Fabrikkan í Kringlunni opin á ný Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 07:22 Veitingahúsið opnaði á ný í gær eftir sólarhringsvinnu af sótthreinsun og öðrum þrifum. Hamborgarafabrikkan Hamborgarafabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað tilkynningar bárust heilbrigðiseftirliti vegna mögulegrar nóróveirusmita. Framkvæmdastjóri segir sólahringsvinnu hafa falist í því að sótthreinsa staðinn og henda matvælum. Heilbrigðiseftirlitið segir rannsókn á uppruna veikindanna enn standa yfir. Vísir greindi frá því í fyrradag að Hamborgarafabrikkan í Kringlunni hefði ákveðið að loka eftir að upp kom magapest meðal gesta staðarins. Verkefnastjóri hjá Landlækni sagði í gær að tilkynningar hefðu borist til embættisins vegna veikinda sem svipaði til nóróveirusýkingar. Niðurstöður úr fólki sem tilkynnti sig veikt eru væntanlegar seinni partinn í dag. Hafa átt í góðu samstarfi við heilbrigðiseftirlit María Rut Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar, segir í samtali við Vísi að staðurinn bíði enn svara frá heilbrigðiseftirlitinu og niðurstöðu úr sýnatöku en sósur staðarins voru sendar til Sýni til greiningar. Hún segir að um sólarhringsvinnu hafi verið að ræða við sótthreinsun á staðnum og við að henda matvælum. Starfsfólk staðarins hafi átt í góðu samstarfi við heilbrigðiseftirlitið og muni halda því áfram. Vita enn ekki upprunann Í svörum frá Jóni Ragnari Gunnarssyni, heilbrigðisfulltrúa Reykjavíkurborgar, til Vísis kemur fram að enn sé ekki vitað hvort nóróveiran hafi ollið veikindum gesta eða ekki. „Nóróveira getur borist í matvæli frá einstaklingum sem eru veikir eða hafa nýlega verið veikir af völdum hennar. Ekki liggur fyrir hver uppruni hópsýkingarinnar er á þessari stundu.“ Hann segir fjórar tilkynningar einnig hafa borist heilbrigðiseftirlitinu um veikindi eftir neyslu matvæla í Fabrikkunni í Katrínartúni. Ekki sé hægt að fullyrða neitt um tengsl þessara veikinda. Veitingastaðir Kringlan Reykjavík Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Vísir greindi frá því í fyrradag að Hamborgarafabrikkan í Kringlunni hefði ákveðið að loka eftir að upp kom magapest meðal gesta staðarins. Verkefnastjóri hjá Landlækni sagði í gær að tilkynningar hefðu borist til embættisins vegna veikinda sem svipaði til nóróveirusýkingar. Niðurstöður úr fólki sem tilkynnti sig veikt eru væntanlegar seinni partinn í dag. Hafa átt í góðu samstarfi við heilbrigðiseftirlit María Rut Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar, segir í samtali við Vísi að staðurinn bíði enn svara frá heilbrigðiseftirlitinu og niðurstöðu úr sýnatöku en sósur staðarins voru sendar til Sýni til greiningar. Hún segir að um sólarhringsvinnu hafi verið að ræða við sótthreinsun á staðnum og við að henda matvælum. Starfsfólk staðarins hafi átt í góðu samstarfi við heilbrigðiseftirlitið og muni halda því áfram. Vita enn ekki upprunann Í svörum frá Jóni Ragnari Gunnarssyni, heilbrigðisfulltrúa Reykjavíkurborgar, til Vísis kemur fram að enn sé ekki vitað hvort nóróveiran hafi ollið veikindum gesta eða ekki. „Nóróveira getur borist í matvæli frá einstaklingum sem eru veikir eða hafa nýlega verið veikir af völdum hennar. Ekki liggur fyrir hver uppruni hópsýkingarinnar er á þessari stundu.“ Hann segir fjórar tilkynningar einnig hafa borist heilbrigðiseftirlitinu um veikindi eftir neyslu matvæla í Fabrikkunni í Katrínartúni. Ekki sé hægt að fullyrða neitt um tengsl þessara veikinda.
Veitingastaðir Kringlan Reykjavík Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira