Færri týnd börn með fíknivanda en áður Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júlí 2023 07:01 Guðmundur Fylkisson lögreglumaður segir mikilvægt að foreldra tali saman. Vísir/Sigurjón Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. Í afbrotatölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að í júnímánuði þessa árs voru beiðnir vegna týndra barna á höfuðborgarsvæðinu alls 25, vegna fjórtán barna og hafa þær ekki verið svo margar síðan sumarið 2020. Sex leitarbeiðnanna voru vegna eins barns. Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar alls 103 en að baki beiðnunum eru 44 börn. Níu börn eiga í þessum beiðnum fleiri en fjórar beiðnir að leit. Erfitt þegar börn samþykkja ekki ramma Lögreglumaður sem hefur starfað við leit að börnum í um áratug segir það skipta miklu þegar margar beiðnir komi vegna eins barns. „Það sem hefur þarna áhrif er að einn einstaklingur á sex leitarbeiðnir. Það eru ýmis úrræði í boði fyrir krakkana og þegar það er verið að taka krakka úr lausum aðstæðum heima fyrir og setja honum ákveðinn ramma þá tekur það á að ramminn haldi,“ segir Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, en að hann hafi séð allt að fimmtán beiðnir á einn einstakling í einum mánuði. Annars konar vandi Hann segir að hann sjái þó breytingar á krökkunum og þeim vanda sem þau glíma við. „Það er minni fíknivandi en meiri annars konar vandi. Þroskaskerðingar, ýmsar greiningar, andleg veikindi og annað slíkt. Það er það sem kemur meira við sögu þessa dagana,“ segir hann og að börnin skili sér oft illa heim. „Eða að þau sætti sig ekki við þann ramma sem þeim hefur verið settur og eru úti með öðrum börnum. Þegar þau skila sér ekki heim þá komi leitarbeiðnin.“ En við hvaða aðstæður er hann að finna börnin? „Langoftast við góðar aðstæður. Þau eru oft með hverju öðru og það má kannski alveg ýta við foreldrum að spyrja þegar einhver fær að gista. Ekki láta krakkann segja að hann sé með leyfi heldur að staðfesta það sjálf,“ segir Guðmundur og að börnum reynist auðveldara í dag að eignast nýja vini. „Þetta hefur breyst mikið frá því að ég byrjaði þegar þau voru í stífri neyslu og við slíkrar aðstæður.“ Nýturðu starfsins enn eftir ellefu ár í starfi? „Ég væri ekki í þessu ef ég hefði ekki gaman af því og fengi stöðuga endurgjöf. Það er bæði endurgjöfin frá krökkunum og foreldrum þeirra en svo sér maður líka þau sem voru komin verulega út af sporinu orðin fjölskyldufólk í dag og maður mætir þeim. Þau heilsa og maður er kannski smástund að fatta, en það gefur rosalega mikið.“ Barnavernd Félagsmál Fíkn Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Forseti sæmdi fjórtán manns fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní. 17. júní 2023 15:58 Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. 11. febrúar 2023 23:34 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Í afbrotatölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að í júnímánuði þessa árs voru beiðnir vegna týndra barna á höfuðborgarsvæðinu alls 25, vegna fjórtán barna og hafa þær ekki verið svo margar síðan sumarið 2020. Sex leitarbeiðnanna voru vegna eins barns. Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar alls 103 en að baki beiðnunum eru 44 börn. Níu börn eiga í þessum beiðnum fleiri en fjórar beiðnir að leit. Erfitt þegar börn samþykkja ekki ramma Lögreglumaður sem hefur starfað við leit að börnum í um áratug segir það skipta miklu þegar margar beiðnir komi vegna eins barns. „Það sem hefur þarna áhrif er að einn einstaklingur á sex leitarbeiðnir. Það eru ýmis úrræði í boði fyrir krakkana og þegar það er verið að taka krakka úr lausum aðstæðum heima fyrir og setja honum ákveðinn ramma þá tekur það á að ramminn haldi,“ segir Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, en að hann hafi séð allt að fimmtán beiðnir á einn einstakling í einum mánuði. Annars konar vandi Hann segir að hann sjái þó breytingar á krökkunum og þeim vanda sem þau glíma við. „Það er minni fíknivandi en meiri annars konar vandi. Þroskaskerðingar, ýmsar greiningar, andleg veikindi og annað slíkt. Það er það sem kemur meira við sögu þessa dagana,“ segir hann og að börnin skili sér oft illa heim. „Eða að þau sætti sig ekki við þann ramma sem þeim hefur verið settur og eru úti með öðrum börnum. Þegar þau skila sér ekki heim þá komi leitarbeiðnin.“ En við hvaða aðstæður er hann að finna börnin? „Langoftast við góðar aðstæður. Þau eru oft með hverju öðru og það má kannski alveg ýta við foreldrum að spyrja þegar einhver fær að gista. Ekki láta krakkann segja að hann sé með leyfi heldur að staðfesta það sjálf,“ segir Guðmundur og að börnum reynist auðveldara í dag að eignast nýja vini. „Þetta hefur breyst mikið frá því að ég byrjaði þegar þau voru í stífri neyslu og við slíkrar aðstæður.“ Nýturðu starfsins enn eftir ellefu ár í starfi? „Ég væri ekki í þessu ef ég hefði ekki gaman af því og fengi stöðuga endurgjöf. Það er bæði endurgjöfin frá krökkunum og foreldrum þeirra en svo sér maður líka þau sem voru komin verulega út af sporinu orðin fjölskyldufólk í dag og maður mætir þeim. Þau heilsa og maður er kannski smástund að fatta, en það gefur rosalega mikið.“
Barnavernd Félagsmál Fíkn Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Forseti sæmdi fjórtán manns fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní. 17. júní 2023 15:58 Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. 11. febrúar 2023 23:34 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Forseti sæmdi fjórtán manns fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní. 17. júní 2023 15:58
Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. 11. febrúar 2023 23:34