Sjáðu mörkin tólf sem komu Blikum áfram: Hitað upp fyrir beina frá Dublin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 15:47 Blikar fagna marki Jasons Daða Svanþórssonar á móti Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik mæta í kvöld írska félaginu Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Leikur Shamrock Rovers og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni leikurinn er síðan spilaður á Kópavogsvellinum í næstu viku. Í boði fyrir sigurvegarann eru leikir á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn. Blikar komust í þessa viðureign með því að vinna báða leiki sína í forkeppni undankeppninnar sem fram fór í Kópavogi. Blikarnir skoruðu þá tólf mörk í tveimur leikjum þar sem þeir unnu 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marínó 5-0 sigur á Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Höskuldur Gunnlaugsson (2), Ágúst Eðvald Hlynsson (2), Klæmint Olsen, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Mörkin í seinni leiknum skoruðu þeir Viktor Karl Einarsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Gísli Eyjólfsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Hér má sjá mörkin tólf sem Breiðabliksliðið skoraði í þessum tveimur stórsigrum. Klippa: Mörk Blika í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2023-24 View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Næst á dagskrá eru tveir leikir við Shamrock Rovers sem er írskur atvinnumannaklúbbur með aðsetur í Tallaght í Suður-Dublin. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Blikar kynna liðið fyrir stuðningsmönnum sínum á blikar.is. Liðið keppir í úrvalsdeild Írlands og er sigursælasta félag írska lýðveldisins. Félagið hefur unnið Írlandsmeistaratitilinn 20 sinnum og FAI bikarinn 25 sinnum. Shamrock Rovers var stofnað árið 1899. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn í fyrstu tilraun tímabilið 1922/23 og festu sig í sessi sem sigursælasta félag Írlands árið 1949 en þá hafið félagið unnið 44 stóra titla. Félagið varð fyrsta írska liðið til að keppa í Evrópukeppni árið 1957. Félagið hefur náð mjög góðum árangri í Intertoto keppninni og Evrópudeildinni. Fyrsti sigur þeirra í Meistaradeildinni var 1-0 sigur í undankeppninni 2011/12 gegn FC Flora frá Tallinn á Tallaght Stadium í Dublin. Stærsti sigur þeirra i Evrópukeppni var samanlagður 7-0 sigur á Fram í fyrstu umferð UEFA-bikarsins í september 1982. Í ágúst 2011 varð Shamrock Rovers fyrsta írska liðið til að komast í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir unnu Partizan Belgrad 2-1 í framlengdum leik í Serbíu og unnu þar með samanlagt 3-2. Í fyrra komust Shamrok Rovers í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/23. Ferill Shamrock Rovers í Evrópu 2022/23: - Meistaradeildin: Sigruðu Hibernians í fyrstu umferð undankeppni samanlagt 3-0. Féllu út í annari umferð undankeppni fyrir Ludogorets samanlagt 2-4. - Evrópudeildin: Höfðu betur gegn Shkupi í þriðju umferð undankeppni samanlagt 5-2. Fellu út fyrir Ferencváros í umspili samanlagt 1-4. - Sambandsdeildin. Í F-riðli með Gent, Molde og Djurgården. Enda í 4. sæti eftir 2 jafntefli og 4 töp. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Leikur Shamrock Rovers og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni leikurinn er síðan spilaður á Kópavogsvellinum í næstu viku. Í boði fyrir sigurvegarann eru leikir á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn. Blikar komust í þessa viðureign með því að vinna báða leiki sína í forkeppni undankeppninnar sem fram fór í Kópavogi. Blikarnir skoruðu þá tólf mörk í tveimur leikjum þar sem þeir unnu 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marínó 5-0 sigur á Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Höskuldur Gunnlaugsson (2), Ágúst Eðvald Hlynsson (2), Klæmint Olsen, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Mörkin í seinni leiknum skoruðu þeir Viktor Karl Einarsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Gísli Eyjólfsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Hér má sjá mörkin tólf sem Breiðabliksliðið skoraði í þessum tveimur stórsigrum. Klippa: Mörk Blika í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2023-24 View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Næst á dagskrá eru tveir leikir við Shamrock Rovers sem er írskur atvinnumannaklúbbur með aðsetur í Tallaght í Suður-Dublin. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Blikar kynna liðið fyrir stuðningsmönnum sínum á blikar.is. Liðið keppir í úrvalsdeild Írlands og er sigursælasta félag írska lýðveldisins. Félagið hefur unnið Írlandsmeistaratitilinn 20 sinnum og FAI bikarinn 25 sinnum. Shamrock Rovers var stofnað árið 1899. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn í fyrstu tilraun tímabilið 1922/23 og festu sig í sessi sem sigursælasta félag Írlands árið 1949 en þá hafið félagið unnið 44 stóra titla. Félagið varð fyrsta írska liðið til að keppa í Evrópukeppni árið 1957. Félagið hefur náð mjög góðum árangri í Intertoto keppninni og Evrópudeildinni. Fyrsti sigur þeirra í Meistaradeildinni var 1-0 sigur í undankeppninni 2011/12 gegn FC Flora frá Tallinn á Tallaght Stadium í Dublin. Stærsti sigur þeirra i Evrópukeppni var samanlagður 7-0 sigur á Fram í fyrstu umferð UEFA-bikarsins í september 1982. Í ágúst 2011 varð Shamrock Rovers fyrsta írska liðið til að komast í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir unnu Partizan Belgrad 2-1 í framlengdum leik í Serbíu og unnu þar með samanlagt 3-2. Í fyrra komust Shamrok Rovers í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/23. Ferill Shamrock Rovers í Evrópu 2022/23: - Meistaradeildin: Sigruðu Hibernians í fyrstu umferð undankeppni samanlagt 3-0. Féllu út í annari umferð undankeppni fyrir Ludogorets samanlagt 2-4. - Evrópudeildin: Höfðu betur gegn Shkupi í þriðju umferð undankeppni samanlagt 5-2. Fellu út fyrir Ferencváros í umspili samanlagt 1-4. - Sambandsdeildin. Í F-riðli með Gent, Molde og Djurgården. Enda í 4. sæti eftir 2 jafntefli og 4 töp.
Ferill Shamrock Rovers í Evrópu 2022/23: - Meistaradeildin: Sigruðu Hibernians í fyrstu umferð undankeppni samanlagt 3-0. Féllu út í annari umferð undankeppni fyrir Ludogorets samanlagt 2-4. - Evrópudeildin: Höfðu betur gegn Shkupi í þriðju umferð undankeppni samanlagt 5-2. Fellu út fyrir Ferencváros í umspili samanlagt 1-4. - Sambandsdeildin. Í F-riðli með Gent, Molde og Djurgården. Enda í 4. sæti eftir 2 jafntefli og 4 töp.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira