Neymar grét í fimm daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 10:01 Neymar grét eftir tapið í vítakeppni á móti Króötum á HM 2022 og hélt áfram að gráta í fimm daga. Getty/Matthew Ashton Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar átti mjög erfitt með að sætta sig við það þegar Brasilía datt úr á heimsmeistaramótinu í Katar í desember síðastliðnum. Neymar talaði um vonbrigðin í nýju viðtali við YouTube manninn Casimiro þar sem Neymar segist hafa grátið í fimm daga eftir tapið á móti Króatíu í átta liða úrslitum HM og íhugaði að leggja landsliðsskóna sína upp á hillu. Neymar kom Brasilíu yfir í leiknum í framlengingu og hélt hann væri að tryggja brasilíska liðinu sæti í undanúrslitum en Króatar jöfnuðu og tryggðu sér síðan sigurinn í vítakeppni. Neymar cried for 5 days, considered retirement after WC exit https://t.co/lS4ZXbCZUR— ESPN (@espnvipweb) July 20, 2023 Neymar hefur ekki spilað aftur fyrir brasilíska landsliðið frá þessu tapi en leikurinn fór fram 9. desember 2022. Hinn 31 árs gamli framherji meiddist illa á ökkla í leik með Paris Saint Germain og missti af síðustu mánuðum tímabilsins. „Ég get ekki sagt þér það sem fór í gegnum hausinn á mér. Þetta var sársaukafyllsta tapið á ferlinum, án nokkurs vafa. Ég grét samfellt í fimm daga. Það særði mig mikið að sjá drauminn minn verða að engu,“ sagði Neymar. „Ég hefði kosið frekar að skora ekki, gera markalaust jafntefli og tapa síðan í vítakeppni frekar en að skora markið, þeir ná að jafna og við töpum í vító,“ sagði Neymar. „Þetta var versta mómentið á ferlinum. Þetta var eins og vera í jarðarför. Einhver grátandi hægra megin við þig og annar grátandi vinstra megin við þig. Þetta var hryllilegt og ég vil ekki upplifa slíkt aftur,“ sagði Neymar. Neyma hefur tekið þátt í þremur heimsmeistarakeppnum með Brasilíu, 2014, 2018 og 2022. Á HM 2014 tapaði liðið 7-1 í undanúrslitum á móti Þýskalandi á heimavelli en Neymar missti af þeim leik vegna bakmeiðsla. Brasilíumenn hafa síðan tapað í átta liða úrslitum í síðustu tveimur keppnum. Neymar hefur því aldrei náð að spila í undanúrslitum eða úrslitaleik á HM hvað þá að ná að verða heimsmeistari. Hann ætlar að reyna einu sinni enn á HM 2026. „Eftir heimsmeistaramótið 2022 þá vildi ég ekki spila aftur með landsliðinu ef ég segi alveg eins og er. Ég hef nú skipt um skoðun af því að ég er mjög hungraður í þennan titil. Ég vildi ekki ganga aftur í gegnum svona og sjá fjölskyldu mína þjást svona mikið. Nú þurfa þau að þola þetta aftur en nú mun þetta enda vel. Það verður að gera það,“ sagði Neymar. Neymar: After the World Cup exit, I didn t want to return to the Brazil team. I wanted to avoid the suffering again for my family because it has a huge impact.It was the worst moment of my career. I cried for five days straight. Seeing our dream evaporate is painful... I pic.twitter.com/ecIgFI9ip5— Football Tweet (@Football__Tweet) July 20, 2023 HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Sjá meira
Neymar talaði um vonbrigðin í nýju viðtali við YouTube manninn Casimiro þar sem Neymar segist hafa grátið í fimm daga eftir tapið á móti Króatíu í átta liða úrslitum HM og íhugaði að leggja landsliðsskóna sína upp á hillu. Neymar kom Brasilíu yfir í leiknum í framlengingu og hélt hann væri að tryggja brasilíska liðinu sæti í undanúrslitum en Króatar jöfnuðu og tryggðu sér síðan sigurinn í vítakeppni. Neymar cried for 5 days, considered retirement after WC exit https://t.co/lS4ZXbCZUR— ESPN (@espnvipweb) July 20, 2023 Neymar hefur ekki spilað aftur fyrir brasilíska landsliðið frá þessu tapi en leikurinn fór fram 9. desember 2022. Hinn 31 árs gamli framherji meiddist illa á ökkla í leik með Paris Saint Germain og missti af síðustu mánuðum tímabilsins. „Ég get ekki sagt þér það sem fór í gegnum hausinn á mér. Þetta var sársaukafyllsta tapið á ferlinum, án nokkurs vafa. Ég grét samfellt í fimm daga. Það særði mig mikið að sjá drauminn minn verða að engu,“ sagði Neymar. „Ég hefði kosið frekar að skora ekki, gera markalaust jafntefli og tapa síðan í vítakeppni frekar en að skora markið, þeir ná að jafna og við töpum í vító,“ sagði Neymar. „Þetta var versta mómentið á ferlinum. Þetta var eins og vera í jarðarför. Einhver grátandi hægra megin við þig og annar grátandi vinstra megin við þig. Þetta var hryllilegt og ég vil ekki upplifa slíkt aftur,“ sagði Neymar. Neyma hefur tekið þátt í þremur heimsmeistarakeppnum með Brasilíu, 2014, 2018 og 2022. Á HM 2014 tapaði liðið 7-1 í undanúrslitum á móti Þýskalandi á heimavelli en Neymar missti af þeim leik vegna bakmeiðsla. Brasilíumenn hafa síðan tapað í átta liða úrslitum í síðustu tveimur keppnum. Neymar hefur því aldrei náð að spila í undanúrslitum eða úrslitaleik á HM hvað þá að ná að verða heimsmeistari. Hann ætlar að reyna einu sinni enn á HM 2026. „Eftir heimsmeistaramótið 2022 þá vildi ég ekki spila aftur með landsliðinu ef ég segi alveg eins og er. Ég hef nú skipt um skoðun af því að ég er mjög hungraður í þennan titil. Ég vildi ekki ganga aftur í gegnum svona og sjá fjölskyldu mína þjást svona mikið. Nú þurfa þau að þola þetta aftur en nú mun þetta enda vel. Það verður að gera það,“ sagði Neymar. Neymar: After the World Cup exit, I didn t want to return to the Brazil team. I wanted to avoid the suffering again for my family because it has a huge impact.It was the worst moment of my career. I cried for five days straight. Seeing our dream evaporate is painful... I pic.twitter.com/ecIgFI9ip5— Football Tweet (@Football__Tweet) July 20, 2023
HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Sjá meira