„Þær eru ógeðslega skipulagðar“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 16:00 Tahnai Annis skoraði sigurmark Þórs/KA gegn Keflavík. VÍSIR/VILHELM Lið Þórs/KA fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld en liðið situr í 3. sæti Bestu deildarinnar eftir góðan 1-0 útisigur gegn Keflavík í síðasta leik. Akureyringar eru án síns aðalmarkaskorara, Söndru Maríu Jessen, vegna meiðsla en hafa nú fengið tíu af tólf mögulegum stigum í síðustu fjórum leikjum. Mark frá Tahnai Annis dugði gegn Keflavík enda virðist varnarleikur liðsins, eftir að þjálfarinn Jóhann Kristinn Gunnarsson tók á ný við liðinu, afar traustur. „Þær gerðu þetta mjög vel. Þær voru mjög agaðar og þéttar, línurnar þéttar saman hjá þeim, og Keflavík átti mjög erfitt með að búa sér til opin og góð færi,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir í Bestu mörkunum. „Mér hefur fundist Jóa takast þetta mjög vel með Þór/KA. Þær eru ógeðslega skipulagðar varnarlega,“ skaut Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, inn í áður en Sonný bætti við: „Þær eru líka svo skynsamar. Þær vita alveg hvenær þær eiga að fara í pressu og hvenær þær eiga að bíða. Þær eru ekkert að hlaupa út úr stöðum.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Þór/KA Margrét Lára Viðarsdóttir velti upp þeirri spurningu hvort að lið Þórs/KA væri ekki einfaldlega búið að koma liða mest á óvart í sumar, einu stigi á eftir toppliðunum sem reyndar eiga leik til góða. „Þær vita sín takmörk og hlutverk rosalega vel. Þeim líður vel í þessum hlutverkum sínum. Þeim líður vel þegar staðan er 0-0, eða þegar þær eru einu marki undir. Það er ekkert fát á þeim. Þær missa ekkert hausinn þó að þær byrji illa, eins og gegn Stjörnunni í síðasta leik, þar sem þær lenda 3-0 undir á heimavelli en koma til baka. Þær eru fókuseraðar á sjálfar sig, sína vegferð og að bæta sig sem lið. Það finnst mér ótrúlega gaman að sjá,“ sagði Margrét Lára. Jóhann Kristinn Gunnarsson gerði Þór/KA að Íslandsmeistara árið 2012 og er nú tekinn við liðinu að nýju, með góðum árangri.VÍSIR/VILHELM Næsti leikur Þórs/KA er gegn ÍBV á sunnudaginn en svo tekur við hlé í deildinni. „Þær geta verið í 3. sæti mögulega þegar við förum í þessa þriggja vikna pásu. Við tölum um að gengi Selfoss og mögulega Stjörnunnar hafi komið okkur á óvart, en er ekki bara gengi Þórs/KA að koma flestum mest á óvart, fyrir utan Þórs/KA-liðið?“ spurði Margrét en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Bestu mörkin Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Akureyringar eru án síns aðalmarkaskorara, Söndru Maríu Jessen, vegna meiðsla en hafa nú fengið tíu af tólf mögulegum stigum í síðustu fjórum leikjum. Mark frá Tahnai Annis dugði gegn Keflavík enda virðist varnarleikur liðsins, eftir að þjálfarinn Jóhann Kristinn Gunnarsson tók á ný við liðinu, afar traustur. „Þær gerðu þetta mjög vel. Þær voru mjög agaðar og þéttar, línurnar þéttar saman hjá þeim, og Keflavík átti mjög erfitt með að búa sér til opin og góð færi,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir í Bestu mörkunum. „Mér hefur fundist Jóa takast þetta mjög vel með Þór/KA. Þær eru ógeðslega skipulagðar varnarlega,“ skaut Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, inn í áður en Sonný bætti við: „Þær eru líka svo skynsamar. Þær vita alveg hvenær þær eiga að fara í pressu og hvenær þær eiga að bíða. Þær eru ekkert að hlaupa út úr stöðum.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Þór/KA Margrét Lára Viðarsdóttir velti upp þeirri spurningu hvort að lið Þórs/KA væri ekki einfaldlega búið að koma liða mest á óvart í sumar, einu stigi á eftir toppliðunum sem reyndar eiga leik til góða. „Þær vita sín takmörk og hlutverk rosalega vel. Þeim líður vel í þessum hlutverkum sínum. Þeim líður vel þegar staðan er 0-0, eða þegar þær eru einu marki undir. Það er ekkert fát á þeim. Þær missa ekkert hausinn þó að þær byrji illa, eins og gegn Stjörnunni í síðasta leik, þar sem þær lenda 3-0 undir á heimavelli en koma til baka. Þær eru fókuseraðar á sjálfar sig, sína vegferð og að bæta sig sem lið. Það finnst mér ótrúlega gaman að sjá,“ sagði Margrét Lára. Jóhann Kristinn Gunnarsson gerði Þór/KA að Íslandsmeistara árið 2012 og er nú tekinn við liðinu að nýju, með góðum árangri.VÍSIR/VILHELM Næsti leikur Þórs/KA er gegn ÍBV á sunnudaginn en svo tekur við hlé í deildinni. „Þær geta verið í 3. sæti mögulega þegar við förum í þessa þriggja vikna pásu. Við tölum um að gengi Selfoss og mögulega Stjörnunnar hafi komið okkur á óvart, en er ekki bara gengi Þórs/KA að koma flestum mest á óvart, fyrir utan Þórs/KA-liðið?“ spurði Margrét en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Bestu mörkin Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira