Um er að ræða 24 ára gamlan miðjumann sem kemur frá Kanada en spilaði síðast með Damaiense í efstu deild Portúgals. Endaði liðið í 5. sæti af 12 liðum á síðustu leiktíð. Kom Rendeiro við sögu í nærri öllum leikjum liðsins.
Félagaskiptin hafa verið staðfest á vef Knattspyrnusambands Íslands en Keflavík á enn eftir að tilkynna þau.
Keflavík er sem stendur í 8. sæti Bestu deildar með 12 stig að loknum jafn mörgum leikjum, einu stigi fyrir ofan fallsæti. Næsti leikur liðsins er gegn botnliði Selfoss þann 29. júlí.