Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2023 23:35 Jón Haukur Steingrímsson er jarðverkfræðingur hjá Eflu. Ívar Fannar Arnarsson Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi. Eldstöðin við fjallið Litla-Hrút er þrjá kílómetra suðvestan Keilis. Þótt loftlínan frá miðju Reykjavíkursvæðisins sé aðeins þrjátíu kílómetrar telst það meiriháttar mál að komast þaðan landleiðina á gosstaðinn. Eldstöðin er við rætur fjallsins Litlahrúts. Fjær sést Keilir.Björn Steinbekk Við Suðurstrandarveg skammt austan Ísólfsskála er búið að merkja gönguleið eftir vegslóða frá bílastæði í Leirdal að Hraunssels-Vatnsfelli. Þar settu almannavarnir upp lokunarpóst síðdegis í gær, um þrjá kílómetra frá gígunum, og bílar björgunarsveita streymdu að. Fyrsta verkefnið var að beina fólki frá því að ganga inn í reykjarmökkinn. Frá Reykjavík tekur rétt um eða innan við klukkustund að aka að upphafsstað gönguleiðar austan Ísólfsskála, hvort sem farið er um Grindavík eða Krýsuvíkurleið um Kleifarvatn.Grafík/Rúnar Vilberg Hjaltason Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sagði mjög erfitt að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina vegna sumarleyfa. „Þetta er besti tíminn og versti tíminn. Veðurfarið er fínt og þá er gott að koma og heimsækja gosstöðvarnar en okkar fólk er útivistarfólk upp til hópa og er bara í sumarfríi og annars staðar en hér,“ sagði Otti Rafn. Gönguleiðin frá bílastæði að gosstöðvum er um tíu kílómetra löng.Grafík/Rúnar Vilberg Hjaltason Hann hvatti stjórnvöld til að leggja sitt fram strax: „Við enduðum síðasta eldgos á því að hingað voru komnir landverðir og lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk bara hér frá fyrsta degi. En við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim.“ Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins LandsbjargarÍvar Fannar Arnarsson Bæði dómsmálaráðherra og umhverfisráðherra lýstu því yfir í dag að allt yrði gert til að bregðast við ástandinu. Gönguleiðin er alls um tuttugu kílómetra löng fram og ungt göngufólk sem við hittum sagðist hafa verið þrjá og hálfan tíma að komast á staðinn og átti svo eftir að fara til baka. Og strax í gærkvöldi var hafist handa við að stika leið síðustu kílómetrana, samkvæmt leiðsögn Jóns Hauks Steingrímssonar, jarðverkfræðings hjá Eflu. Séð til Hraunssels-Vatnsfells. Þar hafa björgunarsveitir komið sér upp vísi að bækistöð.Ívar Fannar Arnarsson „Aðgengilegasti staðurinn, eins og staðan er núna er hérna utan í Hraunssels-Vatnsfelli, sem er hérna bara beint fyrir aftan okkur. Eins og gosið er að hegða sér núna er strókurinn að standa hérna niður eftir og miklir gróðureldar. Þetta er svona staður sem er utan skilgreinds hættusvæðis, tiltölulega öruggur og býður upp á gott útsýni. Þetta er svo sem enginn Gónhóll en eins gott og það getur orðið,“ sagði Jón Haukur. Nánar í frétt Stöðvar 2: Útsýnið af efsta hluta Hraunssels-Vatnsfells mátti sjá í beinni útsendingu Stöðvar 2 fyrsta gosdaginn: Útsýnið neðarlega úr norðurhlíðum Hraunssels-Vatnsfells mátti sjá í beinni útsendingu Stöðvar 2 annan gosdaginn: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu. 12. júlí 2023 20:34 Hættu sér upp á sjóðheitt hraunið: „Leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti“ Hjartaskurðlæknir fékk hland fyrir hjartað í gær þegar hann sá tvo erlenda ferðamenn ganga upp á nýjan hraunhól við Litla-Hrút þar sem skömmu áður var sprunga og glóandi hraun. 12. júlí 2023 19:22 Hættulegur gróðureldareykur bætist við gasið Mikill reykur frá gróðureldum bætist við gasmengunina í Litla Hrút. Loftgæðin í kringum gosstöðvarnar eru því mun verri en í eldgosunum í Fagradalsfjalli og Meradölum. 12. júlí 2023 15:17 Gjaldskylda hafin á bílastæðunum við gossvæðið Búið er að hefja gjaldskyldu á bílastæðunum við gönguleiðina að eldgosinu. Kostnaður við stæði er frá þúsund og upp í fjögur þúsund krónur. Ef gjald er ekki greitt leggst þrjú þúsund og fimmhundruð króna álagning á gjaldið. 12. júlí 2023 14:30 Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. 12. júlí 2023 12:19 Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. 12. júlí 2023 11:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Eldstöðin við fjallið Litla-Hrút er þrjá kílómetra suðvestan Keilis. Þótt loftlínan frá miðju Reykjavíkursvæðisins sé aðeins þrjátíu kílómetrar telst það meiriháttar mál að komast þaðan landleiðina á gosstaðinn. Eldstöðin er við rætur fjallsins Litlahrúts. Fjær sést Keilir.Björn Steinbekk Við Suðurstrandarveg skammt austan Ísólfsskála er búið að merkja gönguleið eftir vegslóða frá bílastæði í Leirdal að Hraunssels-Vatnsfelli. Þar settu almannavarnir upp lokunarpóst síðdegis í gær, um þrjá kílómetra frá gígunum, og bílar björgunarsveita streymdu að. Fyrsta verkefnið var að beina fólki frá því að ganga inn í reykjarmökkinn. Frá Reykjavík tekur rétt um eða innan við klukkustund að aka að upphafsstað gönguleiðar austan Ísólfsskála, hvort sem farið er um Grindavík eða Krýsuvíkurleið um Kleifarvatn.Grafík/Rúnar Vilberg Hjaltason Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sagði mjög erfitt að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina vegna sumarleyfa. „Þetta er besti tíminn og versti tíminn. Veðurfarið er fínt og þá er gott að koma og heimsækja gosstöðvarnar en okkar fólk er útivistarfólk upp til hópa og er bara í sumarfríi og annars staðar en hér,“ sagði Otti Rafn. Gönguleiðin frá bílastæði að gosstöðvum er um tíu kílómetra löng.Grafík/Rúnar Vilberg Hjaltason Hann hvatti stjórnvöld til að leggja sitt fram strax: „Við enduðum síðasta eldgos á því að hingað voru komnir landverðir og lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk bara hér frá fyrsta degi. En við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim.“ Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins LandsbjargarÍvar Fannar Arnarsson Bæði dómsmálaráðherra og umhverfisráðherra lýstu því yfir í dag að allt yrði gert til að bregðast við ástandinu. Gönguleiðin er alls um tuttugu kílómetra löng fram og ungt göngufólk sem við hittum sagðist hafa verið þrjá og hálfan tíma að komast á staðinn og átti svo eftir að fara til baka. Og strax í gærkvöldi var hafist handa við að stika leið síðustu kílómetrana, samkvæmt leiðsögn Jóns Hauks Steingrímssonar, jarðverkfræðings hjá Eflu. Séð til Hraunssels-Vatnsfells. Þar hafa björgunarsveitir komið sér upp vísi að bækistöð.Ívar Fannar Arnarsson „Aðgengilegasti staðurinn, eins og staðan er núna er hérna utan í Hraunssels-Vatnsfelli, sem er hérna bara beint fyrir aftan okkur. Eins og gosið er að hegða sér núna er strókurinn að standa hérna niður eftir og miklir gróðureldar. Þetta er svona staður sem er utan skilgreinds hættusvæðis, tiltölulega öruggur og býður upp á gott útsýni. Þetta er svo sem enginn Gónhóll en eins gott og það getur orðið,“ sagði Jón Haukur. Nánar í frétt Stöðvar 2: Útsýnið af efsta hluta Hraunssels-Vatnsfells mátti sjá í beinni útsendingu Stöðvar 2 fyrsta gosdaginn: Útsýnið neðarlega úr norðurhlíðum Hraunssels-Vatnsfells mátti sjá í beinni útsendingu Stöðvar 2 annan gosdaginn:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu. 12. júlí 2023 20:34 Hættu sér upp á sjóðheitt hraunið: „Leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti“ Hjartaskurðlæknir fékk hland fyrir hjartað í gær þegar hann sá tvo erlenda ferðamenn ganga upp á nýjan hraunhól við Litla-Hrút þar sem skömmu áður var sprunga og glóandi hraun. 12. júlí 2023 19:22 Hættulegur gróðureldareykur bætist við gasið Mikill reykur frá gróðureldum bætist við gasmengunina í Litla Hrút. Loftgæðin í kringum gosstöðvarnar eru því mun verri en í eldgosunum í Fagradalsfjalli og Meradölum. 12. júlí 2023 15:17 Gjaldskylda hafin á bílastæðunum við gossvæðið Búið er að hefja gjaldskyldu á bílastæðunum við gönguleiðina að eldgosinu. Kostnaður við stæði er frá þúsund og upp í fjögur þúsund krónur. Ef gjald er ekki greitt leggst þrjú þúsund og fimmhundruð króna álagning á gjaldið. 12. júlí 2023 14:30 Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. 12. júlí 2023 12:19 Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. 12. júlí 2023 11:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu. 12. júlí 2023 20:34
Hættu sér upp á sjóðheitt hraunið: „Leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti“ Hjartaskurðlæknir fékk hland fyrir hjartað í gær þegar hann sá tvo erlenda ferðamenn ganga upp á nýjan hraunhól við Litla-Hrút þar sem skömmu áður var sprunga og glóandi hraun. 12. júlí 2023 19:22
Hættulegur gróðureldareykur bætist við gasið Mikill reykur frá gróðureldum bætist við gasmengunina í Litla Hrút. Loftgæðin í kringum gosstöðvarnar eru því mun verri en í eldgosunum í Fagradalsfjalli og Meradölum. 12. júlí 2023 15:17
Gjaldskylda hafin á bílastæðunum við gossvæðið Búið er að hefja gjaldskyldu á bílastæðunum við gönguleiðina að eldgosinu. Kostnaður við stæði er frá þúsund og upp í fjögur þúsund krónur. Ef gjald er ekki greitt leggst þrjú þúsund og fimmhundruð króna álagning á gjaldið. 12. júlí 2023 14:30
Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. 12. júlí 2023 12:19
Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. 12. júlí 2023 11:44