Höskuldur: Mikil tilhlökkun í eiginlega öllu landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 13:30 Höskuldur Gunnlaugsson fagnar marki í Evrópukeppninni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, hefur verið sjóðandi heitur í Evrópukeppninni í sumar og er búinn að skora fjögur mörk í leikjunum fjórum. Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar vilja sjá hvernig þeir standa á móti stærsta liðinu í Skandinavíu. Mikill áhugi og spenningur „Það er mikil tilhlökkun, maður finnur það hjá leikmannahópnum og eiginlega öllu landinu. Það er mikill áhugi og spenningur fyrir þessum leik og þessu einvígi. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt. Mikil fríðindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson í samtali við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi Breiðabliks fyrir leikinn. „Þetta er óumdeilanlega stærsta liðið í Skandinavíu. Þetta eru Danmerkumeistararnir og með sína sögu. Þeir eiga góða sögu í Evrópufótbolta og eru á því kalíberi. Meginlandslið ef svo má segja. Út af því held ég að fólk sé almennt spennt sem og leikmenn að fá að máta sig við þá og sjá hvar við stöndum. Sjá hvernig við komum út á móti stærsta liðinu í Skandinavíu,“ sagði Höskuldur. FC Kaupmannahöfn missti á dögunum íslenska landsliðsmanninn Hákon Haraldsson sem var seldur til franska félagsins Lille. Þetta er engu að síður vel mannað og afar sterkt lið. Býst við einhverjum óþekktum Hákonum „Þeir eru eflaust með unga og uppalda innan sinna raða sem maður veit ekki af. Einhverja Hákona til dæmis. Við búumst við því að þeir séu ekkert veikari en þeir hafa verið undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. „Við þurfum að nýta okkur það að við byrjum einvígið hér á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel og þekkjum hvern annan vel. Vitum hvernig boltinn hagar sér og með fólkið að styðja við bakið á okkur. Það er mikilvægt að vera við sjálfir, hugrakkir, stíga hátt upp á þá og vera agressífir. Hugrakkir og þora. Byrja þannig. Það verður að vera nálgunin,“ sagði Höskuldur. Bein tenging inn til okkar Það eru tveir íslenskir leikmenn í liði FCK, þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson sem er auðvitað sonur þjálfara Breiðabliks, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það er skemmtilegt og skapar tengingu. Beina tengingu inn til okkar. Ég held að Skaginn, allir sem einn, voru að reyna að tryggja sér miða. Ég held að það sé mjög mikil tilhlökkun og sökum þess er meiri spenna og enn meiri áhugi fyrir þessum viðburði,“ sagði Höskuldur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Höskuldur: Vitum hvernig boltinn hagar sér hér Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar vilja sjá hvernig þeir standa á móti stærsta liðinu í Skandinavíu. Mikill áhugi og spenningur „Það er mikil tilhlökkun, maður finnur það hjá leikmannahópnum og eiginlega öllu landinu. Það er mikill áhugi og spenningur fyrir þessum leik og þessu einvígi. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt. Mikil fríðindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson í samtali við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi Breiðabliks fyrir leikinn. „Þetta er óumdeilanlega stærsta liðið í Skandinavíu. Þetta eru Danmerkumeistararnir og með sína sögu. Þeir eiga góða sögu í Evrópufótbolta og eru á því kalíberi. Meginlandslið ef svo má segja. Út af því held ég að fólk sé almennt spennt sem og leikmenn að fá að máta sig við þá og sjá hvar við stöndum. Sjá hvernig við komum út á móti stærsta liðinu í Skandinavíu,“ sagði Höskuldur. FC Kaupmannahöfn missti á dögunum íslenska landsliðsmanninn Hákon Haraldsson sem var seldur til franska félagsins Lille. Þetta er engu að síður vel mannað og afar sterkt lið. Býst við einhverjum óþekktum Hákonum „Þeir eru eflaust með unga og uppalda innan sinna raða sem maður veit ekki af. Einhverja Hákona til dæmis. Við búumst við því að þeir séu ekkert veikari en þeir hafa verið undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. „Við þurfum að nýta okkur það að við byrjum einvígið hér á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel og þekkjum hvern annan vel. Vitum hvernig boltinn hagar sér og með fólkið að styðja við bakið á okkur. Það er mikilvægt að vera við sjálfir, hugrakkir, stíga hátt upp á þá og vera agressífir. Hugrakkir og þora. Byrja þannig. Það verður að vera nálgunin,“ sagði Höskuldur. Bein tenging inn til okkar Það eru tveir íslenskir leikmenn í liði FCK, þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson sem er auðvitað sonur þjálfara Breiðabliks, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það er skemmtilegt og skapar tengingu. Beina tengingu inn til okkar. Ég held að Skaginn, allir sem einn, voru að reyna að tryggja sér miða. Ég held að það sé mjög mikil tilhlökkun og sökum þess er meiri spenna og enn meiri áhugi fyrir þessum viðburði,“ sagði Höskuldur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Höskuldur: Vitum hvernig boltinn hagar sér hér
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira