Þetta staðfestir talsmaður leikkonunnar við bandaríska slúðurmiðilinn Page Six. Hefur hann eftir leikkonunni að fjölskyldan sé í skýjunum með litla drenginn.
Ekki er ljóst hvenær nákvæmlega drengurinn kom í heiminn. Í umfjöllun miðilsins segir að Laui sé arabískt nafn sem merkir „skjöldur“ eða „verndari.“
Barnastjarnan fyrrverandi, sem meðal annars gerði garðinn frægan í kvikmyndinni The Parent Trap, tilkynnti í mars síðastliðnum að hún ætti von á barni. Meðal þeirra sem óskuðu stjörnunni til hamingju við tilefnið var kollegi Lohan, fyrrverandi barnastjarnan Amanda Seyfried.