„Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2023 06:46 Forstjóri Pure North segir byggð hafa breyst hratt í kringum endurvinnsluna undanfarin ár. Vísir Bæjarráð Hveragerðisbæjar harmar upplifun íbúa í Hveragerði sem hafa kvartað til ráðsins vegna lyktmengunar og plastsalla sem sagður er berast frá endurvinnslufyrirtækinu Pure North. Forstjóri endurvinnslunnar segir fyrirtækið eiga í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og leiti sífellt leiða til að bæta starfsemi sína. Í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis frá því í vikunni er Geir Sveinssyni bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Pure North vegna málsins. Tilefnið er bréf frá Bifreiðaverkstæði Jóhanns ehf. til bæjarráðsins. Hefur gluggann lokaðan Í bréfinu kemur fram að plastbrunalykt frá Pure North angri bifvélavirkjana mjög í nágrenni endurvinnslustöðvarinnar að Sunnumörk 4. Á lygnum dögum í ákveðinni vindátt eru þeir komnir með hausverk og ónot seinni hluta dags. Þeir spyrja hvað bæjaryfirvöld ætla að gera og hvort fyrirtækið sé með leyfi fyrir slíkri mengun. „Erum klárlega ekki að njóta dagsins sem er algerlega óboðlegt. Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu,“ skrifar bifvélavirkinn. Hann kveðst hafa verið í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna málsins. Þar hafi hann fengið þau svör að margar kvartanir hafi borist vegna lyktarmengunar í hverfinu. Hefur hann eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra eftirlitsins, að hún viti af plast salla sem leggist yfir hverfið. Hún hafi bent þeim á að vísa erindinu til Hveragerðisbæjar. „Búið að fara nokkrar heimsóknir en ekkert hefur breyst. Hún segir klárt að ég eigi ekki að verða fyrir ónotum og finna plast brunalykt. Að auki segir sigrún að það sé ekkert víst að þetta sé heilsuspillandi og geti tæplega lokað fyrirtæki með svo mörgum starfsmönnum. Undarlegt álit þykir mér.“ Þá segir hann kunningja sinn og fyrirtækjaeiganda að Mánamörk í Hveragerði ekki geta haft glugga opna á norðurhlið vegna plast salla í lofti, brunalyktar og ýldulyktar. Sigurður Halldórsson segir Pure North gera sitt besta til að verða við slíkum ábendingum.Vísir/Vilhelm Vill gera betur Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, segir í samtali við Vísi, að slíkar kvartanir komi reglulega upp. Bæjarstjóri eigi enn eftir að ræða við sig en Sigurður segir fyrirtækið vilja vinna með yfirvöldum. Lykt sé hluti af starfseminni „Við höfum ekki heyrt af þessum tilteknu kvörtunum en við höfum átt í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í gegnum árin og munum gera það áfram. Við erum alltaf að leita leiða til að gera betur og starfsemi okkar er í stöðugri þróun.“ Sigurður segir að fyrirtækið hafi brugðist við slíkum ábendingum af festu. Til mikils sé að vinna með því að endurvinna frekar hér heima en erlendis. Pure North hafi meðal annars gert athugasemdir við að íbúabyggð yrði byggð í nágrenni við iðnaðarhverfið að Sunnumörk á sínum tíma, en ekki hafi verið hlustað á það. „Þegar við hefjum starfsemi árið 2008 þá erum við í rauninni úti í sveit. Síðan þá hefur orðið heilmikil uppbygging í kring sem getur verið erfitt.“ Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis frá því í vikunni er Geir Sveinssyni bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Pure North vegna málsins. Tilefnið er bréf frá Bifreiðaverkstæði Jóhanns ehf. til bæjarráðsins. Hefur gluggann lokaðan Í bréfinu kemur fram að plastbrunalykt frá Pure North angri bifvélavirkjana mjög í nágrenni endurvinnslustöðvarinnar að Sunnumörk 4. Á lygnum dögum í ákveðinni vindátt eru þeir komnir með hausverk og ónot seinni hluta dags. Þeir spyrja hvað bæjaryfirvöld ætla að gera og hvort fyrirtækið sé með leyfi fyrir slíkri mengun. „Erum klárlega ekki að njóta dagsins sem er algerlega óboðlegt. Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu,“ skrifar bifvélavirkinn. Hann kveðst hafa verið í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna málsins. Þar hafi hann fengið þau svör að margar kvartanir hafi borist vegna lyktarmengunar í hverfinu. Hefur hann eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra eftirlitsins, að hún viti af plast salla sem leggist yfir hverfið. Hún hafi bent þeim á að vísa erindinu til Hveragerðisbæjar. „Búið að fara nokkrar heimsóknir en ekkert hefur breyst. Hún segir klárt að ég eigi ekki að verða fyrir ónotum og finna plast brunalykt. Að auki segir sigrún að það sé ekkert víst að þetta sé heilsuspillandi og geti tæplega lokað fyrirtæki með svo mörgum starfsmönnum. Undarlegt álit þykir mér.“ Þá segir hann kunningja sinn og fyrirtækjaeiganda að Mánamörk í Hveragerði ekki geta haft glugga opna á norðurhlið vegna plast salla í lofti, brunalyktar og ýldulyktar. Sigurður Halldórsson segir Pure North gera sitt besta til að verða við slíkum ábendingum.Vísir/Vilhelm Vill gera betur Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, segir í samtali við Vísi, að slíkar kvartanir komi reglulega upp. Bæjarstjóri eigi enn eftir að ræða við sig en Sigurður segir fyrirtækið vilja vinna með yfirvöldum. Lykt sé hluti af starfseminni „Við höfum ekki heyrt af þessum tilteknu kvörtunum en við höfum átt í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í gegnum árin og munum gera það áfram. Við erum alltaf að leita leiða til að gera betur og starfsemi okkar er í stöðugri þróun.“ Sigurður segir að fyrirtækið hafi brugðist við slíkum ábendingum af festu. Til mikils sé að vinna með því að endurvinna frekar hér heima en erlendis. Pure North hafi meðal annars gert athugasemdir við að íbúabyggð yrði byggð í nágrenni við iðnaðarhverfið að Sunnumörk á sínum tíma, en ekki hafi verið hlustað á það. „Þegar við hefjum starfsemi árið 2008 þá erum við í rauninni úti í sveit. Síðan þá hefur orðið heilmikil uppbygging í kring sem getur verið erfitt.“
Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira