„Eitthvað sem við munum aldrei gleyma“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2023 09:00 Olga Ýr segist enn að átta sig á því sem gerðist. Haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og glerhörð. instagram/olgaýr Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur. Í myndbandsfréttinni sjáum við haglél dynja á bílrúðu hjá íslenskri fjölskyldu þegar harkalegur haglélsstormur dundi á Norður-Ítalíu í fyrradag með þeim afleiðingum að tjón varð á fjölda bíla og nokkrir sagðir slasaðir, enginn alvarlega. Olga Ýr Georgsdóttir er ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem staddir eru á svæðinu en hún segir að mánudagurinn hafi í fyrstu einkennst af sól og hita. Lognið á undan storminum. Um kvöldið hófst þrumuveður. „En síðan bara á einni mínútu byrjar þetta að vera eins og skotárás. Maður vissi ekki hvað var í gangi og líka bara að sjá þessa bolta skoppa út um allt. Maður vissi ekkert hvað máður átti að gera.“ Olga segir að haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og grjóthörð. „Þetta er stærðin á haglélinu og það er búið að bráðna smá. Þetta er galið,“ segir Olga í myndbandi þar sem hún heldur á hagléli og sýnir hversu hart það er. Fékk gat á hausinn „Síðan fórum við inn og mætum manni sem var allur í blóði. Hann hafði fengið gat á hausinn og það var lekandi blóð frá hausnum og niður á tær.“ Vinkona Olgu aðstoðaði manninn þar til sjúkrabíll mætti klukkutíma síðar. Haglélið hafi staðið stutt yfir en náð að valda miklum usla, sírenuvæl í sjúkrabílum hafi heyrst óma á götum úti og þjófavarnarkerfi bíla ílað langt fram eftir kvöldi. Olga segist enn vera að átta sig á því sem gerðist. Það sé mikið áfall að sjá hamfarahlýnunina með eigin augum. „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei og við munum aldrei gleyma, þetta er ótrúlegt.“ Veður Ítalía Íslendingar erlendis Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Í myndbandsfréttinni sjáum við haglél dynja á bílrúðu hjá íslenskri fjölskyldu þegar harkalegur haglélsstormur dundi á Norður-Ítalíu í fyrradag með þeim afleiðingum að tjón varð á fjölda bíla og nokkrir sagðir slasaðir, enginn alvarlega. Olga Ýr Georgsdóttir er ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem staddir eru á svæðinu en hún segir að mánudagurinn hafi í fyrstu einkennst af sól og hita. Lognið á undan storminum. Um kvöldið hófst þrumuveður. „En síðan bara á einni mínútu byrjar þetta að vera eins og skotárás. Maður vissi ekki hvað var í gangi og líka bara að sjá þessa bolta skoppa út um allt. Maður vissi ekkert hvað máður átti að gera.“ Olga segir að haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og grjóthörð. „Þetta er stærðin á haglélinu og það er búið að bráðna smá. Þetta er galið,“ segir Olga í myndbandi þar sem hún heldur á hagléli og sýnir hversu hart það er. Fékk gat á hausinn „Síðan fórum við inn og mætum manni sem var allur í blóði. Hann hafði fengið gat á hausinn og það var lekandi blóð frá hausnum og niður á tær.“ Vinkona Olgu aðstoðaði manninn þar til sjúkrabíll mætti klukkutíma síðar. Haglélið hafi staðið stutt yfir en náð að valda miklum usla, sírenuvæl í sjúkrabílum hafi heyrst óma á götum úti og þjófavarnarkerfi bíla ílað langt fram eftir kvöldi. Olga segist enn vera að átta sig á því sem gerðist. Það sé mikið áfall að sjá hamfarahlýnunina með eigin augum. „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei og við munum aldrei gleyma, þetta er ótrúlegt.“
Veður Ítalía Íslendingar erlendis Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04