Er verið að svindla á starfsfólkinu sem afgreiðir þig í sumarfríinu? Saga Kjartansdóttir skrifar 19. júlí 2023 10:00 Stundum er talað um að íslenskt samfélag leggist í dvala í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Skólar og leikskólar loka og flestir sem geta kjósa að taka sér sumarleyfi frá störfum. En á sama tíma snarfjölgar þeim sem starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum, bæði til að þjónusta þau okkar sem fara um landið í sumarfríinu og taka á móti þeim hundruðum þúsunda ferðamanna sem koma til landsins yfir sumartímann. Þessi árstíðabundnu störf í ferðaþjónustu eru að talsverðu leyti mönnuð annars vegar ungu fólki og námsmönnum og hins vegar aðfluttu fólki sem hingað kemur ýmist til skemmri eða lengri tíma. Vinnustaðaeftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og stéttarfélaganna sinnir eftirliti á vinnustöðum og þar á meðal í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Meira en helmingur starfsfólks sem eftirlitsfulltrúar hitta eru erlendir ríkisborgarar, enda heldur aðflutt starfsfólk uppi mannaflafrekum greinum á borð við ferðaþjónustu. Svindlað á aðfluttum og ungu fólkiVinnustaðaeftirlitið hefur undanfarna mánuði birt færslur á Facebook-síðu ASÍ með dæmum um það sem eftirlitsfulltrúar sjá og bregðast við í heimsóknum sínum. Skortur á hvíldartíma, kaffihléum og afbökun á veikindarétti eru á meðal algengra brota gegn starfsfólki í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þá er jafnaðarkaup, mikil notkun verktöku og notkun sjálfboðaliða algeng, en allt stríðir þetta gegn reglum og hefðum á íslenskum vinnumarkaði. Það er líka sífellt algengara að starfsfólk búi í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Þetta hefur lengi tíðkast í ferðaþjónustu á landsbyggðinni en er nú orðið sífellt útbreiddara, einnig á höfuðborgarsvæðinu og er afleiðing alvarlegrar húsnæðiskreppu. Verkalýðshreyfingin hefur oft bent á hversu varasamt það getur verið að blanda saman húsnæði og atvinnu og fjölmörg dæmi eru um að fólk verði húsnæðis- og tekjulaust á augabragði ef það missir vinnuna. Aðflutt starfsfólk á ekki alltaf í önnur hús að venda og getur því lent í mjög alvarlegri stöðu ef það missir vinnu sína og húsnæði. Skýrslur ASÍ hafa sýnt að erlent og aðflutt starfsfólk, auk ungs fólks, er langlíklegast til að verða fyrir svindli á vinnumarkaði. Stór hluti launakrafna sem stéttarfélögin gera til að sækja ógreidd laun eru gerðar fyrir hönd starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum, þar sem hlutfall aðflutts og ungs starfsfólks er hátt. Í ársskýrslu VR kemur fram að 37% kjaramála á borði félagsins á síðasta ári voru fyrir hönd erlendra ríkisborgara, en erlendir ríkisborgarar eru 14% af félaginu. Draumurinn um vinnu á Íslandi Ísland er draumaáfangastaður margra og íslenskir atvinnurekendur búa að því að fjöldi fólks er tilbúinn að koma hingað til lands til að vinna. Því miður er það þannig að of oft standast ekki loforðin um góða vinnu og mannsæmandi húsnæði. Of margt starfsfólk snýr aftur til heimalandsins peningalaust og með brostnar vonir. Gott samfélag leyfir ekki að svindlað sé á aðfluttu og ungu fólki til að aðrir geti hagnast meira. Verum á verðinum og höfnum lagskiptum vinnumarkaði þar sem svindl viðgengst gegn launafólki. Höfundur er verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kjaramál Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Stundum er talað um að íslenskt samfélag leggist í dvala í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Skólar og leikskólar loka og flestir sem geta kjósa að taka sér sumarleyfi frá störfum. En á sama tíma snarfjölgar þeim sem starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum, bæði til að þjónusta þau okkar sem fara um landið í sumarfríinu og taka á móti þeim hundruðum þúsunda ferðamanna sem koma til landsins yfir sumartímann. Þessi árstíðabundnu störf í ferðaþjónustu eru að talsverðu leyti mönnuð annars vegar ungu fólki og námsmönnum og hins vegar aðfluttu fólki sem hingað kemur ýmist til skemmri eða lengri tíma. Vinnustaðaeftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og stéttarfélaganna sinnir eftirliti á vinnustöðum og þar á meðal í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Meira en helmingur starfsfólks sem eftirlitsfulltrúar hitta eru erlendir ríkisborgarar, enda heldur aðflutt starfsfólk uppi mannaflafrekum greinum á borð við ferðaþjónustu. Svindlað á aðfluttum og ungu fólkiVinnustaðaeftirlitið hefur undanfarna mánuði birt færslur á Facebook-síðu ASÍ með dæmum um það sem eftirlitsfulltrúar sjá og bregðast við í heimsóknum sínum. Skortur á hvíldartíma, kaffihléum og afbökun á veikindarétti eru á meðal algengra brota gegn starfsfólki í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þá er jafnaðarkaup, mikil notkun verktöku og notkun sjálfboðaliða algeng, en allt stríðir þetta gegn reglum og hefðum á íslenskum vinnumarkaði. Það er líka sífellt algengara að starfsfólk búi í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Þetta hefur lengi tíðkast í ferðaþjónustu á landsbyggðinni en er nú orðið sífellt útbreiddara, einnig á höfuðborgarsvæðinu og er afleiðing alvarlegrar húsnæðiskreppu. Verkalýðshreyfingin hefur oft bent á hversu varasamt það getur verið að blanda saman húsnæði og atvinnu og fjölmörg dæmi eru um að fólk verði húsnæðis- og tekjulaust á augabragði ef það missir vinnuna. Aðflutt starfsfólk á ekki alltaf í önnur hús að venda og getur því lent í mjög alvarlegri stöðu ef það missir vinnu sína og húsnæði. Skýrslur ASÍ hafa sýnt að erlent og aðflutt starfsfólk, auk ungs fólks, er langlíklegast til að verða fyrir svindli á vinnumarkaði. Stór hluti launakrafna sem stéttarfélögin gera til að sækja ógreidd laun eru gerðar fyrir hönd starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum, þar sem hlutfall aðflutts og ungs starfsfólks er hátt. Í ársskýrslu VR kemur fram að 37% kjaramála á borði félagsins á síðasta ári voru fyrir hönd erlendra ríkisborgara, en erlendir ríkisborgarar eru 14% af félaginu. Draumurinn um vinnu á Íslandi Ísland er draumaáfangastaður margra og íslenskir atvinnurekendur búa að því að fjöldi fólks er tilbúinn að koma hingað til lands til að vinna. Því miður er það þannig að of oft standast ekki loforðin um góða vinnu og mannsæmandi húsnæði. Of margt starfsfólk snýr aftur til heimalandsins peningalaust og með brostnar vonir. Gott samfélag leyfir ekki að svindlað sé á aðfluttu og ungu fólki til að aðrir geti hagnast meira. Verum á verðinum og höfnum lagskiptum vinnumarkaði þar sem svindl viðgengst gegn launafólki. Höfundur er verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar