Töluðu um gott innbrot eftir þjófnað á Rólex og Louis Vuitton Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2023 14:54 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. VÍSIR/VALLI Pólskir bræður hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnabrot og þjófnað. Meðal rannsóknaraðferða lögreglu var uppsetning eftirlitsmyndavélar og notkun eftirfarar- og hlerunarbúnaðar á bifreið sakbornings. Héraðsdómur var kveðinn upp þann 12. júlí. Bræðurnir Rafal Romaniuk og Krysztof Romaniuk voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot og þjófnað ásamt samverkamönnum þeirra Rafal Adrian Olchanowski og Jacek Ciunczyk. Nánar tiltekið voru þeir sakaðir um vörslu 70 kannabisplantna, 34,7 kílóa af maríjúana, 11,3 kílóa af kannabisblönduðu efni og 8,2 kílóa af kannabislaufum, í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Auk þess að hafa staðið í kannabis- og amfetamínræktun um nokkurt skeið. Þá var Rafal Romaniuk ákærður fyrir að hafa brotist inn í íbúð og stolið þaðan Rolex-úri að verðmæti 1,2 milljónir króna, Louis Vuitton tösku, Louis Vuitton snyrtitösku og Louis Vuitton belti. „Gott innbrot“ Í dómnum eru rannsóknaraðferðir lögreglu raknar. Segir að eftirlitsmyndavél hafi verið sett upp í iðnaðarhúsnæðinu og tengt mannaferðir við fyrrnefndan Rafal. Í framhaldinu féll grunur á meðákærðu. Húsleit var gerð í febrúar á þessu ári og hald lagt á fyrrnefnd fíkniefni, auk þess sem að þar fannst ýmis konar búnaður til kannabisræktunar. Lögregla fylgdist með ferðum Rafal og notaði eftirfarar- og hlerunarbúnað á bifreið hans. Meðal gagna málsins var samtal Rafal við annan mann þar sem þeir skipuleggja innbrot í þá íbúð sem um ræðir í ákærulið um þjófnað. Fram kemur að þeir hafi fylgst með íbúðinni og kannað staðhætti. Mennirnir ræddu sérstaklega að taka Louis Vuitton fatnað og töskur. Að kvöldi 4. febrúar brutust þeir inn í íbúðina og rændu Rolex úrum og dýrum merkjavörum á um hálftíma. Á upptöku heyrist annar maðurinn segja að um gott innbrot sé að ræða. Síðar um kvöldið var bifreið þeirra stöðvuð fyrir utan heimili Rafal og fundust hinir stolnu munir á heimili hans við húsleit viku síðar. Mistök að stöðva ekki bróður sinn Rafal Romaniuk játaði sök samkvæmt ákærulið sem sneri að fíkniefnalagabrotum en sagðist aðeins hafa verið að aðstoða vin sinn við ræktun kannabisefna. Hann játaði innbrotið að auki en sagðist hafa verið að innheimta skuld fyrir pólskan mann sem sem hafi talið honum trú um að skuldarinn, íslenskur maður, byggi í íbúðinni. Það reyndist ekki rétt við nánari skoðun. Krysztof Romaniuk játaði að hafa vitað af amfetamínframleiðslu bróður síns og sagði það mistök að hafa ekki stöðvað hann í framleiðslunni. Að öðru leyti ætti hann engan þátt í málinu. Samverkamennirnir játuðu sök en töldu sig hafa átt lítinn þátt í brotunum. Ljósmyndir og hljóðupptökur voru taldar sanna þátt þeirra í ræktuninni. Rafal Romaniuk var því dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi en hann hefur áður hlotið dóm fyrir þjófnað. Bróðir hans Krzysztof Romaniuk í þriggja og hálfs árs fangelsi en hann hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. Samverkamönnunum Rafal Adrian og Jacek Olchaniwski var gert að sæta fangelsi í 20 mánuði. Dómsmál Hafnarfjörður Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Héraðsdómur var kveðinn upp þann 12. júlí. Bræðurnir Rafal Romaniuk og Krysztof Romaniuk voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot og þjófnað ásamt samverkamönnum þeirra Rafal Adrian Olchanowski og Jacek Ciunczyk. Nánar tiltekið voru þeir sakaðir um vörslu 70 kannabisplantna, 34,7 kílóa af maríjúana, 11,3 kílóa af kannabisblönduðu efni og 8,2 kílóa af kannabislaufum, í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Auk þess að hafa staðið í kannabis- og amfetamínræktun um nokkurt skeið. Þá var Rafal Romaniuk ákærður fyrir að hafa brotist inn í íbúð og stolið þaðan Rolex-úri að verðmæti 1,2 milljónir króna, Louis Vuitton tösku, Louis Vuitton snyrtitösku og Louis Vuitton belti. „Gott innbrot“ Í dómnum eru rannsóknaraðferðir lögreglu raknar. Segir að eftirlitsmyndavél hafi verið sett upp í iðnaðarhúsnæðinu og tengt mannaferðir við fyrrnefndan Rafal. Í framhaldinu féll grunur á meðákærðu. Húsleit var gerð í febrúar á þessu ári og hald lagt á fyrrnefnd fíkniefni, auk þess sem að þar fannst ýmis konar búnaður til kannabisræktunar. Lögregla fylgdist með ferðum Rafal og notaði eftirfarar- og hlerunarbúnað á bifreið hans. Meðal gagna málsins var samtal Rafal við annan mann þar sem þeir skipuleggja innbrot í þá íbúð sem um ræðir í ákærulið um þjófnað. Fram kemur að þeir hafi fylgst með íbúðinni og kannað staðhætti. Mennirnir ræddu sérstaklega að taka Louis Vuitton fatnað og töskur. Að kvöldi 4. febrúar brutust þeir inn í íbúðina og rændu Rolex úrum og dýrum merkjavörum á um hálftíma. Á upptöku heyrist annar maðurinn segja að um gott innbrot sé að ræða. Síðar um kvöldið var bifreið þeirra stöðvuð fyrir utan heimili Rafal og fundust hinir stolnu munir á heimili hans við húsleit viku síðar. Mistök að stöðva ekki bróður sinn Rafal Romaniuk játaði sök samkvæmt ákærulið sem sneri að fíkniefnalagabrotum en sagðist aðeins hafa verið að aðstoða vin sinn við ræktun kannabisefna. Hann játaði innbrotið að auki en sagðist hafa verið að innheimta skuld fyrir pólskan mann sem sem hafi talið honum trú um að skuldarinn, íslenskur maður, byggi í íbúðinni. Það reyndist ekki rétt við nánari skoðun. Krysztof Romaniuk játaði að hafa vitað af amfetamínframleiðslu bróður síns og sagði það mistök að hafa ekki stöðvað hann í framleiðslunni. Að öðru leyti ætti hann engan þátt í málinu. Samverkamennirnir játuðu sök en töldu sig hafa átt lítinn þátt í brotunum. Ljósmyndir og hljóðupptökur voru taldar sanna þátt þeirra í ræktuninni. Rafal Romaniuk var því dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi en hann hefur áður hlotið dóm fyrir þjófnað. Bróðir hans Krzysztof Romaniuk í þriggja og hálfs árs fangelsi en hann hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. Samverkamönnunum Rafal Adrian og Jacek Olchaniwski var gert að sæta fangelsi í 20 mánuði.
Dómsmál Hafnarfjörður Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent