Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2023 11:17 Þessi bíll er með ljóta rispu eftir að hafa verið lyklaður á Akureyri um helgina. Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. Fjölmennt var á Akureyri um helgina þar sem N1 mótið í knattspyrnu fór fram. Fjölskyldur ellefu og tólf ára drengja lögðu leið sína á mótið sem lauk í rjómablíðu á laugardaginn. Einhverjir sneru til síns heima með rispu á bílnum eftir ökutækið var „lyklað“. Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir 23 bíla hið minnsta hafa orðið fyrir skemmdum. Um var að ræða bíla sem var lagt á Strandgötunni og Hofsbót, í nágrenni miðbæjarins. Grunurinn beindist fljótlega að heimamanni nokkrum sem þegar hefur játað á sig hluta brotanna. Börkur segir öryggismyndavél lögreglu og eins myndavél íbúa á svæðinu hafa nýst vel við rannsóknina. Aðilinn hafi þekkst á myndböndunum. Börkur reiknar með því að heimafólk sem gestir sitji uppi með sárt ennið vegna skemmdanna. Skemmdirnar voru unnar á bílunum um kvöldmatarleytið á föstudag. Vísir heyrði hljóðið í einum gestkomandi sem var kominn aftur á höfuðborgarsvæðið. Sá var fyrir norðan að fylgjast með syni sínum á fótboltamótinu. Rispan á bíl hans var um 30 sentímetrar en bílnum hafði verið lagt við Strandgötuna. Símtal í tryggingafélag viðkomandi leiddi í ljós að kaskótryggingin bætti tjónið en þó væri sjálfsábyrgð upp á 100-150 þúsund krónur. Þeir sem eru ekki með bílinn í kaskó sitji hins vegar eftir með heldur sárt enni, eða allan kostnaðinn. „Þetta var ljótur blettur á góðri ferð,“ sagði bíleigandinn. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Fjölmennt var á Akureyri um helgina þar sem N1 mótið í knattspyrnu fór fram. Fjölskyldur ellefu og tólf ára drengja lögðu leið sína á mótið sem lauk í rjómablíðu á laugardaginn. Einhverjir sneru til síns heima með rispu á bílnum eftir ökutækið var „lyklað“. Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir 23 bíla hið minnsta hafa orðið fyrir skemmdum. Um var að ræða bíla sem var lagt á Strandgötunni og Hofsbót, í nágrenni miðbæjarins. Grunurinn beindist fljótlega að heimamanni nokkrum sem þegar hefur játað á sig hluta brotanna. Börkur segir öryggismyndavél lögreglu og eins myndavél íbúa á svæðinu hafa nýst vel við rannsóknina. Aðilinn hafi þekkst á myndböndunum. Börkur reiknar með því að heimafólk sem gestir sitji uppi með sárt ennið vegna skemmdanna. Skemmdirnar voru unnar á bílunum um kvöldmatarleytið á föstudag. Vísir heyrði hljóðið í einum gestkomandi sem var kominn aftur á höfuðborgarsvæðið. Sá var fyrir norðan að fylgjast með syni sínum á fótboltamótinu. Rispan á bíl hans var um 30 sentímetrar en bílnum hafði verið lagt við Strandgötuna. Símtal í tryggingafélag viðkomandi leiddi í ljós að kaskótryggingin bætti tjónið en þó væri sjálfsábyrgð upp á 100-150 þúsund krónur. Þeir sem eru ekki með bílinn í kaskó sitji hins vegar eftir með heldur sárt enni, eða allan kostnaðinn. „Þetta var ljótur blettur á góðri ferð,“ sagði bíleigandinn.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Hrina skemmdarverka hrjáir gesti á Akureyri Tilkynnt hefur verið um fjölda skemmdarverka á Akureyri þar sem óprúttnir aðilar hafa rispað bifreiðar að utan. Hafa tólf slík mál komið inn á borð lögreglu en talið er að öll skemmdarverkin hafi átt sér stað í gær á svipuðu svæði nálægt miðbæ Akureyrar. 8. júlí 2023 15:51