Milka: Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2023 11:01 Viðtalið við Domynikas Milka var tekið fyrir framan bikarskápinn í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Domynikas Milka skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Njarðvík og mun því færa sig á milli erkifjendanna í Reykjanesbæ. Milka hefur spilað með nágrönnunum í Keflavík undanfarin fjögur tímabil. Þessi vistaskipti komu örugglega mjög mörgum á óvart enda ekki algengt að leikmenn færi sig á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. „Stundum þurfa góðir hlutir að enda og það var komi tími á að loka þessum kafla. Árin mín fjögur í Keflavík voru nokkuð góð og ég stóð mig nokkuð vel. Liðið átti sínar hæðir og lægðir en nú er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Domynikas Milka í viðtali á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Milka spilaði alls 86 deildarleiki fyrir Keflavík og var með 19,0 stig og 10,4 fráköst, 2,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann var yfir tuttugu stig og tíu fráköst í leik fyrstu tvö tímabilin en ekki undanfarin tvö. Á síðasta tímabili var hann með 17,0 stig og 9,2 fráköst í leik. En af hverju erkifjendurnir í Njarðvík? „Af hverju að fara langt í burtu, norður á land eða eitthvað svoleiðis? Það er frábær klúbbur í næsta húsi. Hjá Njarðvík snýst þetta um að vinna titla og það er stórt ár fram undan,“ sagði Milka. Býst við því að þeir bláu hreyti einhverju í hann „Þjálfarinn kom með tilboð og við ræddum málin, bæði hvað ég kem með til liðsins og hvernig ég get hjálpað liðinu. Ég er ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Milka. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að fá hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum hans gamla félags. „Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum. Ef þú spilar fyrir eitt lið þá ertu elskaður þar en allir aðrir hata þig. Nú munu þau grænu hvetja mig áfram en þau í bláu hreyta einhverju í mig. Það skiptir mig engu. Hjá mér snýst þetta allt um að njóta þess að spila körfubolta,“ sagði Milka. Lofar fleiri þriggja stiga skotum Má búast við einhverju nýju hjá Milka nú þegar hann er kominn til Njarðvíkur. „Logi er hættur þannig að það eru svona sjö þriggja stiga skot á lausu í hverjum leik. Ég mun líklega taka meira af þriggja stiga skotum og það var í samningnum. Kannski skora ég því meira af þristum á næstu leiktíð,“ sagði Milka. Hann tók alls 78 þriggja stiga skot í 86 deildarleikjum með Keflavík og hitti úr 22 þeirra sem gerir 28 prósent nýtingu. Hann skaut 0,9 þrista að meðaltali í leik. Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Þessi vistaskipti komu örugglega mjög mörgum á óvart enda ekki algengt að leikmenn færi sig á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. „Stundum þurfa góðir hlutir að enda og það var komi tími á að loka þessum kafla. Árin mín fjögur í Keflavík voru nokkuð góð og ég stóð mig nokkuð vel. Liðið átti sínar hæðir og lægðir en nú er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Domynikas Milka í viðtali á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Milka spilaði alls 86 deildarleiki fyrir Keflavík og var með 19,0 stig og 10,4 fráköst, 2,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann var yfir tuttugu stig og tíu fráköst í leik fyrstu tvö tímabilin en ekki undanfarin tvö. Á síðasta tímabili var hann með 17,0 stig og 9,2 fráköst í leik. En af hverju erkifjendurnir í Njarðvík? „Af hverju að fara langt í burtu, norður á land eða eitthvað svoleiðis? Það er frábær klúbbur í næsta húsi. Hjá Njarðvík snýst þetta um að vinna titla og það er stórt ár fram undan,“ sagði Milka. Býst við því að þeir bláu hreyti einhverju í hann „Þjálfarinn kom með tilboð og við ræddum málin, bæði hvað ég kem með til liðsins og hvernig ég get hjálpað liðinu. Ég er ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Milka. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að fá hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum hans gamla félags. „Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum. Ef þú spilar fyrir eitt lið þá ertu elskaður þar en allir aðrir hata þig. Nú munu þau grænu hvetja mig áfram en þau í bláu hreyta einhverju í mig. Það skiptir mig engu. Hjá mér snýst þetta allt um að njóta þess að spila körfubolta,“ sagði Milka. Lofar fleiri þriggja stiga skotum Má búast við einhverju nýju hjá Milka nú þegar hann er kominn til Njarðvíkur. „Logi er hættur þannig að það eru svona sjö þriggja stiga skot á lausu í hverjum leik. Ég mun líklega taka meira af þriggja stiga skotum og það var í samningnum. Kannski skora ég því meira af þristum á næstu leiktíð,“ sagði Milka. Hann tók alls 78 þriggja stiga skot í 86 deildarleikjum með Keflavík og hitti úr 22 þeirra sem gerir 28 prósent nýtingu. Hann skaut 0,9 þrista að meðaltali í leik.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira