„Við þurftum að þjást meira en við vildum“ Hinrik Wöhler skrifar 23. júlí 2023 22:15 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Anton Brink Leikur HK og Stjörnunnar í Bestu deild karla endaði með 1-1 jafntefli í Kórnum í kvöld. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi pressað hátt og skapað fleiri færi en HK var Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, ósáttur með að hafa ekki stolið stigunum þremur. „Ef tilfinningin mín fyrir markinu sem þeir skora er rétt þá er ég ósáttur með það að við höfum ekki unnið leikinn,“ sagði Ómar skömmu eftir leik. Það var mikil barátta í vítateig Stjörnumanna undir lokin og vildu heimamenn í HK fá víti í uppbótartíma en dómari leiksins, Helgi Mikael Jónasson, var ekki á sama máli. „Mér fannst hann fara í hendina á honum þegar við skutum honum aftur inn í pakkann en þetta var bara í þannig mómenti að þegar þú heyrir einhvern smell þegar boltinn skoppar til baka þá bara biður þú um víti, það er bara eðlilegt og allir hefðu gert það,“ sagði Ómar um lokamínútur leikins. Kópavogsliðið hefur aðeins sigrað einn leik af síðustu níu deildarleikjum en Ómar Ingi hefur þó litlar áhyggjur af stöðu mála. „Það fer eftir hvernig þú setur það upp, við erum bara með eitt tap í síðustu fimm leikjum og þar af leiðandi sex stig í fimm leikjum sem er rúmlega eitt á leik og ég hef ekki áhyggjur af þessu. Við hefðum alveg getað unnið í kvöld þó að bróðurpartinn af leiknum vorum við að verjast í staðinn fyrir að sækja og mögulega átt skilið að vinna.“ Stjarnan pressaði hátt og voru meira með boltann en heimamenn. Ómar viðurkennir að uppleggið fyrir leik var ekki eins varnarsinnað eins og raun bar vitni. „Stjarnan þrýsti okkur aftar en við áætluðum að myndi gerast þannig okkur gekk erfiðlega að koma okkur út úr því en okkur gekk þó vel að díla við það. Við þurftum að þjást meira en við vildum en það hefur verið hluti af því sem við höfum þurft að læra samanborið við Lengjudeildina í fyrra. Við þurfum að stilla okkur betur af varðandi það hvernig hugarfarið okkar er gangvart ákveðnum þáttum í leiknum.“ Atli Arnarson, Birkir Valur Jónsson og Eyþór Wöhler voru frá vegna meiðsla sem þeir hlutu í síðasta leik á móti Fylki. Ómar Ingi á von á því að þeir verða allir klárir fyrir komandi átök. „Að sjálfsögðu vona ég það. Það er von til þess, samkvæmt mínu samtali við þá í dag og undanfarna viku við þá sem meiddust gegn Fylki á ég von á því að þeir geti vera klárir eftir viku á móti KA. Það var sama hjá Ívari Erni [Jónssyni] í dag og á móti Fylki, hann var byrjaður að stífna upp í kálfanum en spilaði samt 70 til 75 mínútur og með vikuhvíld verður hann alltaf klár fyrir norðan.“ Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild karla um þessar mundir og það gæti verið að HK muni styrkja sig í öftustu línu. „Það styttist í að Ívar Orri [Gissurarson] fari og við erum að líta í kringum okkur og opna á einhver samtöl við lið,“ sagði Ómar Ingi að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
„Ef tilfinningin mín fyrir markinu sem þeir skora er rétt þá er ég ósáttur með það að við höfum ekki unnið leikinn,“ sagði Ómar skömmu eftir leik. Það var mikil barátta í vítateig Stjörnumanna undir lokin og vildu heimamenn í HK fá víti í uppbótartíma en dómari leiksins, Helgi Mikael Jónasson, var ekki á sama máli. „Mér fannst hann fara í hendina á honum þegar við skutum honum aftur inn í pakkann en þetta var bara í þannig mómenti að þegar þú heyrir einhvern smell þegar boltinn skoppar til baka þá bara biður þú um víti, það er bara eðlilegt og allir hefðu gert það,“ sagði Ómar um lokamínútur leikins. Kópavogsliðið hefur aðeins sigrað einn leik af síðustu níu deildarleikjum en Ómar Ingi hefur þó litlar áhyggjur af stöðu mála. „Það fer eftir hvernig þú setur það upp, við erum bara með eitt tap í síðustu fimm leikjum og þar af leiðandi sex stig í fimm leikjum sem er rúmlega eitt á leik og ég hef ekki áhyggjur af þessu. Við hefðum alveg getað unnið í kvöld þó að bróðurpartinn af leiknum vorum við að verjast í staðinn fyrir að sækja og mögulega átt skilið að vinna.“ Stjarnan pressaði hátt og voru meira með boltann en heimamenn. Ómar viðurkennir að uppleggið fyrir leik var ekki eins varnarsinnað eins og raun bar vitni. „Stjarnan þrýsti okkur aftar en við áætluðum að myndi gerast þannig okkur gekk erfiðlega að koma okkur út úr því en okkur gekk þó vel að díla við það. Við þurftum að þjást meira en við vildum en það hefur verið hluti af því sem við höfum þurft að læra samanborið við Lengjudeildina í fyrra. Við þurfum að stilla okkur betur af varðandi það hvernig hugarfarið okkar er gangvart ákveðnum þáttum í leiknum.“ Atli Arnarson, Birkir Valur Jónsson og Eyþór Wöhler voru frá vegna meiðsla sem þeir hlutu í síðasta leik á móti Fylki. Ómar Ingi á von á því að þeir verða allir klárir fyrir komandi átök. „Að sjálfsögðu vona ég það. Það er von til þess, samkvæmt mínu samtali við þá í dag og undanfarna viku við þá sem meiddust gegn Fylki á ég von á því að þeir geti vera klárir eftir viku á móti KA. Það var sama hjá Ívari Erni [Jónssyni] í dag og á móti Fylki, hann var byrjaður að stífna upp í kálfanum en spilaði samt 70 til 75 mínútur og með vikuhvíld verður hann alltaf klár fyrir norðan.“ Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild karla um þessar mundir og það gæti verið að HK muni styrkja sig í öftustu línu. „Það styttist í að Ívar Orri [Gissurarson] fari og við erum að líta í kringum okkur og opna á einhver samtöl við lið,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira