Mendy var leikmaður Englandsmeistara Manchester City þegar fjöldi kvenna steig fram og sakaði hann um nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Hann þurfti meðal annars að dúsa í hámarksöryggisfangelsi í Manchester meðan málið var rannsakað.
Á endanum var hann kærður fyrir sjö nauðganir og eina tilraun til nauðgunar. Sex af þeim ákærum voru felldar niður í janúar á þessu ári en rétta þurfti aftur í tveimur ákæruliðum. Var Mendy fundinn saklaus af kviðdómi fyrir nokkrum dögum og nú hefur hann samið við Lorient í heimalandinu.
Benjamin Mendy signe deux ans au FC Lorient.
— FC LORIENT (@FCLorient) July 19, 2023
Le communiqué https://t.co/upslF01fWp pic.twitter.com/KzuQSLVD4f
Lorient tilkynnti leikmanninn í dag en samningur hans við Man City rann út nýverið. Skrifar Mendy undir samning til ársins 2025.