Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júlí 2023 13:00 Eva segir stjórnvöld verða að taka ábyrgð og tala við konuna. Það sé hægt að veita henni efnismeðferð og öðrum í hennar stöðu. Aðsent Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. Konan kom til Íslands í janúar eftir að hafa fyrst sótt um vernd á Ítalíu. Eftir um fjögurra mánaða dvöl dró hún til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd en vegna yfirlýsts neyðarástands á Ítalíu er ekki hægt að fara með hana aftur þangað. Íslensk yfirvöld neita að taka ábyrgð á henni og hefur henni verið tilkynnt að hún sé orðin réttindalaus og missi búsetu sína í dag. Eva Hauksdóttir, lögmaður, skrifar um mál konunnar ítarlega grein á vef Vísis í dag þar sem hún segir bæði sögu hennar og stöðu vel. Hún segir í samtali við Vísi að þessi staða hafi ekki hvarflað að henni að gæti komið upp. Hún hafi fylgst vel með stöðu flóttafólks en að þetta sé nýtt og við þessu þurfi að bregðast. „Það er ýmislegt sem maður er búinn að sjá í þessum útlendingamálum sem manni finnst óheppilegt. Það er skelfileg aðstaða sem margt fólk er í en það að fólk sem vill endilega komast burt, komist ekki, er dálítið sérstakt, en það er kannski ekkert í því að gera þegar viðtökuríki neitar að taka við því,“ segir Eva en neyðarástandi var lýst yfir í Ítalíu í apríl vegna fjölda flóttafólks og hafa þau frá því neitað að taka aftur við fólki og vísað, til dæmis, til skorts á húsnæði. Eva segist skilja að stoðdeild vilji ekki fara með hana þangað því það sé hætta á því að enginn vilji taka við henni á flugvellinum á Ítalíu vegna yfirlýsts neyðarástands. „Að fólk lendi þá á milli kerfa, að tilheyra hvergi og enginn beri ábyrgð á þeim. Það gengur ekki og stenst ekki alþjóðlega mannréttindasáttmála eða skyldur ríkisins,“ segir Eva og að Útlendingastofnun sem bæði sinni eftirliti og þjónustu við fólk eigi að sjá til þess að fólk sé upplýst um stöðu sína og réttindi og að mál þeirra séu í einhverjum farvegi. Bíður enn svara um brottvísun úr búsetu Konunni var tilkynnt að hún ætti að yfirgefa búsetuúrræði sitt í morgun klukkan átta en er þó enn þar að sögn Evu. Hún segist ekki endilega búast við því að konunni verði hent út en að það gangi ekki að enginn tali við hana. „Íslensk stjórnvöld geta ekki verið þekkt fyrir það að henda fólki með barn á götuna. Það verður ekki gert en þessi kona er frá landi þar sem hún getur alveg eins átt von á slíku,“ segir Eva og að auk þess hafi hennar tími á Íslandi ekki vakið með henni mikið traust með kerfinu. „Það að fá þessi skilaboð er búin að valda henni andvöku í margar, margar nætur, og barninu líka.“ Eva segir líklegt að þessi staða hafi aðeins skapast því stofnanir sem eigi að sjá um málefni flóttafólks hreinlega viti ekki hvernig eigi að taka á málinu og þess vegna ýti fólk því frá sér í stað þess að taka ábyrgð. En að það gangi ekki lengur. „Ég skil alveg að það sé mikið að gera en þarna erum við að tala um neyðartilvik. Móðir og barn sem búast við því að vera hent úr í dag og það er enginn búinn að tala við hana. Ég er ekki á launum við þetta en maður gerir þetta samt. Þótt það sé mikið að gera og þetta kannski ekki í manns verkahring þá verður maður samt að gera eitthvað þegar fólk er í neyð. Það er ekki hægt að segja að þetta komi manni við,“ segir Eva ákveðin. Ekki ein í þessari stöðu Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur staðfest við Evu að konan sé ekki sú eina í þessari stöðu á íslandi. Það sé áríðandi að tala við þetta fólk og taka ákvörðun um næstu skref . Hún segir einn möguleika að veita fólki efnismeðferð á Íslandi í stað þess að bíða eftir breyttri stöðu á Ítalíu. Það sé ekki skylda samkvæmt Dyflinnarreglugerð að senda fólkið burt „Dyflinnarreglugerðin segir ekki að Ísland, eða hvaða land sem er, megi ekki taka umsóknir til efnismeðferðar þótt það sé hægt að senda fólk burt á grundvelli hennar. Það er alveg hægt að semja um það,“ segir Eva og nefnir í því samhengi fjölskyldusameiningu og ef það eru tengsl við ríkið með einhverjum hætti. „Það má alveg sýna mannúð og gera sérstakar ráðstafanir og undanþágur þegar svona stendur á.“ Í grein sinni bendir Eva einmitt á að reglugerðin fjalli ekki bara um það að „losa sig við fólk“ heldur sé þar einnig fjallað um réttindi fólks á flótta, sem sé áríðandi að tryggja. „Þessi hluti reglugerðarinnar gleymist oft. Menn geta ekki leyft sér að bera fyrir sig reglugerðir eða hvað sem það er og framfylgja því aðeins þegar það hentar. Það þarf að framfylgja þessu öllu. Líka þeim þáttum sem tryggja umsækjendum vernd eða réttindi,“ segir Eva og heldur áfram: „Neyðarástand kallar á annað verklag og viðbrögð og aðrar ráðstafanir. Ég held það skorti ekki vilja heldur sé fólk kannski ekki almennilega meðvitað um raunverulega ábyrgð stofnananna sem þau vinna hjá.“ Þrátt fyrir mikla fjölgun flóttafólks síðustu ár segir Eva það ekki nýtt stef að verkefnið sé óviðráðanlegt. „Ég byrjaði að fylgjast með málefnum flóttafólks um 2008 og allar götur síðan höfum við heyrt þennan söng í Evrópu að þetta sé óviðráðanlegt og kannski er það óviðráðanlegt. Kannski þarf að breyta kerfinu og opna landamæri en það er alveg á hreinu að Ítalía og Grikkland eru í verri aðstöðu en Norðurlöndin og við getum ekki alltaf velt allri ábyrgð á þessi tvö ríki. Kannski þarf að endurskoða allt kerfið en það sem þarf að gerast í dag er að það þarf einhver að tala við fólk í þessari hræðilegu stöðu að vita ekkert hvað verður um það. Sem hvorki má vera eða fara. Það verður einhver að tala við það.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Réttindi barna Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Konan kom til Íslands í janúar eftir að hafa fyrst sótt um vernd á Ítalíu. Eftir um fjögurra mánaða dvöl dró hún til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd en vegna yfirlýsts neyðarástands á Ítalíu er ekki hægt að fara með hana aftur þangað. Íslensk yfirvöld neita að taka ábyrgð á henni og hefur henni verið tilkynnt að hún sé orðin réttindalaus og missi búsetu sína í dag. Eva Hauksdóttir, lögmaður, skrifar um mál konunnar ítarlega grein á vef Vísis í dag þar sem hún segir bæði sögu hennar og stöðu vel. Hún segir í samtali við Vísi að þessi staða hafi ekki hvarflað að henni að gæti komið upp. Hún hafi fylgst vel með stöðu flóttafólks en að þetta sé nýtt og við þessu þurfi að bregðast. „Það er ýmislegt sem maður er búinn að sjá í þessum útlendingamálum sem manni finnst óheppilegt. Það er skelfileg aðstaða sem margt fólk er í en það að fólk sem vill endilega komast burt, komist ekki, er dálítið sérstakt, en það er kannski ekkert í því að gera þegar viðtökuríki neitar að taka við því,“ segir Eva en neyðarástandi var lýst yfir í Ítalíu í apríl vegna fjölda flóttafólks og hafa þau frá því neitað að taka aftur við fólki og vísað, til dæmis, til skorts á húsnæði. Eva segist skilja að stoðdeild vilji ekki fara með hana þangað því það sé hætta á því að enginn vilji taka við henni á flugvellinum á Ítalíu vegna yfirlýsts neyðarástands. „Að fólk lendi þá á milli kerfa, að tilheyra hvergi og enginn beri ábyrgð á þeim. Það gengur ekki og stenst ekki alþjóðlega mannréttindasáttmála eða skyldur ríkisins,“ segir Eva og að Útlendingastofnun sem bæði sinni eftirliti og þjónustu við fólk eigi að sjá til þess að fólk sé upplýst um stöðu sína og réttindi og að mál þeirra séu í einhverjum farvegi. Bíður enn svara um brottvísun úr búsetu Konunni var tilkynnt að hún ætti að yfirgefa búsetuúrræði sitt í morgun klukkan átta en er þó enn þar að sögn Evu. Hún segist ekki endilega búast við því að konunni verði hent út en að það gangi ekki að enginn tali við hana. „Íslensk stjórnvöld geta ekki verið þekkt fyrir það að henda fólki með barn á götuna. Það verður ekki gert en þessi kona er frá landi þar sem hún getur alveg eins átt von á slíku,“ segir Eva og að auk þess hafi hennar tími á Íslandi ekki vakið með henni mikið traust með kerfinu. „Það að fá þessi skilaboð er búin að valda henni andvöku í margar, margar nætur, og barninu líka.“ Eva segir líklegt að þessi staða hafi aðeins skapast því stofnanir sem eigi að sjá um málefni flóttafólks hreinlega viti ekki hvernig eigi að taka á málinu og þess vegna ýti fólk því frá sér í stað þess að taka ábyrgð. En að það gangi ekki lengur. „Ég skil alveg að það sé mikið að gera en þarna erum við að tala um neyðartilvik. Móðir og barn sem búast við því að vera hent úr í dag og það er enginn búinn að tala við hana. Ég er ekki á launum við þetta en maður gerir þetta samt. Þótt það sé mikið að gera og þetta kannski ekki í manns verkahring þá verður maður samt að gera eitthvað þegar fólk er í neyð. Það er ekki hægt að segja að þetta komi manni við,“ segir Eva ákveðin. Ekki ein í þessari stöðu Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur staðfest við Evu að konan sé ekki sú eina í þessari stöðu á íslandi. Það sé áríðandi að tala við þetta fólk og taka ákvörðun um næstu skref . Hún segir einn möguleika að veita fólki efnismeðferð á Íslandi í stað þess að bíða eftir breyttri stöðu á Ítalíu. Það sé ekki skylda samkvæmt Dyflinnarreglugerð að senda fólkið burt „Dyflinnarreglugerðin segir ekki að Ísland, eða hvaða land sem er, megi ekki taka umsóknir til efnismeðferðar þótt það sé hægt að senda fólk burt á grundvelli hennar. Það er alveg hægt að semja um það,“ segir Eva og nefnir í því samhengi fjölskyldusameiningu og ef það eru tengsl við ríkið með einhverjum hætti. „Það má alveg sýna mannúð og gera sérstakar ráðstafanir og undanþágur þegar svona stendur á.“ Í grein sinni bendir Eva einmitt á að reglugerðin fjalli ekki bara um það að „losa sig við fólk“ heldur sé þar einnig fjallað um réttindi fólks á flótta, sem sé áríðandi að tryggja. „Þessi hluti reglugerðarinnar gleymist oft. Menn geta ekki leyft sér að bera fyrir sig reglugerðir eða hvað sem það er og framfylgja því aðeins þegar það hentar. Það þarf að framfylgja þessu öllu. Líka þeim þáttum sem tryggja umsækjendum vernd eða réttindi,“ segir Eva og heldur áfram: „Neyðarástand kallar á annað verklag og viðbrögð og aðrar ráðstafanir. Ég held það skorti ekki vilja heldur sé fólk kannski ekki almennilega meðvitað um raunverulega ábyrgð stofnananna sem þau vinna hjá.“ Þrátt fyrir mikla fjölgun flóttafólks síðustu ár segir Eva það ekki nýtt stef að verkefnið sé óviðráðanlegt. „Ég byrjaði að fylgjast með málefnum flóttafólks um 2008 og allar götur síðan höfum við heyrt þennan söng í Evrópu að þetta sé óviðráðanlegt og kannski er það óviðráðanlegt. Kannski þarf að breyta kerfinu og opna landamæri en það er alveg á hreinu að Ítalía og Grikkland eru í verri aðstöðu en Norðurlöndin og við getum ekki alltaf velt allri ábyrgð á þessi tvö ríki. Kannski þarf að endurskoða allt kerfið en það sem þarf að gerast í dag er að það þarf einhver að tala við fólk í þessari hræðilegu stöðu að vita ekkert hvað verður um það. Sem hvorki má vera eða fara. Það verður einhver að tala við það.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Réttindi barna Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira