Segir þyrlur nánast ofan í kaffibollum íbúa Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. júlí 2023 23:56 Sirrý Arnardóttir er venjulega ánægð með að hafa flugvöll nálægt heimili sínu. Það hefur breyst. Stöð 2 Íbúi í Skerjafirði segir að gríðarleg umferð þyrlna, sem nýttar eru til að flytja ferðamenn að eldgosinu við Litla-Hrút, sé hreinlega skerðing á lífsgæðum. Mikil umferð þyrlna hefur kynnt undir miklar umræður um hávaðamengun í þéttbýli. Íbúar Skerjafjarðar Kársness í Kópavogi finna hvað allra mest fyrir þyti spaðanna. Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona er ein íbúa Skerjafjarðar sem hafa fengið sig fullsadda af látunum. Hún ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sérstaklega á góðviðrisdögum, þegar maður er úti í garði að njóta veðurblíðunnar þá er þetta finnst manni á tveggja mínútna fresti og þetta er svona næstum því yfir hausnum á manni og mikill hávaði,“ segir hún. Hávaðinn í þyrlunum bætist við hávaða frá einkaþotum, farþegaflugvélum og kennsluflugvélum, sem alla jafna taka á loft frá og lenda á Reykjavíkurflugvelli. „Það er bara mál manna að við erum eiginlega að fá nóg og þetta er skerðing á lífsgæðum. Maður er allt í einu að átta sig á því að hvaða kyrrð er mikilvæg og hvað hávaðamengun er lýjandi.“ Sátt með flugvöllinn en vill útsýnisþyrlurnar burt Sirrý segist gera sér grein fyrir því að hún búi við flugvöll og að hún sé sátt með veru hans í Vatnsmýrinni. Hverfið sé yndislegt þrátt fyrir hana og hún styðji hana áfram. „En þá erum við að tala um venjulegt farþegaflug, fyrir bara venjulegar flugvélar sem koma ekki á tveggja mínútna fresti og þær eru ekki alveg ofan í kaffibollanum manns, þegar maður situr úti í garði að sóla sig. Þá segir Sirrý að mikilvægt sé að ræða málið komi til þess að gosið vari mikið lengur. „Hverjir hafa rétt? Eru það bara ferðamenn eða eru það líka við sem erum með lögheimili í borginni? Þetta eru tugir þúsunda manna og á Kársnesinu í Kópavoginum. Við búum við hávaða viðstöðulaust, við þurfum að ræða þetta, við þurfum bara einhvern undirskriftalista. Við þurfum að láta í okkur heyra og helst að færa þetta.“ Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Mikil umferð þyrlna hefur kynnt undir miklar umræður um hávaðamengun í þéttbýli. Íbúar Skerjafjarðar Kársness í Kópavogi finna hvað allra mest fyrir þyti spaðanna. Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona er ein íbúa Skerjafjarðar sem hafa fengið sig fullsadda af látunum. Hún ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sérstaklega á góðviðrisdögum, þegar maður er úti í garði að njóta veðurblíðunnar þá er þetta finnst manni á tveggja mínútna fresti og þetta er svona næstum því yfir hausnum á manni og mikill hávaði,“ segir hún. Hávaðinn í þyrlunum bætist við hávaða frá einkaþotum, farþegaflugvélum og kennsluflugvélum, sem alla jafna taka á loft frá og lenda á Reykjavíkurflugvelli. „Það er bara mál manna að við erum eiginlega að fá nóg og þetta er skerðing á lífsgæðum. Maður er allt í einu að átta sig á því að hvaða kyrrð er mikilvæg og hvað hávaðamengun er lýjandi.“ Sátt með flugvöllinn en vill útsýnisþyrlurnar burt Sirrý segist gera sér grein fyrir því að hún búi við flugvöll og að hún sé sátt með veru hans í Vatnsmýrinni. Hverfið sé yndislegt þrátt fyrir hana og hún styðji hana áfram. „En þá erum við að tala um venjulegt farþegaflug, fyrir bara venjulegar flugvélar sem koma ekki á tveggja mínútna fresti og þær eru ekki alveg ofan í kaffibollanum manns, þegar maður situr úti í garði að sóla sig. Þá segir Sirrý að mikilvægt sé að ræða málið komi til þess að gosið vari mikið lengur. „Hverjir hafa rétt? Eru það bara ferðamenn eða eru það líka við sem erum með lögheimili í borginni? Þetta eru tugir þúsunda manna og á Kársnesinu í Kópavoginum. Við búum við hávaða viðstöðulaust, við þurfum að ræða þetta, við þurfum bara einhvern undirskriftalista. Við þurfum að láta í okkur heyra og helst að færa þetta.“
Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira