Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júlí 2023 08:20 Kerecis Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt tilkynningu frá Coloplast, sem framleiðir lækningavörur, verða kaupin fjármögnuð með útgáfu nýs hlutfjár. Hlutabréf Coloplast hafa lækkað um 4,8 prósent í morgun. Í tilkynningu frá Kerecis kemur fram að fyrirtækið verði sjálfstæð rekstrareining innan Coloplast, með óbreytt nafn, skipulag og sömu stjórnendur. Þá munu umsvif fyrirtækisins aukast og störfum fjölga á Ísafirði. Með kaupunum munu opnast markaðir fyrir Kerecis í 140 löndum, samkvæmt tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að yfirtökutilboð lægi fyrir í Kerecis, sem boðaði til fundar á Ísafirði í morgun. Kerecis, sem framleiðir sáraroð til meðferðar gegn brunasárum og öðrum þrálátum sárum, var stofnað af Fertram Sigurjónssyni árið 2007 en fékk heitið Kerecis árið 2009. „Minn draumur með stofnun Kerecis var tvíþættur – að þróa aðferðir til að fækka aflimunum og græða sár, samhliða því að efla atvinnuþróun á Vestfjörðum. Hvoru tveggja hefur tekist og þessi samningur er sögulegur, þar sem vestfirskt sprotafyrirtæki er orðið eitt verðmætasta félag Íslandssögunnar. Sáraroðið hefur gert stórkostlegt gagn í Bandaríkjunum og nú munu margfalt fleiri sjúklingar fá tækifæri til að nota vöruna um heim allan, auk þess sem framleiðsluumsvif á Ísafirði aukast. Þannig hefur draumurinn ræst,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningunni frá Kerecis. Fyrirtækin eigi margt sameiginlegt. „Bæði félögin eru norræn í grunninn og stofnuð til að lækna fólk með erfiða sjúkdóma og auka lífsgæði þess. Við deilum bæði gildum og framtíðarsýn, en vegum hvort annað upp með ólíku vöruframboði og markaðssvæðum. Saman myndum við sterka heild. Ég er afar bjartsýnn á framhaldið.“ Í tilkynningunni frá Coloplast segir að í kaupunum á Kerecis felist spennandi tækifæri til að styrkja stöðu Coloplast á ört vaxandi markaði. Kaupin muni koma niður á tekjum fyrirtækisins til skemmri tíma en búast megi við auknum vexti frá 2026 eða 2027. Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Ísafjarðarbær Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Coloplast, sem framleiðir lækningavörur, verða kaupin fjármögnuð með útgáfu nýs hlutfjár. Hlutabréf Coloplast hafa lækkað um 4,8 prósent í morgun. Í tilkynningu frá Kerecis kemur fram að fyrirtækið verði sjálfstæð rekstrareining innan Coloplast, með óbreytt nafn, skipulag og sömu stjórnendur. Þá munu umsvif fyrirtækisins aukast og störfum fjölga á Ísafirði. Með kaupunum munu opnast markaðir fyrir Kerecis í 140 löndum, samkvæmt tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að yfirtökutilboð lægi fyrir í Kerecis, sem boðaði til fundar á Ísafirði í morgun. Kerecis, sem framleiðir sáraroð til meðferðar gegn brunasárum og öðrum þrálátum sárum, var stofnað af Fertram Sigurjónssyni árið 2007 en fékk heitið Kerecis árið 2009. „Minn draumur með stofnun Kerecis var tvíþættur – að þróa aðferðir til að fækka aflimunum og græða sár, samhliða því að efla atvinnuþróun á Vestfjörðum. Hvoru tveggja hefur tekist og þessi samningur er sögulegur, þar sem vestfirskt sprotafyrirtæki er orðið eitt verðmætasta félag Íslandssögunnar. Sáraroðið hefur gert stórkostlegt gagn í Bandaríkjunum og nú munu margfalt fleiri sjúklingar fá tækifæri til að nota vöruna um heim allan, auk þess sem framleiðsluumsvif á Ísafirði aukast. Þannig hefur draumurinn ræst,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningunni frá Kerecis. Fyrirtækin eigi margt sameiginlegt. „Bæði félögin eru norræn í grunninn og stofnuð til að lækna fólk með erfiða sjúkdóma og auka lífsgæði þess. Við deilum bæði gildum og framtíðarsýn, en vegum hvort annað upp með ólíku vöruframboði og markaðssvæðum. Saman myndum við sterka heild. Ég er afar bjartsýnn á framhaldið.“ Í tilkynningunni frá Coloplast segir að í kaupunum á Kerecis felist spennandi tækifæri til að styrkja stöðu Coloplast á ört vaxandi markaði. Kaupin muni koma niður á tekjum fyrirtækisins til skemmri tíma en búast megi við auknum vexti frá 2026 eða 2027.
Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Ísafjarðarbær Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira