Í yfirlýsingunni segir alþjóðsambandið að:
- Bóluefnin gegn COVID-19 minnka til muna hættu á alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsvist og dauða
- SARS-CoV-2 veiran breytist stöðugt og því má reikna með að áfram verði þörf á örvunarbólusetningum
- Gögn sem tengjast meira en þrettán milljörðum bóluefnaskammta sem gefnir hafa verið á heimsvísu sýna að öryggi bóluefnanna er meira en áhættan
- Langflestar aukaverkanir sem fylgja notkun bóluefnanna eru vægar og tímabundnar
- Tilkynningum vegna gruns um aukaverkun eftir COVID-19 bólusetning er safnað saman og þær metnar af sérfræðingum eins og á við um öll önnur lyf
- Vísbendingar eru um að bólusetning dragi úr líkum á langvarandi COVID-19 sjúkdómi
„Rangar eða misvísandi fullyrðingar um bóluefnin gegn COVID-19 hafa víða komið fram á samfélagsmiðlum. Tilkynningar um aukaverkanir tengdar bóluefnunum eru þá gjarnan ýktar eða mistúlkaðar, óskyld sjúkdómstilvik stundum ranglega tengd bóluefnunum. Slíkar rangfærslur hafa að líkindum leitt til alvarlegs heilsutjóns hjá mörgum þeim sem í kjölfarið hættu við að þiggja bólusetningu,“ segir á vef Lyfjastofnunar, þar sem fjallað er um yfirlýsingu ICMRA.
Þá segir að engin gögn renni stoðum undir fullyrðingar um að bóluefnin gegn Covid-19 hafi valdið fjölgun dauðsfalla í heimsfaraldrinum. FJöldi dauðsfalla hafi hins vegar aukist í takt við fjölgun greininga, sérstaklega í fyrstu bylgju faraldursins áður en bóluefnin komu á markað.
„Mikilvægt er að ganga ávallt úr skugga um að þær heimildir sem skoðaðar eru um COVID-19 bóluefnin séu öruggar og taki tillit til nýjustu rannsókna.“