Skiptastjóri skoði að rifta samningi Helga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 07:36 Helgi Magnússon var stjórnarformaður Torgs. Vísir/Vilhelm Skiptastjóri þrotabús Torgs, sem gaf út Fréttablaðið, er með það til skoðunar hvort ástæða sé til að rifta samningi félagsins við félag Helga Magnússonar, þegar dv.is og aðrar eignir Torgs voru keyptar af félagi í hans eigu. Þetta fullyrðir Morgunblaðið í frétt sinni í kjölfar skiptafunds en eftir birtingu hennar gerði Helgi alvarlegar athugasemdir við þessa fullyrðingu og sagði ekkert hafa komið fram á skiptafundinum í gær um að til greina kæmi að rifta umræduum kaupum frá árinu 2021. Riftunarfrestir eru í flestum tilvikum að hámarki tvö ár en rétt rúm tvö ár liðu frá því Hofgarðar ehf. keyptu dv.is og önnur vörumerki af Torgi áður en Torg hætti starfsemi og óskaði eftir gjaldþrotaskiptum. Helgi Magnússon, eigandi Torgs, átti stærstu almennu kröfuna í þrotabúið, sem nam tæplega milljarði króna. Heildarkröfur í þrotabúið námu um 1,5 milljarði. Í frétt Morgunblaðsins segir að eignir félagsins dugi ekki fyrir samþykktum kröfum skiptastjóra í félagið. Samþykktar kröfur nemi um 235 milljónum króna en eignir Torgs nemi einungis um 100 milljónum. Stór hluti þessara krafna eru launakröfur fyrrverandi starfsmanna Fréttablaðsins og Hringbrautar sem mun þá einungis fá hluta launa sinna greiddan. Launakröfurnar eru forgangskröfur í búið. Ekkert nema forgangskröfur Meðal samþykktra krafna er krafa Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem fer fram á um 8,1 milljón króna en skiptastjóri samþykkti 4,2 milljónir. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sem stýrði sérblöðum fer fram á 6,2 milljónir króna og Björn J. Þorláksson 5,2 milljónir. Skiptastjóri samþykkir kröfur þeirra beggja upp að 4,1 milljón. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri búsins, tók ekki afstöðu til almennra krafna í kröfuskrá. Það bendir til þess að ekki sé gert ráð fyrir því að nokkuð fáist upp í aðrar kröfur en forgangskröfur. Fjallað var um kröfuskrá þrotabúsins um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar svara Helga Magnússonar, eiganda Hofgarða. Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Gjaldþrot Tengdar fréttir Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. 6. júlí 2023 15:08 Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. 2. júlí 2023 14:16 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Þetta fullyrðir Morgunblaðið í frétt sinni í kjölfar skiptafunds en eftir birtingu hennar gerði Helgi alvarlegar athugasemdir við þessa fullyrðingu og sagði ekkert hafa komið fram á skiptafundinum í gær um að til greina kæmi að rifta umræduum kaupum frá árinu 2021. Riftunarfrestir eru í flestum tilvikum að hámarki tvö ár en rétt rúm tvö ár liðu frá því Hofgarðar ehf. keyptu dv.is og önnur vörumerki af Torgi áður en Torg hætti starfsemi og óskaði eftir gjaldþrotaskiptum. Helgi Magnússon, eigandi Torgs, átti stærstu almennu kröfuna í þrotabúið, sem nam tæplega milljarði króna. Heildarkröfur í þrotabúið námu um 1,5 milljarði. Í frétt Morgunblaðsins segir að eignir félagsins dugi ekki fyrir samþykktum kröfum skiptastjóra í félagið. Samþykktar kröfur nemi um 235 milljónum króna en eignir Torgs nemi einungis um 100 milljónum. Stór hluti þessara krafna eru launakröfur fyrrverandi starfsmanna Fréttablaðsins og Hringbrautar sem mun þá einungis fá hluta launa sinna greiddan. Launakröfurnar eru forgangskröfur í búið. Ekkert nema forgangskröfur Meðal samþykktra krafna er krafa Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem fer fram á um 8,1 milljón króna en skiptastjóri samþykkti 4,2 milljónir. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sem stýrði sérblöðum fer fram á 6,2 milljónir króna og Björn J. Þorláksson 5,2 milljónir. Skiptastjóri samþykkir kröfur þeirra beggja upp að 4,1 milljón. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri búsins, tók ekki afstöðu til almennra krafna í kröfuskrá. Það bendir til þess að ekki sé gert ráð fyrir því að nokkuð fáist upp í aðrar kröfur en forgangskröfur. Fjallað var um kröfuskrá þrotabúsins um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar svara Helga Magnússonar, eiganda Hofgarða.
Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Gjaldþrot Tengdar fréttir Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. 6. júlí 2023 15:08 Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. 2. júlí 2023 14:16 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. 6. júlí 2023 15:08
Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. 2. júlí 2023 14:16