úr þeirri ráðningu.
Official, confirmed. Luis Enrique signs as new Paris Saint-Germain on two year contract. #PSG pic.twitter.com/6InYNJqGrA
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 5, 2023