Sport

Umbeðnu drápi á sjóbirting og urriða mótmælt

Karl Lúðvíksson skrifar
Urriðinn í Ytri Rangá getur orðið mjög vænn
Urriðinn í Ytri Rangá getur orðið mjög vænn

Leiðsögumenn og margir veiðimenn mótmæla þeim tilmælum Veiðifélags Ytri Rangár að allur sjóbirtingur og urriði í ánni skuli nú drepinn.

Þetta er gert með þeim skýringum að verið sé að koma í veg fyrir að hafbeitarseiðin sem verið er að sleppa úr tjörnum verði að miklu leiti að veislu fyrir urriðann og sjóbirtinginn. Það er vel þekkt að og sést oft að þegar seiðunum er sleppt úr tjörnunum á neðri svæðunum sérstaklega eru stórir sjóbirtingar og urriðar að éta fylli sína.  Leiðsögumenn við Ytri Rangá sem hafa hingað til verið talsmenn þess að vernda téða stofna eru margir hverjir langt því frá ánægðir með þessi tilmæli og það eru fleiri. Umræðan um þetta hefur verið frekar harkaleg í garð veiðifélagsins og er ekki líkleg til vinsælda. Póstur gengur nú um samfélags miðla sem við deilum hér fyrir neðan .

Af samfélagsmiðlum: "Urriða- og sjóbirtingsstofn Ytri Rangár er einstakur á heimsmælikvarða. Þar veiðast á ári hverju fiskar um og yfir 20 pund sem margir hverjir eru á aldri við fermingarbörn. Þessi stórfenglegi stofn, sem hefur átt heima í ánni í þúsundir ára, er nú í hættu. Í vikunni ákvað Veiðifélag Ytri Rangár að innleiða stefnu sem felur í sér að leiðsögumenn og veiðimenn við ánna eru skyldugir að drepa allan urriða og sjóbirting. Er þetta gert til þess að efla stofn ónáttúrulegs hafbeitarlax, sem aldrei hefur átt heima í ánni"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×