Vél rýmd vegna veikinda farþega eftir langa bið í 37 stiga hita Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júlí 2023 08:47 Yfirvöld vilja svör við því hvers vegna farþegum var haldið í sjóðheitri vélinni. Getty/NurPhoto/Nicolas Economou Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvers vegna flugvél Delta Air Lines var kyrrsett á Harry Reid International Airport í Las Vegas í nokkrar klukkustundir í yfir 37 stiga hita á mánudag. Vélin átti að fljúga til Atlanta en fór aldrei á loft. Þess í stað voru farþegarnir látnir bíða í þrjá tíma, þar til svo margir þeirra höfðu veikst vegna hitans að vélin var rýmd. Sjúkraflutningamenn þurftu að sækja þrjá farþega sem höfðu fallið í yfirlið. Að sögn Kristu Garvin, framleiðanda hjá Fox News sem átti bókað flug þennan dag, var farþegum fyrst tilkynnt að það væri ekki hægt að innrita farþega á réttum tíma þar sem það vantaði flugliða. Eftir að farþegar fengu loks að fara um borð neyddust þeir svo til að bíða í þrjá tíma í viðbót, við vægast sagt ömurlegar aðstæður. „Þeir sögðu okkur að ýta á þjónustuhnappinn ef okkur vantaði aðstoð. Börn eru að öskurgráta. Þeir eru að afhenda sykursjúkum samlokur,“ tísti Garvin. Finally decided to take everyone off because too many people were sick and they want to try and cool down the plane. Praying they let us back on or we will be stuck here. pic.twitter.com/ds21XE3CXM— Krista Garvin (@Kristaanngarvin) July 18, 2023 Annar farþegi sagði að hún hefði orðið uppiskroppa með mat og bleyjur fyrir son sinn á meðan biðinni stóðþ Hann hefði sem betur fer verið rólegur. Annar sagði að fólk hefði ekki fengið vatn og að salernin hefðu verið lokuð. Að sögn Garvin var ákveðið að rýma vélina þar sem margir farþegar voru orðnir veikir sökum hitans og það átti að freista þess að kæla niður vélina. Þá var farþegum tilkynnt að áhöfnin hefði veikst. Delta hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um atvikið en segir málið í skoðun en Pete Buttigieg samgönguráðherra hefur krafið flugvélagið svara um það hvers vegna fólk var látið bíða svo lengi um borð í steikjandi hita. Bandaríkin Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Vélin átti að fljúga til Atlanta en fór aldrei á loft. Þess í stað voru farþegarnir látnir bíða í þrjá tíma, þar til svo margir þeirra höfðu veikst vegna hitans að vélin var rýmd. Sjúkraflutningamenn þurftu að sækja þrjá farþega sem höfðu fallið í yfirlið. Að sögn Kristu Garvin, framleiðanda hjá Fox News sem átti bókað flug þennan dag, var farþegum fyrst tilkynnt að það væri ekki hægt að innrita farþega á réttum tíma þar sem það vantaði flugliða. Eftir að farþegar fengu loks að fara um borð neyddust þeir svo til að bíða í þrjá tíma í viðbót, við vægast sagt ömurlegar aðstæður. „Þeir sögðu okkur að ýta á þjónustuhnappinn ef okkur vantaði aðstoð. Börn eru að öskurgráta. Þeir eru að afhenda sykursjúkum samlokur,“ tísti Garvin. Finally decided to take everyone off because too many people were sick and they want to try and cool down the plane. Praying they let us back on or we will be stuck here. pic.twitter.com/ds21XE3CXM— Krista Garvin (@Kristaanngarvin) July 18, 2023 Annar farþegi sagði að hún hefði orðið uppiskroppa með mat og bleyjur fyrir son sinn á meðan biðinni stóðþ Hann hefði sem betur fer verið rólegur. Annar sagði að fólk hefði ekki fengið vatn og að salernin hefðu verið lokuð. Að sögn Garvin var ákveðið að rýma vélina þar sem margir farþegar voru orðnir veikir sökum hitans og það átti að freista þess að kæla niður vélina. Þá var farþegum tilkynnt að áhöfnin hefði veikst. Delta hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um atvikið en segir málið í skoðun en Pete Buttigieg samgönguráðherra hefur krafið flugvélagið svara um það hvers vegna fólk var látið bíða svo lengi um borð í steikjandi hita.
Bandaríkin Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira