Umfjöllun og myndir: Ísland - Spánn 0-3 | Tap í fyrsta leik gegn ógnarsterkum Spánverjum Smári Jökull Jónsson skrifar 18. júlí 2023 20:27 Sædís Rún Heiðarsdóttir fyrirliði og Jakobína Hjörvarsdóttir verjast í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Ísland tapaði 3-0 gegn Spáni í fyrsta leik sínum á lokakeppni Evrópumóts U19-ára landsliða sem fram fer í Belgíu. Sigur spænska liðsins var sanngjarn en stelpurnar okkar mæta Tékkum á föstudag. Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega í kvöld en spænska liðið er ógnarsterkt og hefur fagnað titlum í þessum árgöngum á síðustu árum. Ísland ógnaði marki Spánverja í upphafi, fékk hornspyrnur en náðu ekki að skapa sér neitt hættulegt færi. Besta tilraunin var skot Kötlu Tryggvadóttur fyrir utan teig sem markvörður Spánar þurfti að hafa sig alla við til að verja. Byrjunarlið Íslands í leiknum í kvöld.Vísir/Getty Fyrsta mark leiksins kom síðan á 11. mínútu leiksins. Fiemma átti þá skot sem Fanney Inga Birkisdóttir í markinu missti beint út í markteiginn. Þar var Erika mætt, hún tók hreyfingu til vinstri framhjá Fanneyju Ingu og skoraði í autt markið. Eftir þetta var fyrri hálfleikurinn eign Spánverja. Þær sóttu nánast stanslaust og Fanney Inga varði í nokkur skipti vel í markinu. Hún kom þó engum vörnum við á 36. mínútu þegar Fiemma skoraði með góðu skoti frá vítateig, hnitmiðað skot í fjærhornið. Staðan í hálfleik 2-0 og stelpurnar okkar eflaust fegnar að komast inn í búningsherbergi. Hefðu Spánverjar átt að fá rautt spjald? Í síðari hálfleik gekk varnarleikur íslenska liðsins betur. Spánverjarnir voru mun meira með boltann og sköpuðu hættu í nokkur skipti án þess þó að skora lengst af. Um miðjan hálfleikinn gerðist hins vegar umdeilt atvik. Emelía Óskarsdóttir fékk þá sendingu innfyrir vörn Spánar og var við það að sleppa í gegn. Sara Ortega fór þá aftan í fætur Emelíu og réttilega dæmd aukaspyrna. Íslendingar vildu fá rautt á Ortega en nokkuð slakur serbneskur dómari leiksins lét gula spjaldið nægja. Sædís Rún Heiðarsdóttir er fyrirliði íslenska liðsins.Vísir/Getty Leikurinn virtist ætla að fjara hægt og rólega út eftir þetta. Bæði lið gerðu mikið af skiptingum og notuðu allar fimm skiptingar sínar. Carla Camacho skoraði hins vegar þriðja mark Spánar á 88. mínútu og gulltryggði sigurinn. Lokatölur 3-0 og tap í fyrsta leik þessarar úrslitakeppni Evrópumótsins staðreynd. Íslenska liðið getur tekið ýmislegt með sér úr leiknum í dag. Vissulega var svekkjandi að fá á sig mark undir lokin eftir fína varnarvinnu í síðari hálfleiknum en heilt yfir varðist íslenska liðið vel í seinni hálfleik. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Tékklandi á föstudag. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá leik kvöldsins. Fjölmennur hópur íslenskra stuðningsmanna er staddur í Belgíu.Vísir/Getty Fanney Inga Birkisdóttir ver hér skot í leiknum í kvöld.Vísir/Getty Emelía Óskarsdóttir í baráttunni.Vísir/Getty Jakobína Hjörvarsdóttir hvetur íslensku stelpurnar til dáða.Vísir/Getty Margrét Magnúsdóttir er þjálari U19-ára landsliðs Íslands.Vísir/Getty Snædís María Jörundsdóttir leikmaður Stjörnunnar í baráttu við leikmann spænska liðsins.Vísir/Getty Landslið kvenna í fótbolta
Ísland tapaði 3-0 gegn Spáni í fyrsta leik sínum á lokakeppni Evrópumóts U19-ára landsliða sem fram fer í Belgíu. Sigur spænska liðsins var sanngjarn en stelpurnar okkar mæta Tékkum á föstudag. Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega í kvöld en spænska liðið er ógnarsterkt og hefur fagnað titlum í þessum árgöngum á síðustu árum. Ísland ógnaði marki Spánverja í upphafi, fékk hornspyrnur en náðu ekki að skapa sér neitt hættulegt færi. Besta tilraunin var skot Kötlu Tryggvadóttur fyrir utan teig sem markvörður Spánar þurfti að hafa sig alla við til að verja. Byrjunarlið Íslands í leiknum í kvöld.Vísir/Getty Fyrsta mark leiksins kom síðan á 11. mínútu leiksins. Fiemma átti þá skot sem Fanney Inga Birkisdóttir í markinu missti beint út í markteiginn. Þar var Erika mætt, hún tók hreyfingu til vinstri framhjá Fanneyju Ingu og skoraði í autt markið. Eftir þetta var fyrri hálfleikurinn eign Spánverja. Þær sóttu nánast stanslaust og Fanney Inga varði í nokkur skipti vel í markinu. Hún kom þó engum vörnum við á 36. mínútu þegar Fiemma skoraði með góðu skoti frá vítateig, hnitmiðað skot í fjærhornið. Staðan í hálfleik 2-0 og stelpurnar okkar eflaust fegnar að komast inn í búningsherbergi. Hefðu Spánverjar átt að fá rautt spjald? Í síðari hálfleik gekk varnarleikur íslenska liðsins betur. Spánverjarnir voru mun meira með boltann og sköpuðu hættu í nokkur skipti án þess þó að skora lengst af. Um miðjan hálfleikinn gerðist hins vegar umdeilt atvik. Emelía Óskarsdóttir fékk þá sendingu innfyrir vörn Spánar og var við það að sleppa í gegn. Sara Ortega fór þá aftan í fætur Emelíu og réttilega dæmd aukaspyrna. Íslendingar vildu fá rautt á Ortega en nokkuð slakur serbneskur dómari leiksins lét gula spjaldið nægja. Sædís Rún Heiðarsdóttir er fyrirliði íslenska liðsins.Vísir/Getty Leikurinn virtist ætla að fjara hægt og rólega út eftir þetta. Bæði lið gerðu mikið af skiptingum og notuðu allar fimm skiptingar sínar. Carla Camacho skoraði hins vegar þriðja mark Spánar á 88. mínútu og gulltryggði sigurinn. Lokatölur 3-0 og tap í fyrsta leik þessarar úrslitakeppni Evrópumótsins staðreynd. Íslenska liðið getur tekið ýmislegt með sér úr leiknum í dag. Vissulega var svekkjandi að fá á sig mark undir lokin eftir fína varnarvinnu í síðari hálfleiknum en heilt yfir varðist íslenska liðið vel í seinni hálfleik. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Tékklandi á föstudag. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá leik kvöldsins. Fjölmennur hópur íslenskra stuðningsmanna er staddur í Belgíu.Vísir/Getty Fanney Inga Birkisdóttir ver hér skot í leiknum í kvöld.Vísir/Getty Emelía Óskarsdóttir í baráttunni.Vísir/Getty Jakobína Hjörvarsdóttir hvetur íslensku stelpurnar til dáða.Vísir/Getty Margrét Magnúsdóttir er þjálari U19-ára landsliðs Íslands.Vísir/Getty Snædís María Jörundsdóttir leikmaður Stjörnunnar í baráttu við leikmann spænska liðsins.Vísir/Getty
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti