Negla Damirs kom Gísla ekki á óvart: Hef séð þetta nokkrum sinnum áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 10:31 Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson í viðtali eftir sigurinn á Shamrock Rovers í gær. breidablik_fotbolti Kristinn Steindórsson og Gísla Eyjólfsson mættu í viðtal eftir 1-0 sigur Breiðabliks á írska félaginu Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Blikarnir eru í mjög góðum málum eftir þessa flottu frammistöðu og skrefi nær því að fá að mæta FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Breiðablik setti viðtal við þá Kristinn og Gísla inn á samfélagsmiðla en það var tekið á vellinum rétt eftir leik. Finna kraft í Evrópuleikjum „Okkur leið bara vel eins og okkur líður yfirleitt þegar við spilum Evrópuleiki. Við finnum einhvern kraft og einhvern rytma. Við getum leitað í einhvers konar reynslu núna sem hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Kristinn Steindórsson sem hrósaði líka stuðningsfólki Blika í stúkunni sem var duglegt að hvetja strákana áfram. „Mér leið bara eins og ég væri á heimavelli,“ sagði Kristinn. Var þetta erfiðara en þeir héldu eða eins og þeir bjuggust við? Voru yfir á öllum vígstöðvum fyrsta hálftímann „Mér fannst þeir halda boltanum virkilega vel og við vorum ekki ná að klukkan þá nógu mikið eins og við vildum gera í síðari hálfleik. Við byrjuðum vel og fyrsta hálftímann fannst mér við vera yfir á öllum vígstöðvum,“ sagði Gísla Eyjólfsson. Klippa: Geggjað mark hjá Damir á móti Shamrock Rovers Blikar náðu að halda út eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum og það var gríðarlega mikilvægt að halda markinu hreinu sem þýddi að markið hans Damirs nægði til sigurs. Hvað var planið ef að þeir lentu í meiri vandræðum? „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við föllum aðeins til baka en höldum áfram að gera svipaða hluti, kannski bara aðeins neðar á vellinum. Bara þrauka,“ sagði Kristinn. Blikar hefðu vilja skorað fleiri mörk og koma sér í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn. Áttu Blikar að skora fleiri mörk? Pínu ragir „Mér fannst við vera pínu ragir á síðasta þriðjungnum því við fengum klárlega tækifæri til að koma okkur í aðeins betri færi. Það hefði verið gott að fá fleiri mörk inn í þetta,“ sagði Gísli. Hvernig var að sjá skotið hans Damirs syngja í netinu? „Maður hefur séð þetta nokkrum sinnum áður og þannig að þetta kom manni ekki allt of mikið á óvart,“ sagði Gísli brosandi. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku. Hvað gera Blikarnir þá? „Meira af því sama nema að við erum á heimavelli og gerum það þá betur,“ sagði Kristinn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Blikarnir eru í mjög góðum málum eftir þessa flottu frammistöðu og skrefi nær því að fá að mæta FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Breiðablik setti viðtal við þá Kristinn og Gísla inn á samfélagsmiðla en það var tekið á vellinum rétt eftir leik. Finna kraft í Evrópuleikjum „Okkur leið bara vel eins og okkur líður yfirleitt þegar við spilum Evrópuleiki. Við finnum einhvern kraft og einhvern rytma. Við getum leitað í einhvers konar reynslu núna sem hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Kristinn Steindórsson sem hrósaði líka stuðningsfólki Blika í stúkunni sem var duglegt að hvetja strákana áfram. „Mér leið bara eins og ég væri á heimavelli,“ sagði Kristinn. Var þetta erfiðara en þeir héldu eða eins og þeir bjuggust við? Voru yfir á öllum vígstöðvum fyrsta hálftímann „Mér fannst þeir halda boltanum virkilega vel og við vorum ekki ná að klukkan þá nógu mikið eins og við vildum gera í síðari hálfleik. Við byrjuðum vel og fyrsta hálftímann fannst mér við vera yfir á öllum vígstöðvum,“ sagði Gísla Eyjólfsson. Klippa: Geggjað mark hjá Damir á móti Shamrock Rovers Blikar náðu að halda út eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum og það var gríðarlega mikilvægt að halda markinu hreinu sem þýddi að markið hans Damirs nægði til sigurs. Hvað var planið ef að þeir lentu í meiri vandræðum? „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við föllum aðeins til baka en höldum áfram að gera svipaða hluti, kannski bara aðeins neðar á vellinum. Bara þrauka,“ sagði Kristinn. Blikar hefðu vilja skorað fleiri mörk og koma sér í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn. Áttu Blikar að skora fleiri mörk? Pínu ragir „Mér fannst við vera pínu ragir á síðasta þriðjungnum því við fengum klárlega tækifæri til að koma okkur í aðeins betri færi. Það hefði verið gott að fá fleiri mörk inn í þetta,“ sagði Gísli. Hvernig var að sjá skotið hans Damirs syngja í netinu? „Maður hefur séð þetta nokkrum sinnum áður og þannig að þetta kom manni ekki allt of mikið á óvart,“ sagði Gísli brosandi. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku. Hvað gera Blikarnir þá? „Meira af því sama nema að við erum á heimavelli og gerum það þá betur,“ sagði Kristinn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira