Bæjarstjórinn sneri úr fríi þegar skjálftahrinan hófst Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. júlí 2023 16:56 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur var nýfarinn í sumarfrí þegar skjálftahrinan hófst á Reykjanesskaga og dreif sig aftur heim. Hann segir tímasetninguna óheppilega þar sem margir viðbragðsaðilar séu í sumarfríi og býst við gosi. „Hljóðið í bæjarbúum er bærilegt, við erum vön þessu áður og það er hásumar þó veðrið sé ekkert sérstakt núna. Það eru að vísu margir í fríi þannig viðbragðið verður kannski ekki alveg það sama,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við fréttastofu. Hann var sjálfur nýfarinn í sumarfrí þegar jarðskjálftahrinan hófst. „Það er ómögulegt að vera í fríi þegar svona kemur upp á, þannig ég dreif mig heim,“ segir Fannar sem telur viðbragðsaðila samt sem áður vel undirbúna undir gos. „Reyndar er þetta ekki góður tími til að ætlast til þess að björgunarsveitir víða á landinu geti mætt til starfa. Það er hásumar og margir í fríi, þannig við höfum smá áhyggjur af því. En þetta verður að koma í ljós.“ Fannar segir ekki ástæðu til að halda íbúafund að svo stöddu en minnir fólk á ganga vel frá lausamunum. „Við eigum að kunna þessi helstu ráð.“ Er fólk jafnvel hætt að kippa sér upp við þetta? „Þeir verða til lengdar þrálátir, svona skjálftar. Sérstaklega þegar fólk er að vakna við þetta á nóttunni. En ég held að það sé nú enginn kvíði í mannskapnum núna. Ég held samt að við séum ekkert að kenna meira á þessu en höfuðborgarbúar.“ Farið verður yfir upplýsingagjöf til ferðamanna hjá viðbragðsaðilum á næstunni og notast við SMS-kerfi líkt og í síðasta gosi. Heldur þú að gos sé að bresta á? „Ég er undir það búinn, já. Þetta er mjög keimlíkt því sem gerðist fyrir ári og sama munstur sem endaði með gosi þannig við getum búist við því.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira
„Hljóðið í bæjarbúum er bærilegt, við erum vön þessu áður og það er hásumar þó veðrið sé ekkert sérstakt núna. Það eru að vísu margir í fríi þannig viðbragðið verður kannski ekki alveg það sama,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við fréttastofu. Hann var sjálfur nýfarinn í sumarfrí þegar jarðskjálftahrinan hófst. „Það er ómögulegt að vera í fríi þegar svona kemur upp á, þannig ég dreif mig heim,“ segir Fannar sem telur viðbragðsaðila samt sem áður vel undirbúna undir gos. „Reyndar er þetta ekki góður tími til að ætlast til þess að björgunarsveitir víða á landinu geti mætt til starfa. Það er hásumar og margir í fríi, þannig við höfum smá áhyggjur af því. En þetta verður að koma í ljós.“ Fannar segir ekki ástæðu til að halda íbúafund að svo stöddu en minnir fólk á ganga vel frá lausamunum. „Við eigum að kunna þessi helstu ráð.“ Er fólk jafnvel hætt að kippa sér upp við þetta? „Þeir verða til lengdar þrálátir, svona skjálftar. Sérstaklega þegar fólk er að vakna við þetta á nóttunni. En ég held að það sé nú enginn kvíði í mannskapnum núna. Ég held samt að við séum ekkert að kenna meira á þessu en höfuðborgarbúar.“ Farið verður yfir upplýsingagjöf til ferðamanna hjá viðbragðsaðilum á næstunni og notast við SMS-kerfi líkt og í síðasta gosi. Heldur þú að gos sé að bresta á? „Ég er undir það búinn, já. Þetta er mjög keimlíkt því sem gerðist fyrir ári og sama munstur sem endaði með gosi þannig við getum búist við því.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira