Túlka reglulega við viðkvæmar og flóknar aðstæður Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júlí 2023 21:00 Sigríður segir að túlkari taki starf sitt mjög alvarlega og kappkosti að veita góða þjónustu, oft við flóknar aðstæður. Vísir/Rúnar Framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs segir ekki vandamál að túlka fyrir hvern sem þarf á þjónustunni að halda. Þau séu vön að túlka við viðkvæmar aðstæður, eins og í fangelsum. Í nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenfanga er þeim tilmælum beint til Fangelsismálastofnunar að kalla ávallt til túlk við innkomu, að bæta upplýsingagjöf með því að þýða mikilvægar upplýsingar og að gæta þess að fangar túlki ekki hver fyrir annan, en dæmi eru um deilur á milli fanga vegna slíks máls. Fram kemur í skýrslunni að fangar hafi fengið þóknun fyrir að túlka en að það geti skapað ýmis vandamál. Fangelsismálastjóri sagði í síðustu viku í viðtali að það gæti verið áskorun að fá túlk fyrir ört stækkandi hóp erlendra fanga innan fangelsisins en eins og stendur eru um 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi af erlendu bergi brotin og um 30 prósent þeirra sem afplána. Þessi hlutföll hafa hækkað mikið síðustu ár. „Það gefur augaleið að það er í að þjónusta á þá sem þurfa á þeirri þjónustu að halda,“ segir Sigríður Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs, en hún segir erfitt að fullyrða um það hvers vegna það sé áskorun að fá túlka í fangelsin en geti ímyndað sér að það snúist um fjármagn. Það ætti þó alltaf að gera ráð fyrir þjónustunni í áætlunum. „Ég get alveg fullyrt að staðfest færni okkar og getu til að þjónusta fangelsin, eins og alla aðra, og veita þeim faglega og góða túlkaþjónustu.“ Áskorun að halda uppi góðu þjónustustigi Samkvæmt lögum á fólk á rétt á túlkaþjónustu við fjölbreyttar aðstæður og segir Sigríður að flestar stofnanir og fyrirtæki gæti vel að því að tryggja túlkaþjónustu þegar lögin segja. Spurð hvort fjölgun erlendra ríkisborgara hafi verið áskorun segir Sigríður þau tilbúin í hvaða áskoranir sem er. „Það er auðvitað áskorun að halda uppi góðu þjónustustigi og að fjölga fólki á skrá. Við erum alltaf að leita að góðum túlkum og ráða til okkar til að anna eftirspurn,“ segir hún og að í dag bjóði þau upp á túlkun fyrir um 60 til 70 tungumál. „Breytingar í samfélaginu geta orðið til þess að við þurfum að fjölga tungumálum en það er ekki eitthvað sem er hindrun eða vandamál.“ Sigríður segir að verkefni túlka séu fjölbreytt en að flest þeirra séu þegar fólk á lagalegan rétt á túlk. Á Íslandi sé það í öllu sem viðkemur félagsþjónustu og barnavernd, skólamálum, í heilbrigðiskerfinu og svo í dómsal. Hún segir að túlkarnir geti fylgt fólki og að fólk geti einnig óskað eftir ákveðnum túlki en eðli máls samkvæmt er oft um náið samstarf er að ræða. Einmitt þess vegna séu skýrar reglur. „Það vinna allir eftir siðareglum túlka og það eru mjög skýrar reglur um tengslin sem mega vera á milli aðila.“ Mikið breyst eftir Covid Spurð um breytingar í faginu síðustu ár segir Sigríður að mesta breytingin hafi átt sér stað í Covid. „Fyrir það vorum við alltaf staðtúlkunum en núna hefur þjónustan jafnvel orðið betri því fyrirtæki áttuðu sig á gildi símatúlkana, símaskilaboða og fjarfunda. Þjónustan er þannig ekki bara fókuseruð á einn fund heldur líka verið að taka styttri mál með þessum leiðum,“ segir Sigríður og að þau taki sitt starf mjög alvarlega. „Það er hægt að þjónusta alls sem eiga lagalegan rétt á að fá túlk. Þá gerum við okkar besta. Við tökum starfi okkar mjög alvarlega og vitum hvað þetta er mikilvæg þjónusta sem við erum að veita og gerum okkar allra besta að veita hana.“ Innflytjendamál Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. 10. júlí 2023 09:00 Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. 8. júlí 2023 15:31 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Í nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenfanga er þeim tilmælum beint til Fangelsismálastofnunar að kalla ávallt til túlk við innkomu, að bæta upplýsingagjöf með því að þýða mikilvægar upplýsingar og að gæta þess að fangar túlki ekki hver fyrir annan, en dæmi eru um deilur á milli fanga vegna slíks máls. Fram kemur í skýrslunni að fangar hafi fengið þóknun fyrir að túlka en að það geti skapað ýmis vandamál. Fangelsismálastjóri sagði í síðustu viku í viðtali að það gæti verið áskorun að fá túlk fyrir ört stækkandi hóp erlendra fanga innan fangelsisins en eins og stendur eru um 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi af erlendu bergi brotin og um 30 prósent þeirra sem afplána. Þessi hlutföll hafa hækkað mikið síðustu ár. „Það gefur augaleið að það er í að þjónusta á þá sem þurfa á þeirri þjónustu að halda,“ segir Sigríður Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs, en hún segir erfitt að fullyrða um það hvers vegna það sé áskorun að fá túlka í fangelsin en geti ímyndað sér að það snúist um fjármagn. Það ætti þó alltaf að gera ráð fyrir þjónustunni í áætlunum. „Ég get alveg fullyrt að staðfest færni okkar og getu til að þjónusta fangelsin, eins og alla aðra, og veita þeim faglega og góða túlkaþjónustu.“ Áskorun að halda uppi góðu þjónustustigi Samkvæmt lögum á fólk á rétt á túlkaþjónustu við fjölbreyttar aðstæður og segir Sigríður að flestar stofnanir og fyrirtæki gæti vel að því að tryggja túlkaþjónustu þegar lögin segja. Spurð hvort fjölgun erlendra ríkisborgara hafi verið áskorun segir Sigríður þau tilbúin í hvaða áskoranir sem er. „Það er auðvitað áskorun að halda uppi góðu þjónustustigi og að fjölga fólki á skrá. Við erum alltaf að leita að góðum túlkum og ráða til okkar til að anna eftirspurn,“ segir hún og að í dag bjóði þau upp á túlkun fyrir um 60 til 70 tungumál. „Breytingar í samfélaginu geta orðið til þess að við þurfum að fjölga tungumálum en það er ekki eitthvað sem er hindrun eða vandamál.“ Sigríður segir að verkefni túlka séu fjölbreytt en að flest þeirra séu þegar fólk á lagalegan rétt á túlk. Á Íslandi sé það í öllu sem viðkemur félagsþjónustu og barnavernd, skólamálum, í heilbrigðiskerfinu og svo í dómsal. Hún segir að túlkarnir geti fylgt fólki og að fólk geti einnig óskað eftir ákveðnum túlki en eðli máls samkvæmt er oft um náið samstarf er að ræða. Einmitt þess vegna séu skýrar reglur. „Það vinna allir eftir siðareglum túlka og það eru mjög skýrar reglur um tengslin sem mega vera á milli aðila.“ Mikið breyst eftir Covid Spurð um breytingar í faginu síðustu ár segir Sigríður að mesta breytingin hafi átt sér stað í Covid. „Fyrir það vorum við alltaf staðtúlkunum en núna hefur þjónustan jafnvel orðið betri því fyrirtæki áttuðu sig á gildi símatúlkana, símaskilaboða og fjarfunda. Þjónustan er þannig ekki bara fókuseruð á einn fund heldur líka verið að taka styttri mál með þessum leiðum,“ segir Sigríður og að þau taki sitt starf mjög alvarlega. „Það er hægt að þjónusta alls sem eiga lagalegan rétt á að fá túlk. Þá gerum við okkar besta. Við tökum starfi okkar mjög alvarlega og vitum hvað þetta er mikilvæg þjónusta sem við erum að veita og gerum okkar allra besta að veita hana.“
Innflytjendamál Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. 10. júlí 2023 09:00 Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. 8. júlí 2023 15:31 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. 10. júlí 2023 09:00
Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. 8. júlí 2023 15:31
Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26
„Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00