Katrín náði að skreppa í bæinn Máni Snær Þorláksson skrifar 12. júlí 2023 17:05 Katrín náði að skreppa í miðbæinn og sjá Íslandsstræti. Gatan fékk nafnið í þakklætisskyni eftir að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litáen fyrst allra þjóða árið 1991. Facebook Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þessa stundina stödd í Vilníus, höfuðborg Litáens, þar sem leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefur staðið yfir í gær og í dag. Katrín hefur ekki áður komið til borgarinnar og náði hún að skreppa í miðbæinn á götuna sem kennd er við Ísland. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til þessarar fallegu borgar og ég náði að skjótast á götuna sem kennd er við Ísland en eins og kunnugt er viðurkenndu Íslendingar sjálfstæði Litháens fyrst þjóða,“ segir Katrín í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Íslandsstræti í Vilnius fékk nafn sitt eftir að Ísland viðurkenndi lýðveldið Litáen, fyrst allra ríkja.Facebook Þar fer hún einnig um það sem farið var yfir á fundinum. Þar hafi verið fjallað um innrás Rússa í Úkraínu, stöðuna í stríðinu, aukið samstarf Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins og varnaráætlanir bandalagsins. Þá hafi inngöngu Finnlands í bandalagið verið fagnað og gefið vilyrði um að Svíþjóð verði bráðlega fullgildur meðlimur í því. Katrín segir að það megi teljast söguleg tíðindi. Katrín ræðir hér við Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Facebook „Fyrir utan öll þessi mál gerði ég afvopnunarmál að sérstöku umtalsefni en þar er staðan grafalvarleg. Kjarnorkuógnin er orðin áþreifanlegri en hún hefur verið lengi og afvopnunarsamningar hafa raknað upp einn af öðrum á undanförnum árum.“ Katrín ræðir hér við Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar.Facebook Einnig átti Katrín tvíhliðafundi með Ingridu Šimonytė, forsætisráðherra Litháens og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Katrín átti fund með Ingridu Šimonytė, forsætisráðherra Litáens.Facebook Katrín ásamt Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Ríkisstjórn Rutte sprakk á dögunum og undirbýr hann sig nú fyrir kosningabaráttu.Facebook Núna er stefnan sett á Helsinki en þar mun Katrín, ásamt öðrum norrænum þjóðarleiðtogum, eiga fund með forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. Katrín ásamt forsætisráðherrum Norðurlandanna og aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.Facebook Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Litháen Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til þessarar fallegu borgar og ég náði að skjótast á götuna sem kennd er við Ísland en eins og kunnugt er viðurkenndu Íslendingar sjálfstæði Litháens fyrst þjóða,“ segir Katrín í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Íslandsstræti í Vilnius fékk nafn sitt eftir að Ísland viðurkenndi lýðveldið Litáen, fyrst allra ríkja.Facebook Þar fer hún einnig um það sem farið var yfir á fundinum. Þar hafi verið fjallað um innrás Rússa í Úkraínu, stöðuna í stríðinu, aukið samstarf Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins og varnaráætlanir bandalagsins. Þá hafi inngöngu Finnlands í bandalagið verið fagnað og gefið vilyrði um að Svíþjóð verði bráðlega fullgildur meðlimur í því. Katrín segir að það megi teljast söguleg tíðindi. Katrín ræðir hér við Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Facebook „Fyrir utan öll þessi mál gerði ég afvopnunarmál að sérstöku umtalsefni en þar er staðan grafalvarleg. Kjarnorkuógnin er orðin áþreifanlegri en hún hefur verið lengi og afvopnunarsamningar hafa raknað upp einn af öðrum á undanförnum árum.“ Katrín ræðir hér við Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar.Facebook Einnig átti Katrín tvíhliðafundi með Ingridu Šimonytė, forsætisráðherra Litháens og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Katrín átti fund með Ingridu Šimonytė, forsætisráðherra Litáens.Facebook Katrín ásamt Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Ríkisstjórn Rutte sprakk á dögunum og undirbýr hann sig nú fyrir kosningabaráttu.Facebook Núna er stefnan sett á Helsinki en þar mun Katrín, ásamt öðrum norrænum þjóðarleiðtogum, eiga fund með forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. Katrín ásamt forsætisráðherrum Norðurlandanna og aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.Facebook
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Litháen Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira