Þetta kemur fram í skriflegu svari Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, til Vísis. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag og var í dómi einnig viðurkennd skylda Kópavogsbæjar til að greiða skaðabætur vegna tapaðra árlegra leigutekna af þrjú hundruð lóðum undir sérbýli í landi Vatnsenda.
Deilurnar hafa staðið yfir í rúmlega fimmtíu ár og hafa leitt af sér fjöldan allan af dómum, þar af marga sem taldir eru meðal þeirra mikilvægustu í íslenskum eignarrétti. Vatnsendajörðin náði upphaflega yfir gríðarlegt landflæmi á höfuðborgarsvæðinu, eða allt frá Seltjarnarnesi upp að Bláfjöllum.
Varúðarfærslur undanfarin ár vegna málsins
„Við munum gefa okkur næstu daga í að rýna dóminn og fara yfir forsendur hans,“ skrifar Ásdís í svari sínu til Vísis.
Spurð hvort að dómurinn komi til með að hafa áhrif á rekstur bæjarins, þar sem um afar háa upphæð sé að ræða, segir Ásdís að bærinn hafi undanfarin ár hafa verið með varúðarfærslur vegna málsins í bókum bæjarins.
„Og því hefur þessi niðurstaða ekki áhrif á rekstur og óveruleg áhrif á efnahag.“