Fyrirfram reiknuðu flestir með að hin túníska Ons Jabeur myndi fara með sigur af hólmi. Hún var að leika til úrslita á mótinu annað árið í röð og var fyrir mótið í 6. sæti heimslistans. Vondrousova kom aftur inn á mótið án þess að vera með stöðu á téðum lista.
Unseeded. Unstoppable.#Wimbledon pic.twitter.com/sgSwIWirDM
— Wimbledon (@Wimbledon) July 15, 2023
Er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem kona vinnur einliðaleiks titilinn á Wimbledon án þess að vera með sæti á heimslistanum.
Ósigurinn tók á tilfinningar Jabeur sem sagði þetta vera sárasta tap ferilsins síns, en óskaði þó Vondrousova til hamingju með góðan sigur. Jabeur átti ekki sinn besta dag og gerði mörg ódýr mistök sem kostuðu hana að lokum sigurinn.
