Mikil fækkun fíknifanga í íslenskum fangelsum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júlí 2023 07:46 Árum saman hefur Ísland skorið sig úr hvað hátt hlutfall fíknifanga varðar. Vísir/Vilhelm Aðeins 26,7 prósent fanga sátu inni fyrir fíkniefnabrot á síðasta ári. Ári áður var hlutfallið 37,4 prósent og um 60 prósent um aldamótin. Þetta kemur fram í úttekt Evrópuráðsins á fangelsismálum álfunnar. Samkvæmt skýrslunni er fangelsistíðnin afar lág á Íslandi en hlutfall kvenna og útlendinga er mjög hátt miðað við önnur Evrópulönd. Af 105 dæmdum föngum á einni viðmiðunardagsetningu sátu 28 inni fyrir fíkniefnabrot, 20 fyrir umferðarlagabrot, 14 fyrir þjófnað, 11 fyrir morð eða morðtilraun, 9 fyrir líkamsárás, 9 fyrir nauðgun, 7 fyrir önnur kynferðisbrot, 1 fyrir rán og 6 fyrir önnur brot. Enginn sat inni fyrir hryðjuverk eða efnahagsbrot. Þá sátu 28 inni sem höfðu ekki hlotið dóm. Hlutfall fíknifanga á Íslandi hefur lengi verið mun hærra en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þetta hefur verið skýrt með harðri fíkniefnalöggjöf á Íslandi og að refsiramminn sé betur nýttur í fíkniefnamálum en til dæmis auðgunar eða ofbeldismálum. Þrátt fyrir að hlutfall fíknifanga sé nú óvenju lágt er Ísland engu að síður á meðal þeirra landa þar sem flestir fangar sitja inni vegna fíkniefnabrota. Konur og eldri fangar fjölmennir Fangelsistíðnin árið 2022 var 38,5 fangar á hverja 100 þúsund íbúa. Þetta er með því allra lægsta í Evrópu. Til samanburðar er tíðnin 67,7 í Danmörku, 98,4 í Bretlandi og 351,5 í Tyrklandi. Tíðnin á Íslandi er sú lægsta síðan árið 2016. Enginn náði að flýja úr íslenskum fangelsum í fyrra.Vísir/Vilhelm Langflestir fangar eru karlar, 122 af 133, en þó að aðeins sætu 11 konur inni er það eitt hæsta hlutfall í Evrópu. Engin móðir var með barn í fangelsinu. 31 fanganna voru útlendingar, sem er mjög hátt hlutfall. Af þeim voru 27 karlar og 4 konur. Flestir fangarnir voru að afplána 1 til 3 ára dóma, eða 36 af 105 dæmdum föngum. 10 voru að afplána langa dóma, 10 ára eða lengri. Á Íslandi er nokkuð hátt hlutfall aldraðra fanga. 27 voru eldri en 50 ára og 3 eldri en 65 ára. Enginn fangaflótti Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi séu næg rými og að mönnunin sé betri en víðast hvar annars staðar. 181 rými eru til staðar og 140 starfsmenn, þar af 98 fangaverðir. Enginn flúði á síðasta ári úr íslensku fangelsi. Einn fangi lést, úr sjálfsvígi, en hann var í gæsluvarðhaldi. Fangelsismál Fíkniefnabrot Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt Evrópuráðsins á fangelsismálum álfunnar. Samkvæmt skýrslunni er fangelsistíðnin afar lág á Íslandi en hlutfall kvenna og útlendinga er mjög hátt miðað við önnur Evrópulönd. Af 105 dæmdum föngum á einni viðmiðunardagsetningu sátu 28 inni fyrir fíkniefnabrot, 20 fyrir umferðarlagabrot, 14 fyrir þjófnað, 11 fyrir morð eða morðtilraun, 9 fyrir líkamsárás, 9 fyrir nauðgun, 7 fyrir önnur kynferðisbrot, 1 fyrir rán og 6 fyrir önnur brot. Enginn sat inni fyrir hryðjuverk eða efnahagsbrot. Þá sátu 28 inni sem höfðu ekki hlotið dóm. Hlutfall fíknifanga á Íslandi hefur lengi verið mun hærra en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þetta hefur verið skýrt með harðri fíkniefnalöggjöf á Íslandi og að refsiramminn sé betur nýttur í fíkniefnamálum en til dæmis auðgunar eða ofbeldismálum. Þrátt fyrir að hlutfall fíknifanga sé nú óvenju lágt er Ísland engu að síður á meðal þeirra landa þar sem flestir fangar sitja inni vegna fíkniefnabrota. Konur og eldri fangar fjölmennir Fangelsistíðnin árið 2022 var 38,5 fangar á hverja 100 þúsund íbúa. Þetta er með því allra lægsta í Evrópu. Til samanburðar er tíðnin 67,7 í Danmörku, 98,4 í Bretlandi og 351,5 í Tyrklandi. Tíðnin á Íslandi er sú lægsta síðan árið 2016. Enginn náði að flýja úr íslenskum fangelsum í fyrra.Vísir/Vilhelm Langflestir fangar eru karlar, 122 af 133, en þó að aðeins sætu 11 konur inni er það eitt hæsta hlutfall í Evrópu. Engin móðir var með barn í fangelsinu. 31 fanganna voru útlendingar, sem er mjög hátt hlutfall. Af þeim voru 27 karlar og 4 konur. Flestir fangarnir voru að afplána 1 til 3 ára dóma, eða 36 af 105 dæmdum föngum. 10 voru að afplána langa dóma, 10 ára eða lengri. Á Íslandi er nokkuð hátt hlutfall aldraðra fanga. 27 voru eldri en 50 ára og 3 eldri en 65 ára. Enginn fangaflótti Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi séu næg rými og að mönnunin sé betri en víðast hvar annars staðar. 181 rými eru til staðar og 140 starfsmenn, þar af 98 fangaverðir. Enginn flúði á síðasta ári úr íslensku fangelsi. Einn fangi lést, úr sjálfsvígi, en hann var í gæsluvarðhaldi.
Fangelsismál Fíkniefnabrot Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira