Sveimhuginn Kim Ekdahl tekur við Hong Kong Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2023 22:31 Kim Ekdahl du Rietz í leik með sænska landsliðinu. Getty Images/ANDREAS HILLERGREN Hinn 33 ára gamli Kim Ekdahl du Rietz er nýr landsliðsþjálfari Hong Kong í handbolta. Segja má að hann hafi dottið inn í starfið en hann var staddur í landinu til að læra alþjóðasamskipti. Kim Ekdahl kemur frá Svíþjóð og lék með landsliði Svía frá 2007 til 2020. Hann átti frábæran feril þar sem hann spilaði með Nantes, Rhein-Neckar Löwen og París Saint-Germain. Hann hafði tvívegis lagt skóna á hilluna áður en þeir fóru endanlega þangað árið 2021. Í frétt sænska miðilsins Sydsvenskan kemur fram að Ekdahl hafi haldið til Hong Kong til að ganga menntaveginn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði hann sem þjálfari karlalandsliðsins. Ekdahl var að leika sér í handbolta á æfingasvæði skólans þegar háskólaliðið kom og var honum í kjölfarið boðið að æfa með liðinu hefði hann áhuga. Ekdahl sló til og þannig komst hann að því að einn leikmanna skólans væri í landsliðinu. Nafnið og ferillinn gerði það að verkum að handknattleikssamband Hong Kong réð Ekdahl sem þjálfara karlalandsliðsins til skamms tíma. Mun hann stýra liðinu á Asíuleikunum sem fram fara í Kína í september og október. „Fórum til Japan þar sem við töpuðum fyrir háskólaliði og unnum annað. Við eigum ekki möguleika gegn liðum í hæsta gæðaflokki en þetta snýst um að byggja grunn og svo byggja ofan á það. Finna út hvernig við viljum spila sem lið,“ sagði Ekdahl að endingu við Sydsvenskan. View this post on Instagram A post shared by Kim Ekdahl Du Rietz (@duurietz) Þó handboltinn í Hong Kong sé ekki í hæsta gæðaflokki þá er Ekdahl tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að bæta hann eins og sjá má í póstinum hans á Instagram hér að ofan. Handbolti Hong Kong Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Kim Ekdahl kemur frá Svíþjóð og lék með landsliði Svía frá 2007 til 2020. Hann átti frábæran feril þar sem hann spilaði með Nantes, Rhein-Neckar Löwen og París Saint-Germain. Hann hafði tvívegis lagt skóna á hilluna áður en þeir fóru endanlega þangað árið 2021. Í frétt sænska miðilsins Sydsvenskan kemur fram að Ekdahl hafi haldið til Hong Kong til að ganga menntaveginn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði hann sem þjálfari karlalandsliðsins. Ekdahl var að leika sér í handbolta á æfingasvæði skólans þegar háskólaliðið kom og var honum í kjölfarið boðið að æfa með liðinu hefði hann áhuga. Ekdahl sló til og þannig komst hann að því að einn leikmanna skólans væri í landsliðinu. Nafnið og ferillinn gerði það að verkum að handknattleikssamband Hong Kong réð Ekdahl sem þjálfara karlalandsliðsins til skamms tíma. Mun hann stýra liðinu á Asíuleikunum sem fram fara í Kína í september og október. „Fórum til Japan þar sem við töpuðum fyrir háskólaliði og unnum annað. Við eigum ekki möguleika gegn liðum í hæsta gæðaflokki en þetta snýst um að byggja grunn og svo byggja ofan á það. Finna út hvernig við viljum spila sem lið,“ sagði Ekdahl að endingu við Sydsvenskan. View this post on Instagram A post shared by Kim Ekdahl Du Rietz (@duurietz) Þó handboltinn í Hong Kong sé ekki í hæsta gæðaflokki þá er Ekdahl tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að bæta hann eins og sjá má í póstinum hans á Instagram hér að ofan.
Handbolti Hong Kong Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira