„Þetta er blaut tuska í andlitið“ Íris Hauksdóttir skrifar 6. júlí 2023 17:01 Unnur Eggertsdóttir fór með hlutverk í myndinni sem tekin hefur verið úr sýningu einungis 48 dögum eftir frumsýningu. Kvikmyndin Crater var frumsýnd þann 12.maí síðastliðinn en hefur nú verið tekin úr sýningum vegna lítils áhorfs. Myndin sem var í eigu Disney+ og sýnd þar við litlar undirtektir en ástæðuna má rekja til skorts á auglýsingum. Unnur Eggertsdóttir fór með hlutverk í myndinni og segir þetta eins og blauta tusku í andlit fólksins sem starfaði við myndina. „Þetta átti að verða næsta stóra fjölskyldubíómyndin fyrir Disney,“ segir Unnur í samtali við blaðakonu. „Hún gerist í geimnum og var mjög dýr í framleiðslu. Mér skylst að hún hafi kostað rúmlega 53 milljónir Bandaríkjadala og var því gríðarlega stórt verkefni. Hún fór beint inn á Disney+ en fyrirtækið ákvað að spara allan auglýsingakostnað svo eðlilega fékk hún ekki það áhorf sem hún hefði átt skilið. Eftir tæpa tvo mánuði var hún því fjarlægð af streymisveitunni. Henni var hreinlega hent í ruslið.“ Upplifir versta dag lífs síns Hluti myndarinnar var tekin upp á Íslandi en þau McKenna sem flestir þekkja sem Grace í The Handmaid´s Tale og rapparinn Kid Cudi voru meðal þeirra sem léku í myndinni. Unnur heyrði sjálf í leikstjóranum Kyle Patrick Alvarez sem sagðist vera miður sín. Leikstjóri myndarinnar Kyle Patrick Alvarez „Hann sagðist vera að upplifa versta dag lífs síns. Honum var bara tilkynnt þetta samdægurs. Vanvirðingin er svakaleg og rennandi blaut tuska í andlitið á fólkinu sem kom að gerð myndarinnar. Margra ára vinnu þess er bara hent í ruslið. Þetta er en ein birtingamynd þess að stóru framleiðslufyrirtækjunum er slétt sama um listamennina.“ Afskrifa verkefnið til að komast undan skatti Unnur segir ástæðuna ekki aðeins dræmu áhorfi að kenna, málið sé flóknara en það. „Disney tók ákvörðun um að leggja ekkert fjármagn í markaðssetningu myndarinnar sem reitti marga sem unnu að myndinni til reiði. Kvikmyndin Crater fékk aðeins 48 daga í sýningu. Það er gjörsamlega galið að eyða tugum milljóna í að taka upp mynd en týma svo ekki að splæsa í nokkrar Facebook auglýsingar og leyfa myndinni ekki að sitja inni í meira en 48 daga svo hún geti fundið sér 'organic' áhorfendur. En með því að taka myndina úr sýningu getur fyrirtækið afskrifað verkefnið til skatts (tax break). Margra ára vinnu hent í ruslið Listamenn hér úti fá greidd sýningargjöld eftir því hvort myndin er sýnd eða seld áfram. Með því að taka myndina 100% úr sýningu sleppir Disney við að borga listamönnum þessi gjöld. Tapið fyrir mig persónulega er ekki mikið enda vann ég bara að myndinni í nokkra daga en fyrir leikstjórann er þetta eins og að henda mörgum árum í ruslið.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira
„Þetta átti að verða næsta stóra fjölskyldubíómyndin fyrir Disney,“ segir Unnur í samtali við blaðakonu. „Hún gerist í geimnum og var mjög dýr í framleiðslu. Mér skylst að hún hafi kostað rúmlega 53 milljónir Bandaríkjadala og var því gríðarlega stórt verkefni. Hún fór beint inn á Disney+ en fyrirtækið ákvað að spara allan auglýsingakostnað svo eðlilega fékk hún ekki það áhorf sem hún hefði átt skilið. Eftir tæpa tvo mánuði var hún því fjarlægð af streymisveitunni. Henni var hreinlega hent í ruslið.“ Upplifir versta dag lífs síns Hluti myndarinnar var tekin upp á Íslandi en þau McKenna sem flestir þekkja sem Grace í The Handmaid´s Tale og rapparinn Kid Cudi voru meðal þeirra sem léku í myndinni. Unnur heyrði sjálf í leikstjóranum Kyle Patrick Alvarez sem sagðist vera miður sín. Leikstjóri myndarinnar Kyle Patrick Alvarez „Hann sagðist vera að upplifa versta dag lífs síns. Honum var bara tilkynnt þetta samdægurs. Vanvirðingin er svakaleg og rennandi blaut tuska í andlitið á fólkinu sem kom að gerð myndarinnar. Margra ára vinnu þess er bara hent í ruslið. Þetta er en ein birtingamynd þess að stóru framleiðslufyrirtækjunum er slétt sama um listamennina.“ Afskrifa verkefnið til að komast undan skatti Unnur segir ástæðuna ekki aðeins dræmu áhorfi að kenna, málið sé flóknara en það. „Disney tók ákvörðun um að leggja ekkert fjármagn í markaðssetningu myndarinnar sem reitti marga sem unnu að myndinni til reiði. Kvikmyndin Crater fékk aðeins 48 daga í sýningu. Það er gjörsamlega galið að eyða tugum milljóna í að taka upp mynd en týma svo ekki að splæsa í nokkrar Facebook auglýsingar og leyfa myndinni ekki að sitja inni í meira en 48 daga svo hún geti fundið sér 'organic' áhorfendur. En með því að taka myndina úr sýningu getur fyrirtækið afskrifað verkefnið til skatts (tax break). Margra ára vinnu hent í ruslið Listamenn hér úti fá greidd sýningargjöld eftir því hvort myndin er sýnd eða seld áfram. Með því að taka myndina 100% úr sýningu sleppir Disney við að borga listamönnum þessi gjöld. Tapið fyrir mig persónulega er ekki mikið enda vann ég bara að myndinni í nokkra daga en fyrir leikstjórann er þetta eins og að henda mörgum árum í ruslið.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira