Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2023 08:01 Bruce Mwape hefur stýrt Sambíu frá árinu 2018. Tim Clayton/Getty Images Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Frá þessu er greint á The Guardian. Þar segir að FAZ, Knattspyrnusamband Sambíu, hafi beðið FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, um aðstoð vegna málsins. Einnig segir að áskanirnar á hendur Mwape séu komnar á borð FIFA. Þá er Kaluba Kangwa, þjálfari U-17 ára landsliðs stúlkna, einnig undir rannsókn. Það var í maí árið 2018 sem Mwape tók við sem landsliðsþjálfari kvenna hjá Sambíu. Tókst honum að koma liðinu á HM í fyrsta skipti í sögu þess. Knattspyrnusamband Sambíu bað FIFA um aðstoð vegna málsins í september á síðasta ári. Sambandið taldi kynferðislega misnotkun hafa átt sér stað innan raða þess og vildi aðstoð FIFA, sem og lögreglunnar í landinu, við að rannsaka málið. Mwape og Kangwa voru meðal þeirra starfsmanna sem voru rannsakaðir. Zambia women s football team head coach Bruce Mwape accused of sexual misconduct. Story by @ed_aarons and @Romain_Molina https://t.co/GaZrhLiaUG— Guardian sport (@guardian_sport) July 8, 2023 „Ef Mwape vill sofa hjá þér verður þú að segja já. Það er talið eðlilegt að þjálfarinn sofi hjá leikmönnum liðsins,“ sagði ónefndur leikmaður Sambíu í viðtali við The Guardian. Þá segir heimildarmaður The Guardian að leikmenn séu hræddar við að segja frá þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Sambandið hafi svo horft í hina áttina þar sem úrslit liðsins hafi verið góð. Mwape vildi ekki svara fyrirspurn The Guardian og benti á fjölmiðlafulltrúa sambandsins. Sá vitnaði í yfirlýsingu sambandsins frá því á síðasta ári þar sem sagt var að rannsókn færi fram. Þar sagði að sambandið tæki ásökunum af þessum toga alvarlega og að FIFA sem og lögreglan ynnu að rannsókn málsins. Sambía, ein af fjórum Afríkuþjóðum á HM, leikur í C-riðli ásamt Spáni, Kosta Ríka og Japan. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira
Frá þessu er greint á The Guardian. Þar segir að FAZ, Knattspyrnusamband Sambíu, hafi beðið FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, um aðstoð vegna málsins. Einnig segir að áskanirnar á hendur Mwape séu komnar á borð FIFA. Þá er Kaluba Kangwa, þjálfari U-17 ára landsliðs stúlkna, einnig undir rannsókn. Það var í maí árið 2018 sem Mwape tók við sem landsliðsþjálfari kvenna hjá Sambíu. Tókst honum að koma liðinu á HM í fyrsta skipti í sögu þess. Knattspyrnusamband Sambíu bað FIFA um aðstoð vegna málsins í september á síðasta ári. Sambandið taldi kynferðislega misnotkun hafa átt sér stað innan raða þess og vildi aðstoð FIFA, sem og lögreglunnar í landinu, við að rannsaka málið. Mwape og Kangwa voru meðal þeirra starfsmanna sem voru rannsakaðir. Zambia women s football team head coach Bruce Mwape accused of sexual misconduct. Story by @ed_aarons and @Romain_Molina https://t.co/GaZrhLiaUG— Guardian sport (@guardian_sport) July 8, 2023 „Ef Mwape vill sofa hjá þér verður þú að segja já. Það er talið eðlilegt að þjálfarinn sofi hjá leikmönnum liðsins,“ sagði ónefndur leikmaður Sambíu í viðtali við The Guardian. Þá segir heimildarmaður The Guardian að leikmenn séu hræddar við að segja frá þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Sambandið hafi svo horft í hina áttina þar sem úrslit liðsins hafi verið góð. Mwape vildi ekki svara fyrirspurn The Guardian og benti á fjölmiðlafulltrúa sambandsins. Sá vitnaði í yfirlýsingu sambandsins frá því á síðasta ári þar sem sagt var að rannsókn færi fram. Þar sagði að sambandið tæki ásökunum af þessum toga alvarlega og að FIFA sem og lögreglan ynnu að rannsókn málsins. Sambía, ein af fjórum Afríkuþjóðum á HM, leikur í C-riðli ásamt Spáni, Kosta Ríka og Japan.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira