Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2023 13:30 Hákon Arnar er klár í slaginn með Lille. Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. Hákon Arnar er aðeins tvítugur að aldri en varð óvænt stjarna FC Kaupmannahafnar þegar liðið varð Danmerkurmeistari tvö ár í röð. Þá varð liðið bikarmeistari síðasta vor sem og Hákon Arnar stóð sig með prýði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem FCK náði í stig gegn Sevilla, Manchester City og Borussia Dortmund. Skoraði Hákon Arnar sitt fyrsta mark í keppninni í 1-1 jafntefli gegn Dortmund. Hann er meðal dýrustu leikmanna sem Lille kaupir en talið er að verðmiðinn sé í kringum 17 milljónir evra eða tæpur tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. „Fannst ég þurfa að prófa að spila í stærri deild. Ég veit ekki mikið um borgina en ég hef séð nokkra leiki með Lille og líkar vel við leikstíl liðsins, halda í boltann og pressa hátt. Það tók ekki langan tíma að taka þessa ákvörðun.“ Hákon Arnar tók einnig fram að hann hefði kynnst liðinu enn betur í gegnum tölvuleikinn FIFA sem hann spilar töluvert. Einnig kom fram að Lille ætli sér að nota hann í holunni á bakvið framherjann en Paulo Fonseca, þjálfari liðsins, stillir oftast nær upp í 4-2-3-1 leikkerfi. Þakkar fjölskyldunni „Fjölskyldan mín hefur spilað stórt hlutverk á ferli mínum, sérstaklega foreldrar mínir. Þá hef ég spilað mikið með bræðrum mínum. Þeir hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina, “ sagði Hákon Arnar en yngri bróðir hans – Haukur Andri – skrifaði einnig undir hjá Lille. Eldri bróðir hans, Tryggvi Hrafn, er samningsbundinn Val. „Mikill heiður sem fylgir því að vera fyrsti Íslendingurinn sem klæðist treyju Lille. Það verður enn betra þegar bróðir minn verður mér við hlið. Alltaf gaman að vera í kringum hann. Hann þarf að leggja mikið á sig til að komast í aðalliðið en ég hef mikla trú á honum.“ Franskan næst á dagskrá „Ég skil ekki stakt orð í frönsku. Hún er mjög ólík íslensku. Þarf að læra tungumálið,“ sagði Hákon Arnar að endingu á blaðamannafundinum sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Hákon Arnar er aðeins tvítugur að aldri en varð óvænt stjarna FC Kaupmannahafnar þegar liðið varð Danmerkurmeistari tvö ár í röð. Þá varð liðið bikarmeistari síðasta vor sem og Hákon Arnar stóð sig með prýði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem FCK náði í stig gegn Sevilla, Manchester City og Borussia Dortmund. Skoraði Hákon Arnar sitt fyrsta mark í keppninni í 1-1 jafntefli gegn Dortmund. Hann er meðal dýrustu leikmanna sem Lille kaupir en talið er að verðmiðinn sé í kringum 17 milljónir evra eða tæpur tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. „Fannst ég þurfa að prófa að spila í stærri deild. Ég veit ekki mikið um borgina en ég hef séð nokkra leiki með Lille og líkar vel við leikstíl liðsins, halda í boltann og pressa hátt. Það tók ekki langan tíma að taka þessa ákvörðun.“ Hákon Arnar tók einnig fram að hann hefði kynnst liðinu enn betur í gegnum tölvuleikinn FIFA sem hann spilar töluvert. Einnig kom fram að Lille ætli sér að nota hann í holunni á bakvið framherjann en Paulo Fonseca, þjálfari liðsins, stillir oftast nær upp í 4-2-3-1 leikkerfi. Þakkar fjölskyldunni „Fjölskyldan mín hefur spilað stórt hlutverk á ferli mínum, sérstaklega foreldrar mínir. Þá hef ég spilað mikið með bræðrum mínum. Þeir hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina, “ sagði Hákon Arnar en yngri bróðir hans – Haukur Andri – skrifaði einnig undir hjá Lille. Eldri bróðir hans, Tryggvi Hrafn, er samningsbundinn Val. „Mikill heiður sem fylgir því að vera fyrsti Íslendingurinn sem klæðist treyju Lille. Það verður enn betra þegar bróðir minn verður mér við hlið. Alltaf gaman að vera í kringum hann. Hann þarf að leggja mikið á sig til að komast í aðalliðið en ég hef mikla trú á honum.“ Franskan næst á dagskrá „Ég skil ekki stakt orð í frönsku. Hún er mjög ólík íslensku. Þarf að læra tungumálið,“ sagði Hákon Arnar að endingu á blaðamannafundinum sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira