Hinn 24 ára gamli Mbappé fór í viðtal á dögunum þar sem hann sagði París Saint-Germain vera félag sem laðar að sér slúður og elur á sundrung. Framherjinn ræddi einnig frammistöðu liðsins í Meistaradeild Evrópu og sagði að þeir sem „byggðu liðið“ hefðu svörin við þeim spurningum. PSG féll úr leik eftir 3-0 tap samanlagt gegn Bayern München í 16-liða úrslitum.
Six Paris Saint-Germain players have complained to club president Nasser Al Khelaifi following comments made in an interview by Kylian Mbappe.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 8, 2023
More from @peterrutzler https://t.co/I2fZxMfcvG
Þetta eru hvorki leikmenn né stuðningsfólk félagsins ánægt með. Alls hafa sex leikmenn kvartað til forseta félagsins, Nasser Al-Khelaifi, og þá hefur stuðningsfólk PSG látið Mbappé hafa það á samfélagsmiðlum.
Franski framherjinn hefur einnig sagt að hann muni spila fyrir PSG þangað til samningur hans sumarið 2024 rennur út en félagið hefur engan áhuga á að missa hann frítt.
PSG mætir með mikið breytt lið til leiks á næstu leiktíð en Luis Enrique er tekinn við stjórnartaumunum af Christophe Galtier sem stýrði því aðeins í eina leiktíð. Nokkrir leikmenn, þar á meðal Lionel Messi, hafa horfið á braut á meðan nýir eru komnir inn.
BREAKING: Six PSG players have contacted the president of the club to complain about comment's about the club, made by Kylian Mbappé in an interview with France Football Magazine. pic.twitter.com/xoeUKqsf8e
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2023
Milan Škriniar, Marco Asensio og Manuel Ugarte hafa allir gengið til liðs við félagið á meðan þeir Lucas Hernandez og Kang-in Lee eru við það að ganga frá samningum. Stóra spurningin er nú hvort Mbappé muni leiða línuna þegar tímabilið hefst eður ei.