Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. júlí 2023 12:01 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segist þurfa svör við spurningum um Lindarhvolsmálið. Vísir/Ívar Fannar Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. Settur ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórðarson, vegna Lindarhvols sagði í kvöldfréttum okkar í gær að dómstólar þyrftu að skera út um Lindarhvolsmálið. Alþingi virtist ekki geta leyst málið og komist að niðurstöðu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir hins vegar málinu ekki lokið innan þingsins. „Skýrslan Ríkisendurskoðunar frá 2020 um Lindarhvol er enn á borði stjórnskipunar og eftirlitsnefndar og hefur ekki verið afgreidd þaðan. Hitt er að Alþingi vísar málum ekki til dómstóla það gerir þrígreining ríkisvaldsins og er ekki á okkar borði. Málinu eða umfjöllun um þetta mál er ekki lokið af hálfu nefndarinnar,“ segir Þórunn sem á von á því að nefndin geti fjallað um málið áfram. „Eins og allir vita þá hefur leyndarhyggjan í kringum greinargerðina sem ekki var birt í fimm ár eða svo náttúrulega stýrt miklu í umfjöllun um þetta mál. Nú hefur hún verið birt af fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og liggur á borðinu og þá er kannski hægt að taka efnislega umfjöllun um þetta mál. Eða allavega gera tilraun til þess að ræða málið aftur,“ segir hún. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols, hafi legið á borði þingnefndarinnar allan tímann. „En verið bundin trúnaði og margir fulltrúar í nefndinni hafa kosið að kynna sér hana ekki vegna þess að hún var bundin trúnaði en birtingin breytir að einhverju leyti vænti ég afstöðu þeirra til málsins,“ segir Þórunn og bætir við að málið þurfi að skoða frá öllum hliðum. „Það er að mínu dómi mjög óheppilegt fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi séu að deila um þessi mál opinberlega í fjölmiðlum. Skýrslan er á borði nefndarinnar og við verðum að taka afstöðu til framhaldsins.“ Aðspurð hvenær hún væntir þess að nefndin klári umfjöllun um málið segir Þórunn ekki strax en að hún eigi von á að nefndin hefji störf eftir verslunarmannahelgi. Þá hafi hún lesið bæði skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020 auk greinargerðar Sigurðar. „Ég hef ekki myndað mér endanlega skoðun á þessu fyrirkomulagi en ég er hins vegar búin að mynda mér spurningar sem ég þarf að fá svör við,“ segir Þórunn. Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02 Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Settur ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórðarson, vegna Lindarhvols sagði í kvöldfréttum okkar í gær að dómstólar þyrftu að skera út um Lindarhvolsmálið. Alþingi virtist ekki geta leyst málið og komist að niðurstöðu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir hins vegar málinu ekki lokið innan þingsins. „Skýrslan Ríkisendurskoðunar frá 2020 um Lindarhvol er enn á borði stjórnskipunar og eftirlitsnefndar og hefur ekki verið afgreidd þaðan. Hitt er að Alþingi vísar málum ekki til dómstóla það gerir þrígreining ríkisvaldsins og er ekki á okkar borði. Málinu eða umfjöllun um þetta mál er ekki lokið af hálfu nefndarinnar,“ segir Þórunn sem á von á því að nefndin geti fjallað um málið áfram. „Eins og allir vita þá hefur leyndarhyggjan í kringum greinargerðina sem ekki var birt í fimm ár eða svo náttúrulega stýrt miklu í umfjöllun um þetta mál. Nú hefur hún verið birt af fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og liggur á borðinu og þá er kannski hægt að taka efnislega umfjöllun um þetta mál. Eða allavega gera tilraun til þess að ræða málið aftur,“ segir hún. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols, hafi legið á borði þingnefndarinnar allan tímann. „En verið bundin trúnaði og margir fulltrúar í nefndinni hafa kosið að kynna sér hana ekki vegna þess að hún var bundin trúnaði en birtingin breytir að einhverju leyti vænti ég afstöðu þeirra til málsins,“ segir Þórunn og bætir við að málið þurfi að skoða frá öllum hliðum. „Það er að mínu dómi mjög óheppilegt fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi séu að deila um þessi mál opinberlega í fjölmiðlum. Skýrslan er á borði nefndarinnar og við verðum að taka afstöðu til framhaldsins.“ Aðspurð hvenær hún væntir þess að nefndin klári umfjöllun um málið segir Þórunn ekki strax en að hún eigi von á að nefndin hefji störf eftir verslunarmannahelgi. Þá hafi hún lesið bæði skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020 auk greinargerðar Sigurðar. „Ég hef ekki myndað mér endanlega skoðun á þessu fyrirkomulagi en ég er hins vegar búin að mynda mér spurningar sem ég þarf að fá svör við,“ segir Þórunn.
Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02 Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
„Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02
Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09