„Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2023 12:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur fagnað mörgum sigrum undanfarin ár og sigur í kvöld væri einn af þeim stóru. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson segir að nálgunin sem hefur gefist Blikum best virki hættuleg og háskaleg og er stundum barnaleg. Hann vill samt að liðið hans þori að stíga hátt upp á móti Írunum í kvöld og megi ekki vera að verja eitthvað. Blikar eru búnir að vinna alla þrjá Evrópuleiki sína í sumar og í kvöld geta þeir tryggt sér sæti í annarri umferð undankeppni Meistaradeildardeildarinnar. Breiðabliksliðið er í frábærum málum eftir 1-0 útisigur á Shamrock Rovers í fyrri leiknum á Írlandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, talaði um mismunandi skúffur fyrir hverja keppni eftir síðasta deildarsigur og var spurður hvað kemur upp úr henni. Orka og hugrekki „Það sem kemur upp úr henni er vonandi mikil orka og hugrekki. Menn komi þannig til leiks að við séum ekki að fara að verja eitthvað forskot sem við erum með heldur þurfum við að sækja. Við þurfum að horfa á þennan leik eins og staðan sé bara 0-0,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég veit ekki hvort við komum þeim á óvart í fyrri leiknum. Ég átta mig ekki á því. Við byrjuðum þá af krafti og við höfum talað um það, þegar maður horfir á leikinn aftur og svo aftur og aftur að þar voru fullt af hlutum sem við getum lagað,“ sagði Óskar Hrafn. Þurfum að fara eins hátt og við getum „Við getum verið töluvert betri á boltanum og við gáfum of margar feilsendingar í seinni hálfleik. Við stigum til baka og vorum ekki nógu ákafir að verjast fram á við. Við vorum fullmikið að verja okkar eigið mark og við erum ekki góðir þar. Þeim mun lengra sem við erum frá makinu okkar sem við erum að verjast þeim mun betri erum við. Það hentar okkur betur,“ sagði Óskar Hrafn. „Við þurfum að fara eins hátt og við getum. Stundum virkar það eins og það geti verið hættulegt og getur verið háskalegt. Getur verið stundum barnalegt en þetta er sú nálgun sem hefur gefist best fyrir okkur. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af er að menn verði aðeins flatir, “ sagði Óskar. Hann talar beint til sinna manna í viðtalinu og var þá við því sem ekki má gerast í hausnum þeirra. Þurfum að láta þeim líða illa „Menn fari ósjálfrátt að hugsa: Við erum 1-0 yfir, við þurfum að passa okkur, við megum ekki gera mistök, við megum ekki fara ofarlega og skilja eftir okkur einhver svæði bak við. Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga. Þora að spila út úr öllu. Þora að fá þá í okkur og spila á milli línanna. Halda boltanum í öftustu línu og ekki láta þá þvinga okkur þangað sem þeir vilja þvinga okkur. Við þurfum að stíga hátt á þá og láta þeim líða illa,“ sagði Óskar. Telja sig vera betri í ár en í fyrra „Við ætlum að slá þetta lið út. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta Shamrock lið er gríðarlega gott. Það er öflugt og náði góðum úrslitum í fyrra. Þeir telja sig vera betri í ár en þeir voru í fyrra. Við vitum alveg að verkefnið er stórt. Það er alls ekki það stórt að við þurfum að hræðast það eða vera eitthvað litlir í okkur,“ sagði Óskar. Það má heyra meira frá Óskari Hrafni um leikinn í viðtalinu en það er allt aðgengilegt hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn: Við vitum alveg að verkefnið er stórt Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Sjá meira
Blikar eru búnir að vinna alla þrjá Evrópuleiki sína í sumar og í kvöld geta þeir tryggt sér sæti í annarri umferð undankeppni Meistaradeildardeildarinnar. Breiðabliksliðið er í frábærum málum eftir 1-0 útisigur á Shamrock Rovers í fyrri leiknum á Írlandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, talaði um mismunandi skúffur fyrir hverja keppni eftir síðasta deildarsigur og var spurður hvað kemur upp úr henni. Orka og hugrekki „Það sem kemur upp úr henni er vonandi mikil orka og hugrekki. Menn komi þannig til leiks að við séum ekki að fara að verja eitthvað forskot sem við erum með heldur þurfum við að sækja. Við þurfum að horfa á þennan leik eins og staðan sé bara 0-0,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég veit ekki hvort við komum þeim á óvart í fyrri leiknum. Ég átta mig ekki á því. Við byrjuðum þá af krafti og við höfum talað um það, þegar maður horfir á leikinn aftur og svo aftur og aftur að þar voru fullt af hlutum sem við getum lagað,“ sagði Óskar Hrafn. Þurfum að fara eins hátt og við getum „Við getum verið töluvert betri á boltanum og við gáfum of margar feilsendingar í seinni hálfleik. Við stigum til baka og vorum ekki nógu ákafir að verjast fram á við. Við vorum fullmikið að verja okkar eigið mark og við erum ekki góðir þar. Þeim mun lengra sem við erum frá makinu okkar sem við erum að verjast þeim mun betri erum við. Það hentar okkur betur,“ sagði Óskar Hrafn. „Við þurfum að fara eins hátt og við getum. Stundum virkar það eins og það geti verið hættulegt og getur verið háskalegt. Getur verið stundum barnalegt en þetta er sú nálgun sem hefur gefist best fyrir okkur. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af er að menn verði aðeins flatir, “ sagði Óskar. Hann talar beint til sinna manna í viðtalinu og var þá við því sem ekki má gerast í hausnum þeirra. Þurfum að láta þeim líða illa „Menn fari ósjálfrátt að hugsa: Við erum 1-0 yfir, við þurfum að passa okkur, við megum ekki gera mistök, við megum ekki fara ofarlega og skilja eftir okkur einhver svæði bak við. Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga. Þora að spila út úr öllu. Þora að fá þá í okkur og spila á milli línanna. Halda boltanum í öftustu línu og ekki láta þá þvinga okkur þangað sem þeir vilja þvinga okkur. Við þurfum að stíga hátt á þá og láta þeim líða illa,“ sagði Óskar. Telja sig vera betri í ár en í fyrra „Við ætlum að slá þetta lið út. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta Shamrock lið er gríðarlega gott. Það er öflugt og náði góðum úrslitum í fyrra. Þeir telja sig vera betri í ár en þeir voru í fyrra. Við vitum alveg að verkefnið er stórt. Það er alls ekki það stórt að við þurfum að hræðast það eða vera eitthvað litlir í okkur,“ sagði Óskar. Það má heyra meira frá Óskari Hrafni um leikinn í viðtalinu en það er allt aðgengilegt hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn: Við vitum alveg að verkefnið er stórt
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Sjá meira