„Voru örugglega búnir að fá sér nokkra Pimm´s“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 13:31 Victoria Azarenka glottir um leið og hún gengur af velli eftir tapið um helgina. Vísir/Getty Tenniskonan Victoria Azarenka frá Belarús tapaði fyrir hinni úkraínsku Elina Svitolina á Wimbledon mótinu í tennis í gær. Áhorfendur bauluðu á Azarenka þegar hún gekk af velli eftir leik. Wimbledon mótið í tennis er í fullum gangi þessa dagana og í gær fór fram fyrsta viðureign leikmanns frá Úkraínu og leikmanns frá Rússlandi eða Belarús síðan leikbann þeirra síðarnefndu á mótinu féll úr gildi. Tennisfólk frá þessum tveimur þjóðum fengu ekki að taka þátt á mótinu í fyrra. Áhorfendur studdu vel við bakið á hinni úkraínsku Elina Svitolina allan leikinn sem vann að lokum 2-1 sigur gegn Victoria Azarenka eftir frábæran leik þar sem upphækkun þurfti til að knýja fram úrslit í oddasettinu. Á opna franska mótinu á dögunum var baulað á hina úkraínsku Svitolina fyrir að neita að taka í höndina á tennisfólki frá Belarús og Rússlandi en í þetta skiptið var það Azarenka sem hlaut óblíðar móttökur áhorfenda. „Ég stjórna ekki áhorfendum. Ég er ekki viss um að margir hafi skilið hvað var að gerast. Það er líklega vegna þess að margir voru búnir að fá sér nokkra Pimm´s yfir daginn, Hvað get ég gert?“ sagði Azarenka eftir leik. Pimm´s er vinsæll drykkur í Bretlandi. Hefði viljað yfirlýsingu um málið fyrir leik Azarenka horfði lengi í áttina að Svitolina eftir leikinn og beið eftir viðbrögðum áður en hún lyfti upp höndum og gekk af velli. „Hún vill ekki taka í höndina á fólki frá Rússlandi eða Belarús. Ég virti hennar ákvörðun. Hvað hefði ég átt að gera? Standa og bíða? Það er ekkert sem ég hefði getað gert sem hefði verið rétt, þannig að ég gerði bara það sem mér fannst sýna virðingu gagnvart hennar ákvörðun,“ bætti Azarenka við. Svitolina sagði í viðtali eftir sigurinn að aðstæðurnar hefðu átt að vera öllum ljósar fyrir leikinn. „Mér finnst að tennissamböndin hefðu átt að stíga fram með yfirlýsingu um að það yrðu engin handabönd á milli leikmanna frá Rússlandi og Belarús og leikmanna frá Úkraínu.“ „Ég hef sagt það margoft að þangað til Rússar hafa tekið sínar hersveitir út úr Úkraínu, og við fáum okkur landsvæði aftur, þá mun ég ekki taka í höndina á neinum. Ég veit ekki hvort ég geti verið skýrari með þetta,“ sagði Elina Svitalina að lokum. Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er í fullum gangi þessa dagana og í gær fór fram fyrsta viðureign leikmanns frá Úkraínu og leikmanns frá Rússlandi eða Belarús síðan leikbann þeirra síðarnefndu á mótinu féll úr gildi. Tennisfólk frá þessum tveimur þjóðum fengu ekki að taka þátt á mótinu í fyrra. Áhorfendur studdu vel við bakið á hinni úkraínsku Elina Svitolina allan leikinn sem vann að lokum 2-1 sigur gegn Victoria Azarenka eftir frábæran leik þar sem upphækkun þurfti til að knýja fram úrslit í oddasettinu. Á opna franska mótinu á dögunum var baulað á hina úkraínsku Svitolina fyrir að neita að taka í höndina á tennisfólki frá Belarús og Rússlandi en í þetta skiptið var það Azarenka sem hlaut óblíðar móttökur áhorfenda. „Ég stjórna ekki áhorfendum. Ég er ekki viss um að margir hafi skilið hvað var að gerast. Það er líklega vegna þess að margir voru búnir að fá sér nokkra Pimm´s yfir daginn, Hvað get ég gert?“ sagði Azarenka eftir leik. Pimm´s er vinsæll drykkur í Bretlandi. Hefði viljað yfirlýsingu um málið fyrir leik Azarenka horfði lengi í áttina að Svitolina eftir leikinn og beið eftir viðbrögðum áður en hún lyfti upp höndum og gekk af velli. „Hún vill ekki taka í höndina á fólki frá Rússlandi eða Belarús. Ég virti hennar ákvörðun. Hvað hefði ég átt að gera? Standa og bíða? Það er ekkert sem ég hefði getað gert sem hefði verið rétt, þannig að ég gerði bara það sem mér fannst sýna virðingu gagnvart hennar ákvörðun,“ bætti Azarenka við. Svitolina sagði í viðtali eftir sigurinn að aðstæðurnar hefðu átt að vera öllum ljósar fyrir leikinn. „Mér finnst að tennissamböndin hefðu átt að stíga fram með yfirlýsingu um að það yrðu engin handabönd á milli leikmanna frá Rússlandi og Belarús og leikmanna frá Úkraínu.“ „Ég hef sagt það margoft að þangað til Rússar hafa tekið sínar hersveitir út úr Úkraínu, og við fáum okkur landsvæði aftur, þá mun ég ekki taka í höndina á neinum. Ég veit ekki hvort ég geti verið skýrari með þetta,“ sagði Elina Svitalina að lokum.
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira