„Ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur“ Máni Snær Þorláksson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. júlí 2023 21:05 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að almenningur tapi á uppgjöri Lindarhvols. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir leyndina við uppgjör Lindarhvols hafa hvatt hann til að halda málinu á lofti. Hann segir ljóst að það sé almenningur sem tapi ef ekkert verður aðhafst í málinu. Mikið hefur verið fjallað um Lindarhvol síðan þingmaður Pírata birti greinargerð setts ríkisendurskoðana um félagið í gær. Fyrir það hafði mikil leynd hvílt yfir skýrslunni og rifist var um hvort það ætti að birta hana eða ekki. Það var einmitt þessi leynd sem hvatti Þorstein til að fylgja málinu eftir. „Ég er tortrygginn maður að eðlisfari og ég var alveg sannfærður um það að það leyndist þarna fiskur undir steini,“ segir Þorsteinn í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var líka alveg sannfærður um það að það væri ekki hægt að afgreiða 2020 skýrsluna án þess að hafa greinargerð Sigurðar til hliðsjónar. Ég held að útkoma hennar núna hafi einmitt staðfest þetta.“ Ríkissjóður verði fyrir fjártjóni Þorsteinn fer yfir það sem vekur athygli hans í greinargerðinni sem birt var í gær. „Það er það að við upphaf Lindarhvols voru settar starfsreglur, siðareglur. Þær hafa allar verið þverbrotnar, virðist vera eftir því sem hér kemur fram.“ Fögur fyrirheit hafi því brugðist að mati Þorsteins. „Við erum með nýlegt dæmi um Íslandsbanka þar sem allt brást líka,“ segir hann. „Það er nákvæmlega eins og hér nema hér verður ríkissjóður fyrir fjártjóni, það er alveg klárt. Hann verður fyrir fjártjóni vegna þess að það er verið að selja eignir undir verði.“ Almenningur sé að tapa Þorsteinn segir að greinargerðin segi honum að það þurfi að taka málið upp. Skoða þurfi hverja sölu sem þar fór fram. „Það er alveg klárt mál,“ segir hann. „Það er ekkert mat gert á þessum eignum af hálfu Lindarhvols sjálfs sem þeir fara svo að selja. Þeir taka hrátt mat annars staðar frá, sem er frá núll upp í þrjátíu milljarða, eftir því hvað þú ert að selja.“ Þá segir Þorsteinn að í sumum tilfellum hafi verð verið lækkað til þess að það væri auðveldara að ná því. „Svo segja menn að þetta sé stórglæsileg niðurstaða, af því það kemur einhver plús tala.“ Hver er það sem græðir á þessu? „Ég ætla ekki að fjölyrða um það hver græðir á þessu. En ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur. Það er verið að selja hans eignir þarna, hans eigur. Það erum við sem töpum á þessu ef þetta verður látið óhreyft.“ Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um Lindarhvol síðan þingmaður Pírata birti greinargerð setts ríkisendurskoðana um félagið í gær. Fyrir það hafði mikil leynd hvílt yfir skýrslunni og rifist var um hvort það ætti að birta hana eða ekki. Það var einmitt þessi leynd sem hvatti Þorstein til að fylgja málinu eftir. „Ég er tortrygginn maður að eðlisfari og ég var alveg sannfærður um það að það leyndist þarna fiskur undir steini,“ segir Þorsteinn í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var líka alveg sannfærður um það að það væri ekki hægt að afgreiða 2020 skýrsluna án þess að hafa greinargerð Sigurðar til hliðsjónar. Ég held að útkoma hennar núna hafi einmitt staðfest þetta.“ Ríkissjóður verði fyrir fjártjóni Þorsteinn fer yfir það sem vekur athygli hans í greinargerðinni sem birt var í gær. „Það er það að við upphaf Lindarhvols voru settar starfsreglur, siðareglur. Þær hafa allar verið þverbrotnar, virðist vera eftir því sem hér kemur fram.“ Fögur fyrirheit hafi því brugðist að mati Þorsteins. „Við erum með nýlegt dæmi um Íslandsbanka þar sem allt brást líka,“ segir hann. „Það er nákvæmlega eins og hér nema hér verður ríkissjóður fyrir fjártjóni, það er alveg klárt. Hann verður fyrir fjártjóni vegna þess að það er verið að selja eignir undir verði.“ Almenningur sé að tapa Þorsteinn segir að greinargerðin segi honum að það þurfi að taka málið upp. Skoða þurfi hverja sölu sem þar fór fram. „Það er alveg klárt mál,“ segir hann. „Það er ekkert mat gert á þessum eignum af hálfu Lindarhvols sjálfs sem þeir fara svo að selja. Þeir taka hrátt mat annars staðar frá, sem er frá núll upp í þrjátíu milljarða, eftir því hvað þú ert að selja.“ Þá segir Þorsteinn að í sumum tilfellum hafi verð verið lækkað til þess að það væri auðveldara að ná því. „Svo segja menn að þetta sé stórglæsileg niðurstaða, af því það kemur einhver plús tala.“ Hver er það sem græðir á þessu? „Ég ætla ekki að fjölyrða um það hver græðir á þessu. En ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur. Það er verið að selja hans eignir þarna, hans eigur. Það erum við sem töpum á þessu ef þetta verður látið óhreyft.“
Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira