Höskuldur: Mikil tilhlökkun í eiginlega öllu landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 13:30 Höskuldur Gunnlaugsson fagnar marki í Evrópukeppninni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, hefur verið sjóðandi heitur í Evrópukeppninni í sumar og er búinn að skora fjögur mörk í leikjunum fjórum. Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar vilja sjá hvernig þeir standa á móti stærsta liðinu í Skandinavíu. Mikill áhugi og spenningur „Það er mikil tilhlökkun, maður finnur það hjá leikmannahópnum og eiginlega öllu landinu. Það er mikill áhugi og spenningur fyrir þessum leik og þessu einvígi. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt. Mikil fríðindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson í samtali við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi Breiðabliks fyrir leikinn. „Þetta er óumdeilanlega stærsta liðið í Skandinavíu. Þetta eru Danmerkumeistararnir og með sína sögu. Þeir eiga góða sögu í Evrópufótbolta og eru á því kalíberi. Meginlandslið ef svo má segja. Út af því held ég að fólk sé almennt spennt sem og leikmenn að fá að máta sig við þá og sjá hvar við stöndum. Sjá hvernig við komum út á móti stærsta liðinu í Skandinavíu,“ sagði Höskuldur. FC Kaupmannahöfn missti á dögunum íslenska landsliðsmanninn Hákon Haraldsson sem var seldur til franska félagsins Lille. Þetta er engu að síður vel mannað og afar sterkt lið. Býst við einhverjum óþekktum Hákonum „Þeir eru eflaust með unga og uppalda innan sinna raða sem maður veit ekki af. Einhverja Hákona til dæmis. Við búumst við því að þeir séu ekkert veikari en þeir hafa verið undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. „Við þurfum að nýta okkur það að við byrjum einvígið hér á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel og þekkjum hvern annan vel. Vitum hvernig boltinn hagar sér og með fólkið að styðja við bakið á okkur. Það er mikilvægt að vera við sjálfir, hugrakkir, stíga hátt upp á þá og vera agressífir. Hugrakkir og þora. Byrja þannig. Það verður að vera nálgunin,“ sagði Höskuldur. Bein tenging inn til okkar Það eru tveir íslenskir leikmenn í liði FCK, þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson sem er auðvitað sonur þjálfara Breiðabliks, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það er skemmtilegt og skapar tengingu. Beina tengingu inn til okkar. Ég held að Skaginn, allir sem einn, voru að reyna að tryggja sér miða. Ég held að það sé mjög mikil tilhlökkun og sökum þess er meiri spenna og enn meiri áhugi fyrir þessum viðburði,“ sagði Höskuldur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Höskuldur: Vitum hvernig boltinn hagar sér hér Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar vilja sjá hvernig þeir standa á móti stærsta liðinu í Skandinavíu. Mikill áhugi og spenningur „Það er mikil tilhlökkun, maður finnur það hjá leikmannahópnum og eiginlega öllu landinu. Það er mikill áhugi og spenningur fyrir þessum leik og þessu einvígi. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt. Mikil fríðindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson í samtali við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi Breiðabliks fyrir leikinn. „Þetta er óumdeilanlega stærsta liðið í Skandinavíu. Þetta eru Danmerkumeistararnir og með sína sögu. Þeir eiga góða sögu í Evrópufótbolta og eru á því kalíberi. Meginlandslið ef svo má segja. Út af því held ég að fólk sé almennt spennt sem og leikmenn að fá að máta sig við þá og sjá hvar við stöndum. Sjá hvernig við komum út á móti stærsta liðinu í Skandinavíu,“ sagði Höskuldur. FC Kaupmannahöfn missti á dögunum íslenska landsliðsmanninn Hákon Haraldsson sem var seldur til franska félagsins Lille. Þetta er engu að síður vel mannað og afar sterkt lið. Býst við einhverjum óþekktum Hákonum „Þeir eru eflaust með unga og uppalda innan sinna raða sem maður veit ekki af. Einhverja Hákona til dæmis. Við búumst við því að þeir séu ekkert veikari en þeir hafa verið undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. „Við þurfum að nýta okkur það að við byrjum einvígið hér á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel og þekkjum hvern annan vel. Vitum hvernig boltinn hagar sér og með fólkið að styðja við bakið á okkur. Það er mikilvægt að vera við sjálfir, hugrakkir, stíga hátt upp á þá og vera agressífir. Hugrakkir og þora. Byrja þannig. Það verður að vera nálgunin,“ sagði Höskuldur. Bein tenging inn til okkar Það eru tveir íslenskir leikmenn í liði FCK, þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson sem er auðvitað sonur þjálfara Breiðabliks, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það er skemmtilegt og skapar tengingu. Beina tengingu inn til okkar. Ég held að Skaginn, allir sem einn, voru að reyna að tryggja sér miða. Ég held að það sé mjög mikil tilhlökkun og sökum þess er meiri spenna og enn meiri áhugi fyrir þessum viðburði,“ sagði Höskuldur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Höskuldur: Vitum hvernig boltinn hagar sér hér
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira