Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2023 06:51 Þessi mynd af Kerch-brúnni var tekinn í kjölfar árásarinnar í fyrra. AP Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. Dóttir parsins er sögð hafa verið með þeim í bílnum. Hún er sögð hafa slasast. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki greint frá því hvað nákvæmlega gerðist og segja aðeins að brúnni hafi verið lokað vegna „neyðartilviks“. Þau hafa þó viðurkennt að hluti vegarins sé ónýtur en segja engar skemmdir hafi orðið á undirstöðum brúarinnar. Ferjuferðir frá Kuban í Rússlandi og yfir til Krímskaga hafa einnig verið stöðvaðar tímabundið. Talsmaður hermálayfirvalda Úkraínu í Odessa birti mynd á Telegram sem virðist sýna hluta brúarinnar brotinn en ekki liggur fyrir hvort umrædd mynd er raunveruleg né hvort hún tengist atvikinu í morgun. Þá hefur þessu myndskeiði verið deilt á samfélagsmiðlum: As a result of an unexplained emergency that occurred around 3am local time, the illegal bridge to Crimea received significant damage. Russian sources report having heard two explosions with 15 minutes between them. The car route is blocked. Trains seem to still be able to pic.twitter.com/tZuH6TKTNB— Dmitri (@wartranslated) July 17, 2023 Brúin er eitt mikilvægasta samgöngumannvirki Rússlands, ekki síst vegna þess hversu táknrænt það þykir fyrir herferð Vladimir Pútín Rússlandsforseta að endurheimta landsvæði sem honum þykja tilheyra Rússum. Ef um árás reynist að ræða er þetta í annað sinn sem ráðist er á brúna frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Stjórnvöld í Kænugarði viðurkenndu fyrr í þessum mánuði að hafa staðið að baki árás í október í fyrra, daginn eftir sjötugsafmæli Pútín, þar sem hluti brúarinnar var eyðilagður. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Dóttir parsins er sögð hafa verið með þeim í bílnum. Hún er sögð hafa slasast. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki greint frá því hvað nákvæmlega gerðist og segja aðeins að brúnni hafi verið lokað vegna „neyðartilviks“. Þau hafa þó viðurkennt að hluti vegarins sé ónýtur en segja engar skemmdir hafi orðið á undirstöðum brúarinnar. Ferjuferðir frá Kuban í Rússlandi og yfir til Krímskaga hafa einnig verið stöðvaðar tímabundið. Talsmaður hermálayfirvalda Úkraínu í Odessa birti mynd á Telegram sem virðist sýna hluta brúarinnar brotinn en ekki liggur fyrir hvort umrædd mynd er raunveruleg né hvort hún tengist atvikinu í morgun. Þá hefur þessu myndskeiði verið deilt á samfélagsmiðlum: As a result of an unexplained emergency that occurred around 3am local time, the illegal bridge to Crimea received significant damage. Russian sources report having heard two explosions with 15 minutes between them. The car route is blocked. Trains seem to still be able to pic.twitter.com/tZuH6TKTNB— Dmitri (@wartranslated) July 17, 2023 Brúin er eitt mikilvægasta samgöngumannvirki Rússlands, ekki síst vegna þess hversu táknrænt það þykir fyrir herferð Vladimir Pútín Rússlandsforseta að endurheimta landsvæði sem honum þykja tilheyra Rússum. Ef um árás reynist að ræða er þetta í annað sinn sem ráðist er á brúna frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Stjórnvöld í Kænugarði viðurkenndu fyrr í þessum mánuði að hafa staðið að baki árás í október í fyrra, daginn eftir sjötugsafmæli Pútín, þar sem hluti brúarinnar var eyðilagður.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira