Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júlí 2023 11:55 Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, stýrði aðgerðum í gær. Vísir/Sigurjón Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar, fjögurra sæta Cessna 172 vél, barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Birki Agnarssyni, aðgerðarstjóra hjá Landhelgisgæslunni, hafði stjórnstöð strax samband við flugstjórnarmiðstöð og í ljós kom að umrædd vél var á flugi yfir Austurlandi. Í framhaldi var reynt að ná sambandi við vélina eftir öllum leiðum sem ekki gekk og í kjölfarið var farið í umfangsmikla leit. „Við höfðum nokkrar upplýsingar um staðsetninguna, þar sem þessir neyðarsendir hann gefur svona ekki alveg nákvæma staðsetningu en nokkuð nærri lagi. Við höfðum vísbendingu um einhvern stað til að miða við. Það þurfti auðvitað að komast að þeim stað og það var ekki greiðfært landleiðina að þessum stað,“ segir Guðmundur Birkir. Farþegaflugvél Icelandair sem var á leið til Egilsstaða hafi verið nýtt til að svipast um eftir vélinni. „Töldu þeir sig sjá eitthvað á jörðu niðri sem gæti verið flugvélarflak. Svo voru ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél sem buðu sig fram til leitar og við þáðum það og þeir gátu staðsett þessi tæki þegar þeir komu á vettvang að vélin væri fundin,“ segir Guðmundur Birkir. „Þegar að þyrlan kemur á vettvang þá er ljóst að allir viðkomandi eru látnir, læknir þyrlunnar gat skorið úr um það.“ Vettvangur hafi þá verið afhentur lögreglu til frekari rannsóknar. Auk þess sem Landhelgisgæslan hafi sent þyrlu að sunnan austur með aðila frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Það var unnið að því í gærkvöldi og nótt að rannsaka vettvang og koma hinum látnu til byggða,“ segir Guðmundur Birkir og að störfum gæslunnar hafi þá verið lokið á vettvangi. Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Múlaþing Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar, fjögurra sæta Cessna 172 vél, barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Birki Agnarssyni, aðgerðarstjóra hjá Landhelgisgæslunni, hafði stjórnstöð strax samband við flugstjórnarmiðstöð og í ljós kom að umrædd vél var á flugi yfir Austurlandi. Í framhaldi var reynt að ná sambandi við vélina eftir öllum leiðum sem ekki gekk og í kjölfarið var farið í umfangsmikla leit. „Við höfðum nokkrar upplýsingar um staðsetninguna, þar sem þessir neyðarsendir hann gefur svona ekki alveg nákvæma staðsetningu en nokkuð nærri lagi. Við höfðum vísbendingu um einhvern stað til að miða við. Það þurfti auðvitað að komast að þeim stað og það var ekki greiðfært landleiðina að þessum stað,“ segir Guðmundur Birkir. Farþegaflugvél Icelandair sem var á leið til Egilsstaða hafi verið nýtt til að svipast um eftir vélinni. „Töldu þeir sig sjá eitthvað á jörðu niðri sem gæti verið flugvélarflak. Svo voru ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél sem buðu sig fram til leitar og við þáðum það og þeir gátu staðsett þessi tæki þegar þeir komu á vettvang að vélin væri fundin,“ segir Guðmundur Birkir. „Þegar að þyrlan kemur á vettvang þá er ljóst að allir viðkomandi eru látnir, læknir þyrlunnar gat skorið úr um það.“ Vettvangur hafi þá verið afhentur lögreglu til frekari rannsóknar. Auk þess sem Landhelgisgæslan hafi sent þyrlu að sunnan austur með aðila frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Það var unnið að því í gærkvöldi og nótt að rannsaka vettvang og koma hinum látnu til byggða,“ segir Guðmundur Birkir og að störfum gæslunnar hafi þá verið lokið á vettvangi.
Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Múlaþing Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira